Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Side 10
í 0 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005
Fréttír DV
Magga Stína er frábær lista-
maður, einstaklega skemmtileg-
ur gleðigjafi og smekkleg I einu
og öllu.
Hún á það til að týnast svo
erfitt getur reynst aðfinna
hana og svo notar hún ekki
kossfrían varalit.
„Ég hafði ekki séð Möggu Stfnu á
sviði i langan tlma þegar ég sá
hana spila I maí slðastliðnum. Það
voru alveg einstakir tónleikarog
ég hefekki hætt að brosa slðan. Þá
fattaði ég hvað það er gaman að
hafa eins frábæran karakter og
Möggu Stinu með sér i líf-
inu. Hún er einstaklega
einlægur gleðigjafi. Ég
held svo að litaval hennar
verði mörgum hugleikið
um langa tlð,sérstaklega
bleiki fasinn. Ég held það sé mjög
jákvætt að hafa svo eindóma
litasmekk. Ég gæti sagt að fiðlu-
leikurinn hennar I Risaeðlunni væri
galli en þá væri ég að Ijúga, en það
gæti verið annarra manna álit.“
Einar Öm Benediktsson vinur.
„Það er bara til ein Magga Stina
því það er ekki hægt að fjölda-
framleiða svona fólk. Hún er stór-
kostleg manneskja og það er alltaf
gaman að hitta hana. Efþað er
ekki gleði fyrir þá verður gleði
þegar hún mætir á svæðið. Hún er
einstaklega smekkleg I einu og
öllu, kann að raða saman
litum og punta upp á sig og
umhverfí sitt. Svo býr hún til
unaðslega súkkulaðiköku.
Það getur veriö svoldið erfítt
að ná sambandi við hana þvl ég
held hún ferðist um I fleiri viddum
en við hin. Það er ekki nógað vera
með sima hjá henni.“
Margrét Örnólfsdóttir vinkona.
„Hún Magga Stlna er svo skyn-
samlega bleik að það litar llf
manns allan daginn. Svo er alveg
hreint ótrúlega skemmti-
legt að spila með henni I
hljómsveit. Það er llka
kostur hvað hún er með
gott skipulag á öllum
hlutum og hvaö það er falleg
óreiða i kringum hana. Svo fer hún
einstaklega vel I sundi. Það er mjög
margt annað sem ég get sagt já-
kvætt um hana en ég ætla að láta
þetta nægja og segja að hennar
helsti galli sé sá að hún notar ekki
kossfrian varalit. Það getur stund-
um komið aftan að manni.“
Kormákur Geirharðsson vinur.
Magga Stína, eða Margrét Kristín Blöndal, er
fædd I janúar árið 1968. Hún er fræg fyrir sér-
stakan og litríkan fatasmekk, einstaka fram-
komu með hljómsveitunum Risaeðlunni og
Hr. Ingi R, skemmtilega dagskrárgerð og gæfu-
rikan tónlistarferil.
Nýr GSM
á 80 þúsund
Danski framleiðandinn
og hönnunarfyrirtækið
Bang og
Olufsen hef-
ur kynnt nýj-
an GSM-síma
í samvinnu
við Samsung.
Serene-sím-
inn brýtur, að sögn Bang og
Olufsen, gegn algengum
viðmiðum og er hannaður
fyrir þá sem vilja ekki of
mikla tækni. Síminn er
hannaður á óhefðbundinn
hátt og mun vera stílaður á
þann hóp fólks sem kaupir
hönnun og notagildi fram
yfir tæknimöguleika.
Borgarstjórnarframbjóðandinn Gísli Marteinn Baldursson féll á stúdentsprófinu í
Versló árið 1992. Hann segist hafa tekið upp þau fög sem hann féll í síðar um
haustið áður en hann byrjaði í háskólanum. Gísli Marteinn var með lægstu meðal-
einkunn allra í sínum bekk.
Gísli Marteinn féll
a stédentspréfinu
‘Hk'mrré'"
* > e*fV
„Ég hef aldrei gefíð mig út fyrir að vera námshestur," segir Gísli
Marteinn Baldursson en skólaganga Gísla Marteins í Verslunar-
skóla Islands gekk ekki þrautalaust fyrir sig. Gísli Marteinn féll á
stúdentsprófinu árið 1992, sama ár og hann var forseti nem-
endafélags skólans og fékk lægstu meðaleinkunn allra í sínum
bekk.
„Gísli lærir í tíma og ótíma og er
árangur hans í skóla eftir því. Hann
hefur verið með þeim hæstu í skól-
anum ffá því hann byrjaði hér í
Verzló, og hróður hans vegna hæfni
í bókfærslu hefur borist víða," er
skrifað í árbók Verslunarskólans frá
1992. Þar er Gísh skráður með út-
skriftarnemendum þrátt fyrir að
hann hafi ekki útskrifast með félög-
um sínum þá heldur haustið eftir.
Félagar Gísla Marteins gera góð-
látlegt grín að Gísla því eins og sést á
einkunnum hans hér fyrir ofan fékk
hann aðeins 1 í kennaraeinkunn í
bókfærslu.
Einkunnir Gísla Marteins Baldurssonar
Kennaraein^HeinVtunn (slenska 1 4,0 ' 4,5
(slenska 2 3,0 5,5
Enska 1 3,0 6,5
Enska 2 5,0 6,0
Danska 6,0 7,5
Þýska 3,0 2,5
Stærðfræði 4,0 6,5
Stærðfræði 2,0 7,5
Bókfærsla 1,0 5,0
Rekstrarfræði 5,0 5,0
Þjóðhagfræði 3,0 2,0
Saga 6,5 5,5
Efnafræði 5,0 4,0
Náttúrufræði 4,0 7,0
Bókmenntafræði 5,0 8,0
Leikfimi 7,0 9,0
Sagnfræði 9,0 9,0
Meðal: 4,44 6,24
Aöaleinkunn: 5,34
Ekki slegið af námskröfum
Hefð er fyrir því við útskrift nem-
enda úr Verslunarskólanum að for-
seti nemendafélagsins haldi ræðu.
Við útskrift árgangs Gísla Marteins
hélt Sigurður Kári Kristjánsson, sem
síðar varð alþingismaður, ræðuna
sem forseti nemendafélagsins.
Gerði Sigurður mikið úr afrekum
Gísla og uppskar lófaklapp.
Þorvaldur Elíasson, fyrrverandi
skólastjóri Verslunarskólans, sem
þá var formaður Verslunarráðs ís-
lands, hélt einnig tölu þar sem hann
minntist á Gísla Martein: „Félagslíf-
ið hér í Verslunarskólanum var
kraftmikið í vetur og þeir nemendur
6. bekkjar sem báru það uppi, eink-
um forseti NFVÍ, unnu gott starf fyr-
ir skólann." Síðan heldur Þorvaldur
áfram: „Engu að sfður getur skólinn
ekki slegið af námskröfum sínum
vegna félagslífsins, það er hvorki
leyfilegt né stefna skólastjórnar að
gera svo.“
Aldrei verið námshestur
Spurður hvort hann sé ánægður
með námsárangur sinn segist Gísli
Marteinn aldrei hafa verið náms-
hestur. „Það hefur aldrei verð
neitt leyndarmál að ég gaf mig
allan í félagsstörfin í Verslunar-
skólanum. Og síðasta árið þegar
ég var bæði forseti nemendafé-
lagsins og í ræðuliðinu ásamt
sitthverju fleira þá leit ég ekki
upp úr félagslífinu, hvorki til
að sinna náminu sem skyldi
Verslunarskólans gert létt grín að at-
orkusemi fýrrverandi nemendafé-
lagsforsetans:
„Vegna áhuga hans á lærdómi
hefur Gísli sama og ekkert getað
unnið í félagslífi skólans, hann hefur
þó gegnt ómerkilegum embættum
sem að fylgja lítil ábyrgð."
simontgidv.is
Ur árbók Verslunarskólans Námsár-
angur Glsla var vel þekktur og vargert
góðlátlegt grln að honum íárbókinni.
eða öðru. Hins vegar út-
skrifaðist ég stúdent úr
Verslunarskólanum með til-
skilinni lágmarkseinkunn og
er ánægður með ferilinn í
Verslunarskólan-
um þegar ég lít til baka,"
segir Gísli.
Þegar námsferill Gísla Mart-
eins í menntaskóla og háskóla er
skoðaður er augljóst að félags-
störfin hafa verið fyrirferðar-
meiri í hans lífi en prófin
og heimavinnan.
Enda er í ár-
bók
Gísli Marteinn Bald-
ursson borgarstjóra-
frambjóðandi Segist
aldrei hafa gert mikið úr
námsferli slnum.
Eftirhermur í Hafnarfirði
Papinos á eins bílum og Dominos
„Toyota Yaris eru vinsælir og
góðir bílar og þess vegna ákváðum
við að kaupa þá til að nota í út-
keyrslu á pizzum," segir Pálmi
Rúnar Pálmason, eigandi Papinos
Pizza, aðspurður í tilefni þess að
nýju Papinos-bílarnir eru sömu teg-
undar og þeir sem Dominos Pizza
notar. Einnig þykja merkingar þeirra
mjög líkar.
Pizzastaðirnir tveir þykja í mörgu
líkir hverjum öðrum. Afsláttarvikur
þeirra hafa svipuð nöfn auk þess
sem símanúmerin eru mjög lík.
Pálmi sem keypti rekstur Papinos
fýrir skömmu segir að þegar fyrri
eigendur opnuðu staðinn á sínum
tíma hafi einhver læti verið yfir því
hve margt var líkt með útliti stað-
anna tveggja.
„Ég er bara að reka þennan stað í
svipaðri mynd og hann var þegar ég
keypti hann og sé ekkert athugavert
við það," segir Pálmi. kaupanna segir Pálmi: „Ég get ekki
Aðspurður hvort hann viti til þess ímyndað mér það þar sem enginn
að Dominos ætli sér að grípa til ein- grundvöllur er fyrir slíkum mála-
hverra aðgerða í kjölfar bíla- rekstri." svavar@dv.is
Eloenoru þykir
vænt um
nafnið sitt
Mannanafnanefnd sagði af sér
í vikunni vegna pressu frá dóms-
málaráðuneytinu um að sam-
þykkja nafnið Eloenora. Nefndin
hafði tvívegis hafnað nafninu en
samþykkti það í þriðju tilraun og
sagði síðan af sér.
Hin tvítuga Reykjavíkurmær
Eloenora Bergþórsdóttir er sú
eina á íslandi sem ber nafnið.
Hún segir að sér þyki afskaplega
leiðinlegt að Mannanafnanefnd
hefði sagt af sér vegna nafns
hennar:
„Þetta var leyft þegar foreldrar
mínir skírðu mig. Stafsetningin er
svolítið sérstök en ég er sátt við
það. Ég var skírð eftir ömmu
minni og þykir vænt um nafnið,"
segir Eloenora og bætti við að
hún hefði aldrei orðið fýrir einelti
þrátt fyrir sérstakt nafn.