Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Síða 14
74 LAUGADAGUR 8. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Fyrirtækjum hampað R. David Paulison, nú- verandi yfirmaður FEMA, almannavarna Bandaríkjanna, mætti í gær fyrir nefnd í banda- ríska þinginu og skýrði frá hreins- unaraðgerðum við strönd Mexí- kóflóa. Þar bar hæst að fjór- um stórum verktakafyrir- tækjum voru veittir 100 milljón dollara samningar hverju án útboðs. Paulison sagði þetta fullkomlega eðlilegt en gagnrýnisraddir heyrðust víða í kjölfarið. Líkverða að demöntum Bandaríska fyrirtækið LifeGems kynnti í gær nýj- ustu afurð sína, demant gerðan úr ösku látins fólks. Öskunni er breytt í fast form með því að hita hana í ofni við mjög hátt hitastig. Síðan er hún pressuð í bláa og gula demanta, sem kosta á bilinu 200 þúsund til einnar og hálfrar millj- ónar króna. Undanfarin ár hefur eftirspurn eftir nýjum leiðum til að varðveita minningu látinna snar- aukist í Bandaríkjunum. anum végleg veisla var haldin í Los Angeles í Bandaríkjun- um á fimmtudaginn til að fagna fréttamanninum og þáttarstjórnandanum Larry King. Hann hefur nú stjórnað þættinum Larry King Live samfleytt í 20 ár og verið í fremstu röð allan tímann. Enn uppreisn á Korsíku Frönsk yfirvöld hafa ekki enn náð að leysa úr mót- mælum starfsmanna ferju- félagsins SNCM frá Korsíku og fylgismanna þeirra. Samgöngur tii eyjunnar liggja meira og minna niðri og höfnin í Marseille er nánast lömuð. í gær mættu þúsundir manna fyrir fram- an ráðhúsið í Marseille og mótmæltu. í gær tilkynntu Norðmennirnir í Nóbelsakademíunni að hin virtu friðarverðlaun Nóbels myndu falla egypska lögmanninum Mohamed ElBaradei og Alþjóðlegu kjarnorkustofnuninni í skaut. Kjarnorkubaninn Mohamed EIBaradei stjórnar Alþjóðlegu kjarnorkustofnuninni, sem er á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Pressa á frana Síðustu ár hefur EIBaradei átt við [ Iraka, Norður-Kóreubúa og Irana. Hér er hann á fundi með Mohammad Khatami, forseta Irans, í aprll ifyrra. [ J1 [J /hUIIH [ IJ 1 Ij fjj 1J11 JLL - Norska Nóbelsakademían hefur aldrei haft úr fleirum að velja til friðarverðlauna en nú í ár. 199 komu til greina. Egypski lög- maðurinn Mohamed ElBaradei og Alþjóðlega kjarnorkustofn- unin voru snemma talin sigurstrangleg. Það þykir við hæfi að veita þeim verðlaunin þegar 60 ár eru liðin frá því að Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á Hiroshima og Nagasaki í ágúst árið 1945. Friðarverðlaun Nóbels eru ein virtustu verðlaun sem veitt eru. Ef ekki þau virtustu. Akademían sagði í gær að ElBaradei og Alþjóðlega kjamorkustofnunin fengju þau þetta árið „... fyrir viðleitni þeirra til að koma í veg fyrir að kjamorka sé not- uð í hemaði og til að tryggja að fyllsta öryggis sé gætt þegar hún er notuð í friðsamlegum tilgangi“. Braust frá skrifborði ElBaradei hefúr stýrt Alþjóðlegu kjamorkustofnuninni, sem er undir- stofnun Sameinuðu þjóðanna, í gegnum átakatíma undanfarinna ára. Hann hefur átt við íraka, Norð- ur-Kóreubúa og nú síðast írana. Þegar ElBaradei tók við stofnun- inni samanstóð hún af litlu meira en nokkmm skrifstofublókum, sem héldu lista yfir kjamorkuver heims- ins og fóm sjaldan út úr húsi. Að undanfömu hefur hún aftur á móti verið leiðandi í að afvopna þessar þjóðir. Læti í Norður-Kóreu Stjómartíð ElBaradeis hefur verið stormasöm. Stoiriunin, sem er stað- sett í Vín, var gagnrýnd þegar harrn sagði heimsbyggðinni stafa ógn af kjamorkustefhu Norður-Kóreu í des- ember árið 2002. Þá var nýbúið að reka tvo eftirlitsmenn stofnunarinn- ar öfúga úr landi. Þeir ætluðu að gera úttekt á úr sér gengnu kjamorkuveri, sem norðurkóresk yfirvöld höfðu tekið aftur í notkun. Sögðust þurfa á því að halda vegna rafinagnsskorts. ElBaradei var einnig í eldlínunni árið 2003 þegar Bandaríkjamenn réðust inn í Irak. Hann gagnrýndi þá fúllyrðingar um gereyðingarvopna- eign íraka. Akademían tók fram í gær að verðlaunaveitingin tengdist ekki þjóðum heldur málefnum. Á tíu ára fresti Kenýski umhverfissinninn Wang- ari Maathai fékk friðarverðlaunin í fyrra. Það virðist aftur á móti vera regla að veita þau aðilum sem bexjast gegn notkun kjamorkuvopna þegar árafjöldinn frá sprengingunum í Hiroshima og Nagasaki hleypur á tug. Árið 1995 vom þau veitt breska sprengjusérfræðingnum Joseph Rot- blat, sem barðist gegn notkun kjam- orku. Árið 1985 vom þau veitt nokkr- um bandarískum og sovéskum fræðimönnum sem stofiiuðu Alþjóð- leg samtök eðlisfræðinga gegn kjam- orkustríði. Verðlaunin verða afhent 10. des- ember, daginn sem Alfred Nóbel dó árið 1896. haiidor@dv.is Heimildarmynd á BBC2 kemur sér iUa fyrir Bandaríkjaforseta Bush sagði í heimildarmynd, sem frum- sýnd var nýlega á BBC2 í Bretlandi, segir Nabil Shaath, utanríkisráð- herra Palestínu, að George Bush hafi sagt Guð skipa sér að ráðast inn í Afganistan og írak. „Ég er í herferð fyrir Guð. Guð sagði við mig: „George, farðu og berstu við þessa hryðjuverkamenn í Afganistan." Og það er það sem ég gerði," hefur Shaath eftir Banda- ríkjaforseta í þættinum. „Reglulega finn ég Guðsorðið koma til mín. „Farðu og náðu aftur í land Palestínumanna og tryggðu öryggi ísraela og komdu á friði í Miðausturlöndum." Og það er það Guð tala til sín sem ég ætla að gera," hefur Shaath einnig eftir Bush. Þeir hittust í Egyptalandi árið 2003 þegar Shaath var viðstaddur fund Bush og Mah- moud Abbas Palestínuforseta. Talsmaður Hvíta hússins í Washington dró þessi ummæli til baka og.sagði þau fáránleg. „Þetta sagði Bush aldrei," sagði talsmaðurinn. Shaath stóð hins vegar fastur á sínu þegar talað var við hann í gær og sagði frásögnina rétta. Guðlegur forseti „Ég er í herferð fyrir Guð. Guð sagði við mig:„George, farðu og berstu við þéssa hryðjuverkamenn í A fganistan. "Ogþaðer það sem ég gerði." Biblían á SMS Fyrsta Mósebók prýðir hér skjá á áströlskum farsíma. Ástr- alska Biblíufélagið hefur þýtt öll 31.173 vers Biblíunnar á stytt mál, sem tíðkast í SMS-skilaboðum. Ætlunin er að höfða til ung- menna, sem líta vart af símum sínum. Hægt er að nálgast SMS- biblíuna ókeypis á netinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.