Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Síða 15
DV Fréttir LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 15 Vilja sameina hverfið Það er ekki einungis ver- ið að berjast fyrir samein- ingu sveitarfélaga víða um land því nú beijast íbúar Hlíðahverfis í Reykjavík fyr- ir því að hverfið verði sam- einað. Miklabraut skiptir hverfinu í tvennt en hug- myndir íbúa gera ráð fyrir að hún verði sett í stokk frá Kringlumýrarbraut að Snorrabraut. Hópurinn hef- ur opnað vefsíðu þar sem íbúum Hlíðahverfis gefst tækifæri til að styðja hug- myndina með því að skrá nafn sitt á undirskriftariista sem verður afhentur borg- aryfirvöidum og þing- mönnum Reykjavíkur. Paradís á Kólaskaga Fyrirtækið Lax-á er að hefja sölu á laxveiðileyfum á Kólaskaga. „Fyrir 14 árum fór ég í mína fyrstu veiðiferð inn í óbyggðir fyrrum Sovét- ríkjanna. Það tókmig nokkra dag að komast til Kamtsjatka í yfirfullri Aero- flot-flugvél með vodka í plastglasi og með hóp af Rússum reykj- andi heimagerðar sígarettur. Veiðin var góð og það er frá- bært að hafa fengið að upp- lifa þetta - en þegar hin stór- kostlega Atlantshafs laxveiði á Kolaskaganum afhjúpaðist fyrir mér, vissi ég að ég hefði fúndið veiðiparadísina mína," segir ónefndur veiði- maður á lax-a.is. Kosningar og konsert í Reykhólasveit verður kosið í dag um sameiningu Saurbæjarhrepps, Reykhólahrepps og Dalabyggðar. Heimamenn ætla ekki að láta sér leiðast eftir að kjörfundi lýk- ur klukkan sex í kvöld. Þá hefjast tónleikar Sigga Bjöms í Bjarkarlundi. Þar verður Siggi að kynna nýjan geisladisk sinn. „Grillið verður opnað kl. 18, þannig að það er tilvalið að mæta í „burger" og Sigga Bjöms á eftir," segir starfsfólk Bjarkarlundar í tilkynningu til sveitunga sinna. FBmeð opið hús Fjölbrauta- skólinn í Breið- holti er með opið hús í dag í tilefni 30 ára af- mælis skólans. Deildir inn- an skólans sýna verk eftir fyrrverandi og núverandi nemendur skólans. Verður margt áhugavert í boði þennan dag. Til að mynda munu sjúkraliðanemar skólans verða með blóðsyk- ursmælingu fyrir gesti, upptaka af tískusýningu fatahönnunarnema verður sýnd, saga stærðfræðinnar verður kynnt, Blakbandið spilar, skólakór syngur og kaffihús verður rekið af nemendum starfsbrautar. Enn einn skiptir um fréttastofu Svavar Halldórsson á Fréttastöðina f* Róbert Marshall heldur enn áfram að heq'a á RÚV í hausaveiðum sínum fyrir Nýju frétta- stöðina sem 365 er að setja á laggirnar. Nú hef- ur Svavar Halldórsson, sem starfað hefur á fréttastofu RÚV, afráðið að söðla um og ganga til liðs við nýju stöðina. Svavar er sambýlismaður Þóm Amórsdóttur og eiga þau von á barni. Þannig að eykst nú hjónastemningin í sjónvarpsfréttum 365 - ljósvakamiðla. Fyrir á fleti em þau Logi Bergmann og Svanhildur, Róbert Marshall og Brynhildur Ólafs- dóttir sem og Sigmundur Emir og Elín Sveinsdóttir. Þóra Arnórsdóttir Astin blómstrará Nýju fréttastöðinni. Þóra fær nú spúsa sinn sér við hlið f vinnuna. írskir raftækjasalar á fjórum bílum Teknirum landallt írar, sem reynt hafa að selja fs- lendingum raftæki í vikunni, vom á fimmtudag teknir af þremur lög- regluembættum á Vestfjörðum. Lögreglan á fsafirði varð fyrst vör við mennina um klukkan þrjú á fimmtudag. Þá höfðu þeir reynt að selja ísfirðingum raftæki án þess að hafa til þess verslunarleyfi. Mennirnir virðast hafa farið á sendiferðabíl sínum frá ísafirði til Bolungarvíkur. Lögreglan þar sagði þeim þá að sömu reglur giltu þar í bæ og á ísafirði. Fóm írarnir þá úr bænum í fússi. Um kvöldmatarleyt- ið sama dag hafði Lögreglan á Hólmavík svo afskipti af mönnun- um og vom þeir enn að reyna að stunda sömu iðju. Þeir reyndust ekkert hafa selt á leiðinni frá ísafirði. Mennirnir bám fyrir sig í öll skipt- in að tollverðir á Seyðisfirði hefðu sagt við þá að sala á raftækjunum væri heimil. Lögreglan í Reykjavík og fleiri stöðum hafði svo í gær enn af- skipti af hinum þijósku fmm. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu eru mennimir á fjórum bflum og hafa dreift sér um landið í þess- um erindagjörðum. gudmundur@dv.is ^KSTJÖRNUFRÉTTIR^ UFSSTÍLL^C ALVÖRU FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.