Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Síða 24
24 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005
Helgarblað
í byrjun þessa árs var óhjákvæmilegt að loka bráða-
móttöku við Sjúkrahúsið Vog vegna fjárskorts.
Bráðamóttakan hafði verið rekin undanfarin tvö ár
en lokun hennar bitnar að sjálfsögðu á þeim sem
eru veikastir. Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi
hefur af þessu þungar áhyggjur.
„Bráðamóttakan á Vogi var fyrst og fremst
hugsuð fyrir þá sem voru á biðlistum, fólk sem
hafði beðið um pláss en komst ekki inn alveg
strax," segir Þórarinn Tyrfingsson læknir á Vogi.
„Þeir einstaklingar geta lent í mjög slæmum
vandræðum. Meðan bráðamóttakan var opin
höfðu þessir einstaklingar möguleika ásamt sín-
um aðstandendum á að koma hingað uppeftir
og fá viðtal við ráðgjafa á staðnum. Hann gat þá
metið ástandið og fengið lækna sem vom vakt-
hafandi á sjúkrahúsunum til að meta ástandið
með sér. í framhaldi af því var oft gripið til að-
gerða eins óg bráðainnlagna."
Fordómar enn til staðar
Þórarinn bendir á að á slysavarðstofum og
bráðamóttökum sé takmarkaðar lausnir að hafa.
„Þar er ekki gert ráð fyrir að verið sé að fást við
fíknisjúkdóma eða stöðuga neyslu, sem getur
verið lífshættuleg. Læknar á öðrum sjúkrahús-
um em meira að fást við fylgikvilla sem koma
upp í neyslunni eins og slys, sýkingar og líkam-
leg veikindi. Lokun bráðamóttökunnar á Vogi
bimar svo að sjálfsögðu á þeim sem verst em
staddir og veikastir."
Varðandi viðhorf til alkóhólisma segir Þórar-
inn það hafa breyst á þeim 28 árum sem SÁÁ
hefur starfað. Þó beri enn á fordómum.
„Við erum orðinn sjálfsagður hlutur í
heildarheilbrigðisþjónustunni og menn
ætla okkur ákveðið hlutverk þar. Við njót-
um ágætrar virðingar að ég tel í þessu sam-
starfi," segir Þórarinn. „Aftur á móti höfum
við eins og aðrar heilbrigðisstofnanir geng-
ið í gegnum miklar breytingar frá árinu
1991 vegna breyttrar heilbrigðisþjónustu og
aukins kostnaðar."
Enginn frá heilbrigðisráðaneyti
Á fjölmennum baráttufundi SÁÁ fyrir opnun
bráðamóttöku, sem haldinn var í Háskólabíói í
vikunni, stigu stjómmálamenn í pontu og lýstu
yfir stuðningi við frábært starf SÁÁ. Þar var þó
enginn frá heilbrigðisráðuneyti. Þórarinn segist
þó hafa fulla samúð með starfsfólki þess ráðu-
neytis.
„Það er fýrst og fremst athyglisvert hvað
ráðuneytinu er búin léleg aðstaða. Starfsmenn fá
ekki tíma og fjármuni til að stýra og kostnaðar-
greina alla þessa hluti. Ráðuneytið er vanrækt og
svo er ætlast til að það leysi einhver vandamái.
Þessu þarf að breyta."
Mikil framþróun
Sjúkdómshugtakið alkóhólismi hefur vafist
fyrir mörgum en Þórarinn segir hafa orðið já-
kvæðar breytingar á því.
„Það sem hefur hjálpað okkur er gríðarleg
ffamþróun í lífrænni læknisfræði, sérstaklega
taugaiífeðlisfræði. Það er öllum ljóst sem vilja
kynna sér það að fíkn er líffræðilegur heilasjúk-
dómur sem þróast svo auðvitað í samspili við
umhverfið. Það sem hefur líka komið okkur til
góða og færir sjúkdómshugtakið nær megin-
straumum læknisfræðinnar em auðvitað þeir
fylgikvillar sem þessir sjúklingar em að fást við.
Þar nefrti ég alnæmi, lifrarbólgur og ýmsa fylgi-
kvilla sem kom í kjölfar sprautuneyslu. En lækn-
ar gera sér grein fyrir að þetta er heilbrigðis-
vandamál."
Þórarinn Tyrfingsson
Hefur áhyggjur af
fjárskorti sem mun bitna
á þeim sem eiga viö
áfengisvanda að etja.
Mikil stemning í Háskólabíói Á fiölmennum bar-
áttufundi SAA fyrir opnun bráðamóttöku, sem haldmn
var i Háskólabíói í vikunni.
Þorarinn á baráttufundi Það vakti
athygli að enginn fulltrúi
heilbrigðisráðuneytis mætti á fundinn.
Hundar og menn í Hafnarfirði
ÆTLA AÐ HITTA LÚÐVÍK
„Ég hef aldrei átt hund, en ég
man ekki til þess að það hafi komið
til tals heima hjá mér að fá hund,"
segir Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í
Hafnarfirði og bætir við að hann
hafi ekki einu sinni átt kött.
Tilefni spurningarinnar er að í
dag tekur Lúðvík á móti hundafólki
sem ætlar að afltenda honum
áskornn þess efnis að það verði
haft með í ráðum við að semja nýja
reglur um hundahald í bænum.
Lúðvík hefur ekkert á móti
hundum
Lúðvík segist ekki hafa neitt á
móti hundum þótt hann hafi ekki
umgengist þá í sinni nánustu fjöl-
skyldu. „Ég átti hins vegar einhvern
tíma gullfiska og landskjaldböku
sem dó úr elli. Hún lá í dvala á vet-
uma en át því meira á sumrin. Ég
hafði mjög gaman af henni þegar
ég var krakki," segir hann og neitar
því að börnin hans hafi nokkurn
tíma beðið um hund.
Hundaeigendur ætla að hittast
fyrir framan safnaðarheimilið við
Strandgötu klukkan 14 og ganga
þaðan um miðbæinn. Tilefnið er
fyrst og fremst að drög að nýjum
reglum sem hafa verið lögð fram í
heilbrigðisnefnd Hafnarfjaröar en
þar em ýmsar breytingar sem
hundaeigendur em alls ekki sáttir
við. Því ætla hundaeigendur víða
að fjölmenna í Fjörðinn og ganga
um miðbæinn með hunda sína.
Með því vilja þeir sýna samstöðu
og þjappa sér saman með það
takmark eitt að vinna að hags-
munamálum hundaeigenda í góðri
samvinnu við Hafnfirðinga og önn-
ur sveitarfélög þar sem það á við.
uTtf °9xmeP" ætla að 9an9a “m miðbæ
A s 7arðar' dr°9um um nýi° reglugerð er lagt til
sumrindH ve.r6lútllokaðirúrmi°bæHafnarfjarðará
sumrm. Hundaeigendur viljg koma í veg fyrir það.
Vilja vinna að bættri hunda-
menningu
Lúðvík segist taka
vel á móti hundun-
um og eigendum
þeirra á morgun.
„Þeir em velkomnir í
miðbæinn enda hefur
engu verið breytt enn og
við lýsum okkur fúsa að
vinna að þessum breyt
ingum með hunda-
fólki í sátt við aðra
íbúa bæjarins,"
segir hann.
Gengið verð-
ur undir merkj-
um Hunda-
ræktarfélags
íslands og
allir hunda-
eigendur ,
hvaðanæva af
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri
Hann hefur aldrei átthunden
likar vel við hunda og ætiar að
taka á móti hundum og
eigendum þeirra.
landinu em
hvattir til að
mæta en
hundaeigendur
>■% ætla með þess-
ari göngu að vekja athygli á því að
þeir em tilbúnir til að vinna að
bættri hundamenningu. Það er
ekki tilgangur þeirra að vaða yfir
einn né neinn.
bergijot@dv.is