Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005
Helgarblaö DV
*
!
* §
Þórhallur hefur haft skyggnigáfu frá
barnsaldri Hann segirmikinn spíritisma i
ættinni og hann hafi alla tið fundið mikinn
stuðning fjölskyldu sinnar fyrir þessum
sérstöku hæfileikum.
Þórhal
mundsson
er einn virtasti
miðill íslend-
ga um þessar
mundir og fyrir
utan einkafundi
og skyggnilýs-
ingar stjórnar
hann útvarps-
þætti þar sem
hann flytur
hlustendum
skilaboð að
handan. Hann
efast að sjálf-
sögðu ekki um
líf handan þessa
heims og trúir
líka að Lára að
hafi verið fórn-
arlamb og leiðst
út í svik vegna
erfiðara að-
stæðna sinna.
Þórhallur miðill
Efastekki um
hæfileika Láru.
I
'I
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 39
s f? Auðveldara að hjálpa öðrum
M en sjálfum sér Þórhallur segist
4\F Ktunrlum pfnst um sirilfnn sin pn
stundum efast um sjálfan sig en
leggur sig fram / starfi sínu við
að gera fólki gott.
Það er synd að Lára skyldi grípa
til svika því hún hefði ekki þurft
þess," segir Þórhailur. „Það sem
ég hef heyrt um Láru sannfærir mig
um að þar fór góður miðill. Hún var
mikill karakter og fæstir sem draga í
efa að hún hafi haft mikla og sterka
hæfileika."
Nú heyra Ukamningar og iítírymi
sögunni til? Hvemig stendur á því?
Ég hef reyndar upplifað það per-
sónulega að andlit mitt hafi breyst, en
ekki að það komi ffam líkamningar.
Ég hef hins vegar séð líkamningar hjá
mjög frábærum miðli í Bretlandi,
Gordon Higgings, sem var líka for-
maður breska Sálarrannsóknafélags-
ins.
Gordon sat þá í einskonar boxi
með dregið fyrir og það var kolniða-
myrkur í salnum og kalt í herberginu.
Það var nauðsynlegt til að byggja upp
orkuna. Líkamningurinn eða út-
frymið kemur út úr munni eða nefi
miðilsins eins og hvít slæða og ég sá
þama myndast mann sem kom til að
tala við dóttur sína, sem sat einmitt
við hliðina á mér á fundinum. Hún
talaði við pabba sinn í tuttugu mínút-
ur. Það var alveg magnað og aliur
þessi fundur. Ég hef aldrei grátið jafn
mikið og hafi ég einhvemtíma verið
þreyttur eftir miðilsfund þá var það
þama.
Hvemig gastu verið viss um að
ekki væru brögð í tafli?
Ég var þama og sá þetta. Ég þekkti
líka vel til Gordons og vissi að hann
var heiðarlegur og að það var ekkert
svindl í gangi.
Engin múgsefjun í gangi
Hjá Láru miðli var alltaf byrjað á
sálmasöng, erþað ekki gert lengur?
Það tíðkaðist áður fyrr að syngja til
að byggja upp orkuna og það er til
dæmis ennþá gert f Bretlandi. Bret-
amir syngja ekkert endilega sálma
heldur alveg eins gamla sveitasöngva.
Við sönginn myndast ákveðinn kraft-
ur og orka sem er nauðsynleg fyrir
miðilinn.
Múgsefjun?
Nei, það á ekkert skylt við það.
Afhverju myndast ekki likamning-
ar á miðilsfundum lengur?
Það er ekki síst vegna þess að það
gefur sér enginn tíma tíl eins eða
neins. Það þarf mikinn aga og þolin-
mæði og er mjög erfitt fyrir miðilinn.
En það má kannski kenna okkur
miðlunum um. Við gefum okkur ekki
nægan tíma. Við erum alltaf að reyna
að afkasta sem mestu og sinna sem
flestum. Það hefur þó gerst hér á stór-
um fundi að andÚt og Kkamningar
myndist hjá miðlum. Ég man eftir
einum slíkum fundi með erlendum
miðli sem kom hingað með fund. Þar
var ég svo heppinn að sjá sjálfan Kjar-
val koma í gegn. Það gerist þannig að
andlit miðilsins eins og molnar upp
og tekur breytingum. Stundum er
eins og andlit hins framliðna myndist
örlitlu fyrir framan andlit miðilsins.
Eru þá engir svikamiðlar á kreiki?
Það er aldrei hægt að svara því
með vissu, en flestir eru að gera þetta
af heilindum..
Hvað Gnnst þér um að Lára frafi
svikið skjóstæðinga sína með sjón-
hverfingum?
Það eina sem ég get sagt um Láru
er það sem ég hef heyrt. Móðir mín
fór til hennar og efaðist ekki um hæfi-
leika hennar og það á við um fjöl-
margar aðra. Ég trúi því að hún hafi
raunverulega verið skyggn. Það hefúr
eitthvað verið að hjá Láru persónu-
lega en ég hef engan rétt til að dæma,
við höfum það aldrei.
Loðin og skrýtin skilaboð
Ég hef heyrt því fleygt að miðlar
séru gjaman með ástarmál og pen-
ingamál niður um sig. Er eitthvað til í
því?
(Skellihlátur.) Nú veit ég ekki. Ég
held að miðlar séu ekkert verri með
þetta en hveijir aðrir. Það er hinsveg-
ar staðreynd að oft er auðveldara að
hjálpa öðrum en hjálpa sjálfum sér.
Efastu stundum sjálfur?
Já, ég upplifi stundum efa. Ekki
um lífið eftir dauðann en stundum
um sjálfan mig. Það er eðlilegt að ef-
ast um sjálfan sig. Ég legg mig samt
ffarn um að gera fólki gott og vil trúa
því að ég sé á réttri leið.
Skilaboðin sem fólk fær em oft
mjögloðin. Afhverju segir hinn látni
ckki til nafns oghvem hann vill hitta?
Þetta hefur alltaf verið mjög til
umræðu. Stundum fáum við nöfnin
stundum ekki. Ég hef stundum hugs-
að með mér í upphafi fundar að nú
vildi ég bara fá nöfh og ekkert múður.
Þá fæ ég kannski engin nöfn. Ég veit
ekki af hveiju þeir koma ekki alltaf
með nöfnin. Þeir leggja upp með per-
sónuleikann og oft er sterkara að lýsa
einstaklingi með hegðun og háttemi.
En skilaboðin. Þau em ekki alltaf
merkileg.
Ég er fullkomlega sammála. Það er
ekki allt merkilegt sem þeir segja, sér-
staklega ekki fyrir utanaðkomandi.
En fyrir þann sem hinn látni er að tala
við geta skilaboðin verið mjög merki-
leg. Stundum eru framliðnir að tala
um framtíðina og fólk skilur seinna
hvað þeir eiga við. Stundum eru þeir
'mz, tf. s'-mjei.
~'-;éíWí4e£' ~
- *1 . ■■ - . wv.-fl rv
Þórhallur er í góðu sambandí við
forfeðurslna Þórhallur htdur rrteðal
antiars. fengið langalangalgngalangaafa
sihnt heimsökn.
bara að sýna að þeir fylgist með sem
er mjög gott og ljúft fyrir þá sem eftir
lifaaðvita.
Bjóst aldrei við að verða sjón-
varpsstjarna
Hvar em þeir staddir í handan-
heimunum sem koma á fundina?
Þeir geta verið á ýmsum stígum.
Ég hef fengið langalangalangalangafa
minn í heimsókn. Fólk er að þroskast
hinum megin líka og tíminn er svo af-
stæður að maður veit ekki hvað hver
dvelur lengi þar. Þótt ég sé miðill hef
ég ekki öll svörin. Okkur er ekki ætlað
að vita og það er engin handbók til
fyrir miðla. Maður miðlar bara því
sem kemur og vonar að það verði til
góðs.
Margirlíta á miðla sem skemmti-
atriði ekki síður en sendiboða með al-
varlegan boðskap að handan. Þú hef-
ur verið með þætti í útvarpi og sjón-
varpi, hver er tilgangurinn með því?
Útvarps- og sjónvarpsþættir hafa
opnað augu fólks. Ég fékk Sigurð
Hauk Guðjónsson í fyrsta þáttinn til
mín á Bylgjuna og við vorum að tala
um guð. Þá hringdu margir, ekki síst
fólk í sértrúarsöfhuðum, og spurðu
hvemig prestur gæti leyft sér að sitja
1!« lÉífF :
SS Jw Jh m
f wWW
við hliðina á miðli. Það þóttí guðlast.
Svo þróaðist þetta og fólk lét þetta í
friði og fór að líka vel. Svo fór ég í sjón-
varpið og fékk Gunnar í Krossinnum á
mótí mér. En af hveiju gerir maður
þetta? Jú, til að hleypa fólki að svo það
getí opnað fyrir strauma sem em í
gangi og opnað sig fyrir þessum hlut-
um. Ég bjóst aldrei við að verða út-
varps- eða sjónvarpsstjama en maður
verður að vera opinn fyrir góðum
hlutum.
Allir miðlar i nýaldartískunni
Verða miðlar undantekningar-
laust varir við skyggnigáfu íbemsku?
Já, þeir sem em raunverulega
skyggnir. En fólk getur þjálfað þetta
með sér upp að vissu marki. Þegar ný-
aldam'skan var sem mest í gangi vom
allt í einu allir orðnir miðlar.
Sem gerirmann tortrygginn.
Já, eðlilega. Ég segi fólld að miðill
verði að láta verkin tala. Og fólk á ekki
að fara bara tíl einhvers og einhvers
sem kallar sig miðil, ég mæli ekki með
því.
Varst þú skyggn sem krakki?
Já. Ég sá fóík og talaði við það.
Hvað gerðir þú svo við þetta á
unglingsárun um ?
Ekki neitt. Ég var mjög einrænn,
en móðuramma mín skildi og vissi
hvað var í gangi. Hún var mjög næm
og hafði mikla trú á mér eins og
reyndar allir mínir ættingjar og það er
ég mjög þakklátur fyrir. Það hefur
alltaf verið mikill spíritísimi í mínni
ætt.
Aðventan erfið fólki
Er aukin ásókn ímiðla núna þegar
fólk er stressað og í tímaþröng?
Ásóknin hefur alltaf verið mikil og
er núna svipuð og venjulega. Lang-
mesta spennan er á aðventunni. Fólk
leitar mikið til mín á þeim tíma og þá
er spennan beinlínis áþreifanleg. Ég
er sjálfur í bænahring og finnst það
yndislegt. Hraðinn er svo mikill í
þjóðfélaginu og þess vegna er nauð-
synlegt að staldra við. Að geta setíð í
þögninni og leyfa því að koma til
manns sem kemur er mikilvægt.
Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að
miðla?
Ég lifi fjölbreyttu lífi, á góða vini og
fjölskyldu og svo les ég mikið. Besta
bók sem ég hef lesið lengi heitir
Munkurinn sem seldi sportbílinn
sinn. Frábær bók. Ég vil lesa bækur
sem eru uppbyggjandi, engan
hrylling. Mér þykir líka gaman að fara
í bíó, nema hryllingsmyndir. Þær get
ég ekki horft á. ég fór með vinum á
Jaws um árið og þeir sögðust aldrei
fara með mér á spennumyndir fram-
ar og hafa staðið við það.
Engin hestamennska, skíði eða
golf?
Nei, ekki enn. Ég fer samt ein-
hvemtfma í golfið og verð bestur. Það
koma góðir golfarar að handan og
hjálpa mér.
Ekki amalegt það.
edda@dv.is
W sB£ ® xM JH S ®
m M m W ÉÞ 'm mm
Mp wbL JsS -wfee&'í íijií
Þegar Stuðmenn lentu í
vanda í kvikmyndinni Með allt
á hreinu og þurftu að rnsla upp
skemmtiatriði í snarheitum var
miðilsfundur það fyrsta sem
þeim datt í hug. Dúddi stóð sig
afleitlega í hlutverki miðilsins,
en staðreyndin er að miðils-
fundir hafa ákveðið
skemmtigildi og vom helsta
skemmtan yfirstéttarinnar í
Reykjavík á fyrstu áratugum
nítjándu aldar. Síðan hefur
margt breyst og þó fundimir
hafi tekið breytingum á hund-
rað ámm lifa þeir enn góðu lífi.
fslendingar hafa átt marga og
merkilega miðla og Lára miðill
er tvímælalaust einn þeirra þó
hún hafi verið staðin að stór-
felldum svikum og hlotið dóm
fyrir. Páll Ásgeir Ásgeirsson
blaðamaður hefur nú tekið
saman í bók nýjar staðreyndir
um Lám, byggðar á hennar eig-
in handriti, sem nú fyrst er að-
gengilegt almenningi á Lands-
bókasafni. Samkvæmt þeim
heimildum má ætla Lára hafi
vísvitandi haft fólk að háði og
spotti, en hún naut virðingar og
starfaði sem miðill löngu eftir
að hún hlaut dóminn. Skoðanir
um Láru em þó skiptar og Þór-
hallur miðill trúir staðfastlega á
hæfileika hennar.
,u,oru, teknar með flassi á miðils-
Ifundl nJa Laru Myndirnar voru fyrst notaðarsem
sonnunargagn fyrir trúverðugleika Láru og útfrymi op
I likamnmgum á andafundum hennar. Síðar voru mynd-
[ irnar lagðar fram sem sönnunargagn um svik Láru.