Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 40
40 LAUCARDAGUR 8. OKJÓBER 2005
Helgarblaö DV
Telpa aðstoðar
lögreglu við að
finna morðingja
Karlmaður í Queens var í gær
ákærður fyrir að myrða sambýlis-
konu sína viku eftir að fjögurra
ára dóttir hennar fannst á ráfi úti
á götu. Hinn 32 ára gamli Cesar
Ascarrunz hefur játað að hafa
kyrkt Monicu Lozada-Rivaineira
eftir rifrildi í íbúð þeirra. Eftir að
litla telpan fannst var gripið til
þess ráðs að setja hana í sjón-
varpið í von um að fá vísbending-
ar um afdrif móður hennar. Eftir
útsendinguna barst lögreglunni
flöldi ábendinga sem loks leiddu
til handtöku Ascammz, en í
útsendingunni lfkti litla stelpan
mömmu sinni við prinsessu.
Katefékkfrídag
með dóttursinni
Kate Moss
hefur fengið
leyfi til að fara
úr meðferð og
verja einum
degi með litlu
dóttur sinni Lilu
Grace. Pabbi
hennar, Jeffer-
son Hack, flaug
frá London til
Arizonafylkis í
Bandaríkjunum til að Lila gæti
hitt móður sína en þar er Kate í
meðferð. Fyrirsætan berst við að
vinna bug á kókaínfíkn sinni og
hyggst hún halda venjulega
prógrammi eftir þessa heimsókn
til að ná bata. í síðustu viku var
hún látin greina frá leyndarmál-
um bernsku sinnar til þess að
finna út ástæðurnar að baki fíkn-
Geymdi mömmu
ífrystinum
Fimmtíu og tveggja ára gamall
maður frá Wisconsin hefur játað
að hafa geymt
látna móður
sína í fiysti og
að hafa skotið
á nágranna
sína. Þetta
hófst allt þegar
Philip Schuth
hóf skothríð á
hjónin Randy
og Melissu
Russel og tíu ára son þeirra sem
hafði sakað Schuth um að berja
sig. Stuttu síðar réðst lögreglan til
atlögu að húsinu en bardagi
hennar við Schuth stóð yfir heila
nótt. Ekki er vitað hvað knúði
manninn til að geyma móður
sína í frystinum en hún mun hafa
látist af náttúrulegum orskökum.
Börn og unglingar streymdu inn og út um félagslega íbúð Colyns Evans, þrátt fyrir
að hann væri margdæmdur kynferðisafbrotamaður. íbúar smábæjarins Tayport í
Skotlandi þekktu hins vegar ekki feril hins átján ára Colyns og vera hans í bænum
endaði með hrottalegu morði á sextán ára gamalli stúlku.
Colyn Evans
Morðingi með lang-
an afbrotaferil.
vera í miklu uppáhaldi hjá Colyn.
Hann sóttist í félagsskap barna á
öllum aldri og dró að sér börn og
unglinga eins og segull og lokkaði
þau inn til sín með því að grobba
sig að hnífasafni sínu. íbúð hans
ávallt full af krökkum sem héngu
þar og hlustuðu á tónlist
Vinsemd endaði með
hrottafengnu morði
Hin sextán ára gamla Karen
Dewar var einkabam. Hún bjó rétt
hjá Colyn og hafði, ásamt fleiri
unglingum, vingast við hann vegna
þess að hún vorkenndi honum.
Dag einn lentu þau Colyn hinsveg-
ar í rifrildi og eftir það var ekki aftur
snúið. Eftir ósætti þeirra fór Colyn
að ógna henni og hann tók til við að
elta hana á röndum. Svo fór að
Karen tilkynnti hegðun hans á lög-
reglustöð bæjarins en var sagt að
málið tilheyrði ekki þeirra deild.
Sama dag fór Karen í íbúð
Colyns, að öllum líkindum til að'
leysa ágreiningsmál þeirra á milli,
en hún átti ekki afturkvæmt þaðan.
Colyn réðst að henni með
brauðhníf, afklæddi hana, skar af
henni hárið og reyndi að kyrkja
hana áður en hann skar hana á
höfði og líkama. Því næst batt hann
band um háls hennar og dró hana
niður stigann og inn á baðherbergi
þar sem hann drekkti henni í
baðkarinu. Eftir að hún var látin
reyndi hann að skera hana niður í
bita og kveikti svo í henni og fötum
hennar.
Lík hennar fannst mjög illa farið
í tunnu náiægt heimili hans daginn
eftir.
Samskiptaleysi á milli yfir-
valda
Faðir Karenar Dewar er ósáttur
við þátt yfirvalda í dauða dóttur
hans. „Það er yfirvöldum jafnmikið
að kenna og Colyn að dóttir mín er
látin," er haft eftir honum en það
stakk íbúa Tayport að Colyn var
hvergi á skrá yfir kynferðisafbrota-
menn þrátt fyrir að hafa verið
greindur sem sibrotamaður í þeim
efnum og ekki líklegur til að bæta
ráð sitt. Dewar sagði sig og fjöl-
skyldu sína ekki hafa haft hugmynd
um brotaferil Colyns og sagði að sú
vitneskja hefði breytt miklu. Hann
efaði það að starfsmenn félags-
málayfirvalda hefðu kosið að Colyn
byggi í þeirra götu og fordæmdi þá
fyrir það kæruleysi að láta íbúa
bæjarins ekki vita af sögu Colyns.
Yfirvöld báru við samskiptaleysi á
milli félagsmálayfirvalda og lög-
reglu og segjast harma mistökin.
Colyn hiaut lífstíðarfangelsisdóm
fyrir morðið á Karen og mun sitja
inni í sautján ár.
Hinn átján ára gamli Colyn
Evans var fæddur í Wales en flutti
ungur til Skotlands. Frá tíu ára aldri
hafði Colyn verið viðriðinn ýmis
kynferðisbrot, allt frá því að leita á
litla stráka og til þess að bera sig og
fróa sér fyrir framan konur. Hann
var vistaður á ýmsum heimilum en
fékk alltaf á koma heim á milli þar
til barnaverndaryfirvöld þvoðu
hendur sínar af honum og vistuðu
hann í íbúð fyrir heimilislausa. Eft-
ir morðið á Karen Dewar komu
margir foreldrar fram á sjónarsvið-
ið og sögðu frá brengluðum áhuga
hans á ungum börnum.
Sakamál
Eltist við unga drengi
Einna verst var saga einnar
móður sem sagði hann hafa ráðist
á átta ára son sinn, sett hendur um
háls hans og skipað honum að
girða niður um sig. Hann elti pilt-
inn á röndum og lét hann ekki friði.
Móðir hans kvartaði hvorki meira
né minna en 45 sinnum yfir hegð-
un Colyns við lögregluna . Á þess-
um tfma bjó Colyn á unglinga-
heimili en kom heim um helgar en
vegna eineltis hans gegn stráknum
var honum útveguð félagsleg íbúð í
bænum Tayport þar sem hann
framdi síðar hið hrikalega morð.
Eftir flutninginn hættu félagsmála-
yfirvöld öllum afskiptum af honum
og láðist að tilkynna sögu hans sem
kynferðisofbeldismanns til lög-
reglu staðarins. Börn og unglingar
hverfisins gengu inn og út hvenær
sem var sólarhrings án þess að ná-
grannarnir vissu að hann væri
dæmdur barnaníðingur.
Hættulegur kynferðisaf-
brotamaður
Colyn sýndi frá unga aldri óeðli-
lega kynferðislega hegðun og var
þekktur fyrir ofbeldi. Frá 10-16 ára
aldurs hafði hann verið kærður fyr-
ir fjórtán afbrot. Þar á meðal voru
ákærur um ofbeldi, nauðganir,
strípihneigð og óeðlilegan áhuga á
börnum, en átta ára strákar virtust
Myrti vinkonu
sínn n hrottalegan
máta eftir rifrildi
15 ára stúlku rænt og hún drepin
Líkamspartarnir fundust í fjórum tunnum
Niðurbútað lfk unglingsstúlku
sem talið er að hafi verið rænt
fannst í suðurhluta London í síð-
ustu viku.
Lík hinnar fimmtán ára
Rochelle Holness fannst í fjórum
ruslatunnum eftir að lögreglan og
sjúkralið hafði verið kallað til í íbúð
nokkra. Nágrannar sögðust hafa
séð blóði drifinn mann þjóta úr
íbúðinni og hóta að drepa sig en sá
var síðar handtekinn fyrir morðið á
Rochelle. Ekki er talið að hann hafi
þekkt Rochelle fyrir morðið.
Talið er að hinni fimmtán ára
gömlu Rochelle hafi verið rænt og
hún myrt eftir að hún fór út frá
heimili sínu til að hringja í kærast-
ann úr almenningssíma í nágrenn-
inu seinnipart sunnudagsins 25.
september. Ekki var tilkynnt um
hvarf hennar fyrr en tveimur dög-
um síðar en foreldrar hennar töldu
að hún gisti hjá vinum og grunaði
ekkert illt þar til kærastinn hringdi
og spurði um hana. Lögreglan hef-
ur gefið út yfirlýsingu þar sem hún
biður fólk að hafa samband ef það
býr yfir upplýsingum sem tengjast
málinu.
47 ára gömul kona sem hand-
tekin var í tengslum við málið sagði
lögreglu að hún hefði fundið hluta
af líki stúlkunnar í íbúð vinar síns.
Hún segist hafa fengið svo mikið
áfall að hún tilkynnti ekki um
fundinn fyrr en daginn eftir. Henni
hefur verið sleppt úr haldi en íbú-
inn, John McGrady, er enn í haldi
lögreglu og hefur verið ákærður
fyrir morðið á Rochelle.
Fjölskylda og vinir Rochelle
héldu líkvöku nálægt morðstaðn-
um í vikunni og þangað mættu um
300 manns.
Rochelle Holness Ukamspartar
hennar fundust I fjórum ruslatunnum.