Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Side 50
50 LAUGARDAGUR 8. OKJÓBER 2005
Fréttir DV
Che Guevara handsamaður i \almenning þarm tíunda október,
I dag
I degi eftir að hann var skotinn.
Skæruliðaher Che Guevara lenti í
átökum við bólivíska herinn á þessum
degi árið 1967. í átökunum særðist
Che og var handtekinn. Degi síðar var
hann tekinn af lífi. Che hafði komið til
Bólivíu ári áður til að byggja upp bylt-
ingarsinnaða skæruliðahreyfingu.
Emesto Guevara de la Sema, eins
og hann hét réttu nafni, fæddist í
Argentínu þann 14. júm' árið 1928.
Árið 1953 útskrifaðist hann í læknis-
fræði við Háskólann í Buenos Aires.
Hann var snemma sannfærður um að
bylting væri eina leiðin til að bæta
þann félagslega ójöfnuð sem hann
taldi ríkja í Suður-Ameríku. Á námsár-
um sínum barðist hann gegn stjóm
Juans Peróns en eftir útskrift hélt
hann til Guatemala þar sem hann
starfaði með vinstri stjóm landsins
fram að innrás Bandaríkjanna 1954. f
Guatemala bjó hann með konu að
nafhi Hilda Gadea en hún kynnti
hann fyrir Nico Lopez sem var einn af
herforingjum Fídels Kastrós. Che fór
til Mexíkó með Hildu og Nico og
kynntist þar Kastró, en hann var þar í
útlegð ásamt skæruliðum sínum. Þeg-
ar Kastró hóf svo byltinguna gegn Ful-
gencio Batista, einræðisherra Kúbu,
árin 1956 til 1959 spilaði Che stórt
hlutverk. Che varð bankastjóri lands-
banka Kúbu árið 1960 og iðnaðarráð-
herra ári síðar. Hann yfirgaf Kúbu
hins vegar 1965 og hélt fyrst til Kongó
og þaðan til Bólivíu.
árið 1910 rændi enskur
togari sem var að veiðum í
landhelgi sýslumanni og
hreppstjóra
Barðstrendinga og fluttu
til Englands. Þeir komu
aftur til landsins síðar í
mánuðinum.
Che skrifaði mikið um kommún-
íska byltingu og var úrval helstu rita
hans safnað saman í eina bók árið
1970 undir nafninu Frásögur úr bylt-
ingunni. Árið 1997 fundust líkamsleif-
ar Ches í Bólivíu. Þær vom fluttar til
Kúbu þar sem þeim var komið fyrir í
grafhýsi.
Ur bloggheimum
Ég þoli ekki...
... fólk sem addar manni á msn, t.d.
rosa_babe89@hotmail.com og svo segir
maður, hver er þetta? og^
hún svarar ekki...
þorir bara ekkert
að tala.Til hvers
að adda mér?
...þegar aöfólk
hakarmann.
[Tekinn haldið niðri,
* meðan viðkomandi
þrýstir hökunni I bakið á
þér, I sumum tilvikum I slðuna.] ...Þegar
einhver kemst inn á NFVI.is notenda
manns, þá getur maður orðið þirraður,
þegar að viðkomandi er að senda
busastelpum ógeðistexta undir manns
nafni.
Boði Logason - bodi.mis.is
Myglaðar flatkökur
Langaði svo I mjólk áðan að ég fékk mér
mjólk sem var útrunninn l.oktidag er 5.
Þetta dæmi lýsir
ástandinu á
heimUinu.
Isskápurinn er
tómur,
bananarnir
eru brúnir, ég
sáflatkökurí
gærmeö
grænum
blettum á.... Ég
er viss um að ný
lífverutegund hefur tekið
sér bólfestu I húsinu enda er hreinlega allt
aö mygla. Kannski er ástæðan sú að ég er
búin að vera ein heima 16 daga. Gæti
verið?
Anna Kristín Pálsdóttir -
blog.central.is/akp
Borða ég of hægt?
Fær mann til að spyrja sig hvort aö þetta
sé alheimsvandamál kvenna? almenn
taugaveiklun I pælingum eins og mun
mhann hringja, er hann að hugsa um mig,
efhann er aö hugsa um^
mig hvaö er hann þá Á
að hugsa, ætti ég
að hringja, er ég of J
pushy, á ég ekki að "
sofa hjá honum á
fírsta deiti, á ég að
segja honum hvernig
mér líður, er ég skotin I
honum eða skotin I að vera skotin, fínnst
honum ég meö feit læri, afhverju leiðir
hann mig ekki, afhverju fer ég aldrei og
hitti vini hans, finnst honum tennurnar
mlnar gular, borða ég ofhægt.er hann
bara að plata mig, er hann að hitta aðrar
stelpur, fínnst honum ég skrýtin.. etc etc
etc...the list goes on and on
Sigríöur Dögg Arnarsdóttir -
sigga_dogg.blogspot.com
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum andi stundar.
Slsem skipti fyrir Stöð 2
G. Halldórsson skrifar
Mér finnst Stöð 2 hafa gert
slæm skipti þegar þeir fengu Loga
Bergmann en misstu í staðinn Þór-
hall Gunnarsson. Þótt Logi sé skír-
Lesendur
mæltur hefur maður alltaf á til-
finningunni að hann sé ekkert
voðalega vel inni í því sem hann er
að lesa. En það hafði maður aldrei
á tilfinningunni með Þórhall.
Hann veit alltaf hvað hann syngur
og hefði orðið miklu betri frétta-
þulur heldur en Logi Bergmann,
sem nýtur sín betur í ýmsu öðm.
Aðrir fréttaþulir Stöðvar 2 em
ágætir, þó að Sigmundur Ernir
megi passa sig á „leikrænum til-
þrifum." Bæði Brynhildur
Ólafsdóttir og náttúrlega hún
Edda em frábærar. Mér
finnst að Stöð 2 hefði átt að
fá mann eins og Illuga Jök-
Gottað
ulsson til að lesa fréttirnar en hann
hefur kannski of mikið að gera á
Talstöðinni.
En hvernig væri þá að fá ein-
hvem af eldri kynslóðinni, eins og
Þorstein Gunnarsson leikara?
Hann virðist
vera mest
hættur að
leika. Það
væri gott
mótvægi
við
„æsku-
dýrkun
ina“ sem
tröllríður
öllu. " En
það er
ekki æskufólkið sem hefur mestan
áhuga á fréttum. Það hefur marg-
sinnis komið fram í könnunum.
ma
Tvíbura bragga KallarBjarni
ráðhúsið og telurað það verði
selt eftir næstu kosningar.
151 .
s • - »
|*8
Bjami Valdimarsson á
Njálsgötu:
Nú stefnir allt í að hirðfi'fl
og trúður (sami maðurinn)
verði borgarstjóri Reykjavíkur.
Þá verður unnt að selja Ráð-
húsið fyrir milljarð. Sirkus-
tjaldið í Vatnsmýrinni hentar
mjög vel sem ráðhús enda
mikið ódýrara en tvíbura-
braggarnir. Ekki er stuðning-
urinn af verri endanum. Frír
fyrrverandi forstjóri kol-
krabbans, hvers Baugur stal
öllum peningunum frá. Til að
ekki hallist byrgðin á sjálf-
stæðismerinni er þar líka tón-
tröllskessa sem hefur algjör-
lega eftir áratylft steingleymt
skattmanns (ó ég meinti for-
seta íslands) eignaskattinum
og legsteinagjaldinu. Það er
mikil Guðs gjöf að geta
gleymt.
Strákarnir
flottir
Heiöai hringdi:
Það var einkar ánægjulegt að
sjá landslið íslands spila við Pól-
verja í gær. Fjölmarga fasta menn
vantaði í liðið, og þá erum við ekki
að tala um neina minni spámenn
því sjálfur Eiður Smári, Heiðar
Helguson, Hemmi Hreiðars og
Árni Gautur voru meðan þeirra
sem vantaði. Ég settist því í sófann
fyrir leikinn með engar væntingar.
Vonaði bara að þetta yrði ekki
Lesendur
bara eins og í Parken hérna um
árið. En viti menn. íslendingar
komust yfir og spiluðu á köflum
hreint ágætan leik. Pólverjarnir
máttu hafa sig alla við. Þrátt fyrir
að lokatölur hafi ekki verið okkur
hagstæðar þá lofaði þetta samt
góðu. Þetta sýnir bara og sannar
að landsliðið er meira en bara
Eiður Smári og Hemmi Hreiðars,
þó svo að þeir séu fínir strákar.
Sérstaklega fannst þeir Hannes Þ.
Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen
standa sig vel í sínum fyrsta lands-
leik. Hannes var einn frammi en
náði nú samt að skora mark og
sýndi að mínu mati að hann er
reiðubúinn að spila meðal þeirra
bestu. Hvað Logi ogÁsgeir gera í
kjölfarið er svo aldrei að vita en ég
er alla vega harður á því að Hann-
es á heima í A-landsliðinu, ekki
spuming.
rejfcK v, ;
U
\P • \. ; f
p." » 3jjf ájjtl ' -;N
■ Y,,VlÉk* *‘ ItilliM
3 «5 mBsáLsJímáfESSzF, i
i'úi
fc—' Jfx
Oj
W',
Maöur dagsins
IHjalti mundarMI
1 Garrent byssu.
Fékk heiðursverðlaun frá Frökkum
Það er ekki á hverjum degi sem
fréttist af íslendingum í erlendum
herjum.
„Ég var kominn með skólaleiða af
háu stigi og ákvað að sækja um í hern-
um,“ segir Hjalti Ragnarsson, 22 ára
hermaður í danska hernum:
„Ég byxjaði í þriggja mánaða virki-
lega erfiðri þjálfun þar sem maður er
rifinn niður í drulluna og má hvorki
standa né sitja án þess að fá skipun um
það. Þegar þeirri þjálfun er lokið er
komið að miklu atvinnumannslegri
þjálfun þar sem við erum bókstaflega
þjálfaðir fyrir stríð og sérhæfðir í ein-
hverju. Ég er til dæmis sérþjálfaður í
akstri brynvarðra bifreiða þar sem ég
þarf að kunna á allt sem bfllinn getur,
þ.m.t. allt vopnabúrið. Eftir þessa
þjálfun fékk mín deild að vita að við
hefðum verið besta deildin í 10 ár til að
ljúka þjálfun."
Eftir að hafa verið lífvörður drottn-
ingarinnar í nokkra mánuði tók enn
meiri þjálfun við hjá Hjalta.
„Eftir þjálfunina var ég sendur til
Kosovo sem friðargæsluliði. Þar vorum
við ásamt Frökkum að halda Serbum
og Albönum aðskildum. Ég var í borg-
inni Mitrovitsa þar sem áin Iba rennur
í gegn. öðrum megin eru Serbar og
hinu megin eru Albanir. Maður fann
það greinilega hvað þessir hópar höt-
uðust svakalega. Ég bjóst alltaf við að
uppúr myndi sjóða, en sem betur fer
gerðist það ekki. Þama rétt hjá fund-
um við fjöldagröf og þár þurfti ég að
tryggja öryggi
„Þarno rétt hjá fundum
við fjöldagröf."
þeirra sem unnu við uppgröft. Maður
var tómur innan í sér allan tímann.
Það var svakalega erfitt og maður
hugsar mikið um af hverju svona ger-
ist,“ segir Hjalti.
Eftir sex mánaða dvöl í Kosovo fékk
Hjalti heiðursverðlaun franska hersins
fyTÍr góða samvinnu á tímanum. „Það
var ein af þremur sem ég hef fengið
fyrir allskonar hluti. Til dæmis að
ganga 30 kflómetra í fjalllendi með 20
kg á bakinu og byssu,“ segir Hjalti.
sem Hjalti sótti skóla. 2003 sótti hann um í danska hernum og vaMífvo^