Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 21. OKTÓBER 2005
Fréttir DV
í fyrrakvöld var Lögreglan í Keflavík ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð út.
Pólverjinn Mariusz Robert Krzeminski var þar alblóðugur með Qölda skurða á
vinstri handlegg og var fluttur í skyndi á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hann
gistir nú fangaklefa á lögreglustöðinni í Keflavík.
Steikarhnifur
Sauma þurfti 32 spor
I handlegg Mariusz
eftir að hann skarsig.
[ Fífumói Sc Mariusz bjó
hér ásamt sambýiiskonu
sinni en allarhans eigur
eru nú I vörslu lögreglu.
Árekstur í
ræktinni
Eigandi svartar Toyota-
bifreiðar kom í öngum sín-
um inn á lögreglustöðina í
Keflavík í gær. Hann til-
kynnti að ekið hefði verið
utan í bifreið hans og tjón-
valdur ekið á brott. Atvikið
var honum sérstaklega sárt
þar sem um er að ræða að-
eins tveggja vikna gamla
bifreið. Rispa var á vinstra
afturbretti ofan við hjólið.
ökumaðurinn taldi að ekið
hefði verði á bifreiðina
utan við líkamsræktarstöð-
ina Lífstíl í Keflavík í fyrra-
kvöld.
Brotið á
mannréttind-
um níðings
Maður misnotaði dóttur
sambýliskonu , -
sinnar gróflega
frá því hún var
11 ára þar til
hún náði átján
ára aldri.
Héraðsdómur
í Hafnarfirði
dæmdi hann í
tveggja og
hálfs árs fang-
elsi og Hæstiréttur staðfesti
þann dóm í gær. Jón Stein-
ar Gunnlaugsson skilaði
sératkvæði og vildi sýkna
manninn af hluta brot-
anna. Hann segir að þrátt
fyrir trúverðugleika stúlk-
unnar sé ekki hægt að snúa
sönnunarbyrði við og
leggja á sakborning að
hnekkja framburðinum. Sú
aðstaða svipti sakborning-
inn mannréttindavernd og
þekkist ekki í öðrum brota-
flokkum.
Hannar Ibsen-
sýningu
Guðmundi
Jónssyni arkitekt í
Osló hefur verið
falið að hanna
sýningu um líf og
verk norska leik-
ritaskáldsins Hen-
riks Ibsen. Sýn-
ingin verður opnuð þann
23. maí á næsta ári en þá
verða liðin hundrað ár frá
dauða skáldsins. Sýningin
verður í húsi skáldsins þar
sem Ibsen-safnið hefur ver-
ið undanfarin ár. Leikrit
Henriks Ibsen hafa verið
leikin um allan heim og
haft byltingarkennd áhrif á
leikbókmenntimar, ekki
síst vegna yfirburðaleik-
sviðstækni hans.
V
Fullur Polverji heyrði
raddir og skar sig
Mariusz Robert Krzeminski er pólskur ríkisborgari sem kom
hingað til lands í júní síðastliðnum vegna vinnu. Hann hóf störf
hjá Mótun ehf. í Reykjanesbæ en þar býr systir hans og fjöl-
skylda. Klukkan 22 í fyrrakvöld barst Neyðarlínunni símtal frá
Mariusz þar sem hann óskaði eftir hjálp. Þegar lögregla kom á
staðinn var hann alblóðugur. Mariusz var fluttur í skyndi á Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja þar sem læknar saumuðu 32 spor í
handlegg. Hann var síðan fluttur á lögreglustöðina í Keflavík. Þar
gistir hann nú fangaklefa.
Örvæntingarfullur í símanum
„Schnell! Schnell! Police, schnelir sagði
Mariusz við Neyöarlinuna i fyrrakvöld.
„Ég var mjög hrædd og flúði út,“
segir Barbara Wiktorowicz, sambýlis-
kona Mariusz, sem var með honum í
íbúðinni á miðvikudagskvöld. „Hann
byrjaði að drekka áfengi í fyrrakvöld
og drakk stíft fram eftir kvöldi. Hann
hefur aldrei látið svona áður, þess
vegna var ég svona hrædd. Ég kynntist
honum fyrir dálidu síðan en hann
flutti inn til mín í kjölfarið,“ segir Bar-
bara.
Heyrði raddir
Lögreglan í Keflavík getur ekki gef-
ið neinar upplýsingar um málið að
svo stöddu en lýsing Barböm á atvik-
inu er vægast sagt óhugnanleg. Fyrr
um daginn hafði Mariusz mætt of
seint í vinnuna, eða um hádegi. Hann
vann til klukkan sex og fór síðan heim
og hóf drykkju.
„Þegar hann var orðinn mjög
drukkinn fór hann að tala pólsku út í
loftið. Hann reifst við einhvem í sí-
fellu. Ég vissi ekki við hvem hann var
að rífast vegna þess að ég var sú eina í
íbúðinni fyrir utan hann. Samt var
hann ekki að tala við mig. Honum var
skipað að drekka af einhveijum sem
ég sá ekki. Hann reifst við þessar radd-
ir lengi og sagðist ekki vilja drekka
áfengi en þessar raddir vildu að hann
drykki," segir Barbara.
„Þegar hann var
orðinn mjög drukk-
inn fór hann að tala
pólsku út i loftið."
Á þessum tímapunkti var Bar-
bara orðin skelflngu lostin. Hún
hefur aldrei orðið vitni að öðm eins.
„Ég hef bara séð þetta í kvikmynd-
um, þetta var mjög skrítið." Hún tók
þá ákvörðun að flýja út þar sem hún
var hrædd um líf sitt.
Stuttu eftir að Barbara fór út
heyrðu íbúar Fffumóa hávær öskur.
íbúi sem hafði samband við DV sagð-
ist hafa heyrt í Mariusz öskra nafn
Barböm. Mariusz tók stærsta hnífinn
sem hann fann í eldhússkúffum
heimilisins og hóf að skera sig í hand-
legginn. Blóðið
sprautaðist á veggi og
gólf íbúðarinnar f Fífu-
móa.
Schnell, schnell!
Mariusz hringdi sjálfur á Neyðar-
línuna. Hann talaði þýsku og
öskraði á lögreglu:
„Schnell,
Mariusz óskaði eftirhjálp. Hún fórþvl
með lögreglu að heimili hans.
schnell! Police, schnell!"
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var
stödd á Suðumesjum og var því send
með Lögreglunni í Keflavík á vettvang.
Sérsveitarmenn hófu að banka upp á
hjá íbúum í húsinu, sem sögðu frá
öskrum Mariusz.
Lögreglan fann tvo blóðuga hnífa á
vettvangi sem Mariusz hafði notað við
að skera sig. Stóra eldhúshnífinn
og annan töluvert minni.
Eftir að
lögregla hafði handtekið Mariusz var
farið með hann í flýti á Heilbrigðis-
stofnun Suðumesja þar sem læknar
gerðu að sárum hans.
Vill ekki sjá hann
„Ég vil hvorki tala við hann né
hitta hann aftur," segir Barbara, nú
fýrrverandi sambýliskona Mariusz.
„Ég er búin að pakka niður öllu því
sem hann á og fór með það niður á
lögreglustöð. Síðan ætía ég að skipta
um skrár."
Um þáð hvort hún ætli að flytja úr
íbúðinni eður ei segist hún ekki viss.
„Ég hef velt því fýrir mér, ég veit ekki
hvort ég sel íbúðina og flyt annað."
atli@dv.is
Tók stærsta eldhús-
hnífinn
Á meðan Barbara svipað-
ist um eftir fólki í íbúð-
inni stóð Mariusz við
eldavélina og talaði
pólsku út í loftið.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum i fríi heima
Allt í óvissu hjá Einari
Einar Sigurðsson, einn fyrrver-
andi framkvæmdastjóra Flugleiða og
aðstoðarmaður forstjóra félagsins,
situr nú heima á Seltjamamesi eftir
að hann hvarf frá félaginu.
„Það er um mánuður síðan ég
hætti og ég er að klára sumarfrí sem
ég átti,“ segir Einar Sigurðsson sem
vill sem minnst tjá sig um framtíðar-
áform sín eða þróunina hjá félaginu
eftir að hann hvarf frá störfum.
Einar Sigurðsson réðst til starfa
hjá Flugleiðum sem blaðafulltrúi árið
1989, varð síðar aðstoðarmaður
Hvað liggur á?
Sigurðar Helgasonar, þáverandi for-
stjóra, og undir það síðasta einn af
framkvæmdastjómm félagsins.
,Það sem liggur á er að fá leikmerw í liðið, styrkja liðiö og fara aö byrja að æfa,"segir
Magnús Gylfason, nýráðinn knattspyrnuþjálfari meistaraflokks Vlkings.„Þetta leggst
allt mjög vel ímig og það sem liggur einnig ánúnaeraðráða aðstoöarstúlku á skrif-
stofuna. Það er nóg að gera framundan."
Einar Sigurðsson Hugsar sitt ráð heima á
Nesinu eftir sextán ára starfhjá Flugleiðum.
Hér með eiginkonu sinni Kristínu Ingólfsdótt-
ur háskólarektor.
Á meðan orrahríðin um Flugleiðir
stóð sem hæst og endaði með
mannaskiptum á æðstu stöðum var
eiginkona Einars, Kristín Ingólfsdótt-
ir, kjörin rektor Háskóla íslands.
Bakkaði á gamla
konu
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm
yfir tvítugum dreng sem var í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur sakfelldur fyr-
ir manndráp af gáleysi. Slysið varð á
síðasta ári þegar pilturinn, 19 ára
nemandi í MR, fór ásamt þremur
skólafélögum sínum að sækja ein-
kunnir eftir vorpróf í skólanum.
Þegar pilturinn bakkaði út úr stæði
við Spítalastíg tók hann ekki eftir
gamalli konu aftan við bílinn.
Keyrði á hana og varð að bana. Hér-
aðsdómur dæmdi hann í skilorðs-
bundið fangelsi en Hæstiréttur bæt-
ti við ökuleyfissviptingu í sex mán-
uði.