Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Side 32
32 FÖSTUDACUR 21. OKTÓBER 2005 .*■ Menning DV g§! STYTTIST í fSLENSKAN POTTER Bjartsmenn segja nú styttast í að nýjasta Harry Potter- bókin birtist á íslenslcu en Helga Haraldsdóttir heftrr nú þýtt baki brotnu frá í lokjúlímánaðar. Stefnt er að því að Æ bókin komi í verslanir 12. nóvember en bókin er prentuð í Finnlandi. Bjarts- ’M menn benda aðdáendum bókaflokks- djj . f, ins á að hafa þá varann á. Fyrsta upp- “ lag er prentað í 15 þúsund eintökum ! en fyrri bækur um galdradrenginn f wjmmjFjáM L ' hafa selst samtals í 85 til 90 þúsund í % K ' “ eintökum. LíWegt máþví telja að 100 : :|jf næstu jól. Bjartsmenn lofa kaup- ™ GBSESuZl anda þeirrar bókar óvæntum glaðn- WESfffwfS* ingi sem flnna verður á blaðsíðu 333. hSSmíMimM Verðlaunahafar í Norræna húsinu í tilefni þess að Sjón hlaut Bók- menntaverð- laun Norður- landaráðs í ár býður Nor- ræna húsið til dagskrár sunnudaginn 23. október kl. <«£6. Fimm handhafar bók- menntaverðlaunanna fyrr og nú lesa úr verkum sínum. Fyrsta bók Sjóns, Sýnir, kom út 1978. Hann hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, fimm skáldsögur, skrifað leikrit og sögur fyrir börn. Árið 2001 var hann tilnefndur til Óskars fyrir texta í Dancer in the Dark og 2003 fór hann um England ásamt Brodsky-kvartettinum og flutti verkið Anna and the Moods sem hann samdi ásamt enska tónskáldinu Julian Nott. Það er nú í vinnslu sem teikni- mynd. j. Skáldsaga hans Augu þín sáu mig hefur komið út á Norðurlöndunum, Spáni og í Litháen. Sagan Skugga-Baldur hefur þegar verið gefin út á Norðurlöndum og er væntan- leg í Þýska- landi, Hollandi, á Ítalíu, í Serbíu og Frakklandi. Antti Tuuri, (verð- launl985), les úr Degi í Aust- urbotni. Hann hefur þýtt bæði Egils sögu og Njáls sögu á finnsku og skrifað bók um ísland. Nokkrar sögur hans eru til í þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Sænska skáldkonan Eva Ström fékk verðlaunin 2003 fýrir ljóðabókina Revbensstaderna. Hún er einnig þekkt fyrir skáldsögur og leikritun. Auk þess að lesa úr verðlaunabókinni les Eva úr ljóðabókinni Rött vill bli rött. Kjartan Flogstad, (verðlaun 1978), hefur skrifað á fimmta tug bóka. Hann les úr sögunni Dalen Portland. Kjartan var hér fyrir skömmu á þingi um sögu- legar skáldsögur. Fulltrúi Dana 'ir Dorrit Willum- sen sem fékk verðlaunin 1997 fyrir Bang: Skáldsagan um Herman Bang. Hún hefur vakið athygli fyrir sögulegar skáldsögur og les hún nú úr einni þeirra, Bru- den fra Gent. Einnig verða flutt verk Hauks Tómassonar sem fékk Tónlistarverðlaun Norður- landaráðs 2004. Þau eru Pendúll, einleiksverk fyrir selló, og er það frumflutningur á íslandi. Sigurður Bjarki Gunnarsson leikur. Hitt verkið er Vorhænsn, einleiksverk fyrir klarinett sem Ármann Helga- Sfiin flytur. Dagskráin er í sam- vinnu við NORDBOK og er öll- um opin á meðan húsrúm leyfir. Per Fly Drapið er opn- unarmynd hátíðarinnar en hann kemur hingað til að taka við kvikmynda- verðlaunum Norður- landaráðs. ; ílif IFF - kvikmyndahátíðin stendur fyrir Októberhátíð sem hefst í næstu viku og stendur fram í nóvember. Fyrsta hátíðin sem bar þetta heiti gekk afburða vel: yfir 34 þúsund gestir sóttu sýningar á hátíðinni. ísleifur Þórhallsson er framkvæmdastjóri IFF - Iceland Film Festival ehf. Eva Ström Það var þegar frá upphafi ætlun þeirra fyrir- tækja sem stóðu að IFF að halda eina stóra há- tíð árlega og nokkrar minni á hveiju ári. Fyrstu stóru hátíðinni, Iceland Intemational Film Festival - IIFF2005, var hleypt af stokkunum 7. apríl og stóð hún yfir í þrjár vikur í Reykjavík, Keflavík, á Akureyri og á Selfossi. Áður en yfir lauk höfðu öll met á slíkar hátíðir verið slegin svo um munaði, þvl að hvorki fleiri né færri en 34.000 gestir sóttu hátíðina. Alþjóðlega kvik- | myndahátíðin sem hér var um síðustu mán- | aðamót náði aðeins 12 þúsund gestum að sögn Morgunblaðsins. Grænt Ijós og fleiri Fyrirtæld ísleifs, Græna ljósið, á stóran hlut i IFF með Senu, Samíélaginu og Myndform. ís- leifur hefur rekið Græna Ijósið um nokkurra missera skeið. ísleifur segir fyrirtæki sitt ekki vinna með föstum samningum við tiltekin dreifingarfyrirtæki. Hann kaupi bara það sem hann fOar og haldi að geti gengið á íslandi. Gagnrýni á dreifingaraðila og kvikmynda- húsaeigendur hefur farið hátt i framhaldi af Al- þjóðlegu kvikmyndahátíðinni. Því svarar ísleif- ur svo: „Eins og veruleikinn blasir við mér þá eru óháðar kvikmyndir keyptar af óháðum kvikmyndafyrirtækjum erlendis, sem em ekki líka með Hollywood-myndir. í þessum bransa eins og flestíun öðmm er sérhæfing. Sena, Sam og MFhafa vissulega samninga við mörg þess- ara óháðu fyrirtækja en þeir em ekki neyddir til þess. Ef þeir vildu hætta að taka inn þessar myndir gætu þeir alveg sagt upp þessum samningum og það myndi engin áhrif hafa á samninga um stærri, Hollywood-stúdíómynd- ir." Tök Hollívúdd á íslenskum markaði Hann vill skýra samband íslenskra bíóeig- enda við birgja sína: „Langstærstur hluti þeirra óháðu mynda sem Sam, Sena og MFkaupa er ekki í gegnum fasta samninga, heldur gerður sérsamningur í kringum hveija mynd. Jafrivel þegar um fasta samninga er að ræða er enginn neyddur til neins, menn geta alltaf sagt nei, ef f þeir halda að myndin gangi ekki. í raun er eng- inn neyddur til neins. Menn gefa bara út þær myndir sem þeir ffla og hafa trú á, svo einfalt er það." Hvernig hefur gengið? „Síðastliðin þrjú ár hef ég verið að rembast við að gefa út góðar, öðmvísi, óháðar myndir hvaðanæva að úr heiminum, myndir sem yfir- leitt sigra á stærstu hátíðunum, hljóta Óskar sem besta erlenda myndin, fá frábæra gagnrýni og umtal hérlendis. Ég get ekki kvartað yfir stuðningi þeirra sem reka bíóin, þeir vilja allt fyrir mann gera og em manna fegnastir þegar tekst að draga eldra fólk í bíó því þá er verið að stækka markaðinn. Og það er oft meira upp úr minni, óháðum myndum að hafa, ef þær ganga, heldur en stærri myndum, því stærstur hluti af miðaverði á dæmigerðri stúdíómynd fer beint til USA, að- eins brot af 800 kallinum verður eftir hér heima. Kvikmyndahúsaeigendur hafa því mik- inn hvata til þess að halda óháða markaðnum á lífi." Um eldri kúnna „Mín reynsla er sú síðastliðin þijú ár, að það eina sem ég get kvartað yfir er sú staðreynd að þegar maður býður upp á þessar myndir, sem fjölmargir gera tilkall til, þá einfaldlega láta ís- lendingar ekki sjá sig í bíóunum. Ég held að mörgum myndi blöskra að sjá hvers konar myndir hafa t.d. fengið undir 1500 manns í að- sókn síðastliðin 3 ár og ég ætti kannski bara taka það saman. Þessar myndir eiga á brattann að sæja í kvikmyndahúsum um allan heim. Þessir eldri kúnnar eru núna með heimabíó, plasma, myndvarpa og sína DVD-diska, auk gervihnattadiska, intemets og hvaðeina og það er erfiðara að ná þeim út úr húsi. í Bandaríkjunum em menn byrjaðir að gjör- breyta sumum bíóum til að reyna laða þá að aftur, gera svona sérstök fullorðinslúxusbíó, en það er spurning hvort slíkt gæti nokkurn tímann þrifist hér." Myndirnar á hátíðinni í apríl ,Auk þess vom margar af þeim myndum sem vom í okkar eigu keyptar stuttu fyrir hátíð- ina í apríl, eingöngu vegna þess að við vissum af hátíðinni á næsta leiti og höfðum þar tæki til að koma þeim út. Fyrir mitt leyti má þar nefna myndir eins og Viera Drake og Beyond the Sea og ég veit að svipað var farið með Hotel Rwanda. Það var enginn hérlendis á leiðinni að kaupa þessar myndir stuttu fyrir hátíðina og ef hátíðin hefði ekki verið til staðar, hefðu þær annað hvort ekki komið til íslands eða farið beint á vídeó." Þannig teklur ísleifur að hátíðin auki og bæti fram- boð mynda á markaðnum. Drápið opnunarmynd Síðustu daga hafa bæst við upplýsingar um hvað verði í boði á Októberfesti IFF: Drápið eftir Peter Fly verður opnunarmynd- in og er vel við hæfi, fyrr um daginn tekur leikstjórinn við kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Og Fly verður ekki einn gesta hér. ísleifur leggur áherslu á að stór hluti af þeim myndum sem eru sýndar á hátíðum IFF séu „100% hátíðarmyndir": „Þetta eru myndir sem ég fæ sérstaklega í nafni IFF til að sýna á hátíð og enginn okkar dreifingar- aðila á. í apríl voru til dæmis nokkrir flokkar fullir af slíkum myndum; ísland (eldri ís- lenskar), Troma (þema), Norðurlönd og heimildamyndir. í fljótu bragði held ég að þessir flokkar hafi talið hátt í 30 myndir af þeim 66 sem voru sýndar, þannig að það lætur nærri að sirka helmingur hafi verið í eigu okkar en hinn helmingurinn fenginn sérstaklega á hátíðina." Forsala Sala á pössum í takmörkuðu magni sem veita afslátt og forgang á sýningar Október- fest hefst á morgun í verslun Skífunnar á Laugavegi og á heimasíðunni www.iceland- Filmfestival.is. Handhafar passanna geta tryggt sér miða fram í tímann á sýningar há- tíðarinnar í viðkomandi bíói 25. október, daginn áður en hátíðin hefst. Handhafar MasterCard-korta geta svo tryggt sér passa á undan öllum öðrum frá og með deginum í dag. Isleifur Þórhallsson Framkvæmdastjóri International lceland- ic Film Festival.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.