Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 9

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 9
SlMABLAÐlÐ 5 Enn um stöðuveitingar Um fá mál hefur oftar verið rætt hér í blaðinu, á félagsfundum og vi'Ö símastjórn- ina, en stöðuveitingar, eða öllu heldur aug- lýsingar um lausar stöður. Stjórn F. í. S. þykir ástæða til að Símablaðið geri því máli enn nokkur skil, einkum þó því atriði, hvers vegna svo rík áherzla er lögð á það, af fél. hálfu að lausar stöður sé auglýstar. Lífsbarátta mannsins er m. a. í því fólgin, að gera sig hæfan til að taka að sér meiri og meiri ábyrgðarstörf auk þess sem það er metnaðarmál Hjá stórum fyrirtækjum byrjar fjöldinn allur starfsferil sinn í neðstu, eða neðri tröppunum og við lág laun. Þessir menn hafa allir það markmið, — þeir sem nokkurn metnað eiga, eða sjálfsbjargarviðleitni, ■— að hækka stig af stigi, — gera sig hæfa og verðuga þess, að þeim verði treyst til vanda- samari starfa, sem gera lífsafkomu þeirra betri. Víðast hvar í stórum fyrirtækjum er þessi samkeppni hörð og langvinn. Starfsfólkið margt en trúnaðarstöðurnar fáar. Og þó er það vonin um það, að einhvern tíma komi röðin að honum, sem gefur einstaklingnum þolinmæði til að halda út, — í andlausu og sálardrepandi starfi, — oft þar til hann hefur orðinu starfinu samdauna og beðið tjón á manndómi sínum. Lítum á Simastofnunina, — hið sífellda stríð um hverja hækkunarstöðu, sem losnar eða myndast. Ástæðan er sú, hve fáar hækk- unarstöður eru, samanborið við starfsmanna- fjöldann. Af þeim ástæðum er málið svo viðkvæmt. þjóðarinnar, — allt samahkomið á örlitlu svæði, sem á augnabliki gæti verið lagt í rúst. í augu við þetta verður að horfast nú, og við megum ekki láta okkur vaxa í augum þann kostnað, sem það myndi hafa í för með sér, að fjarlægja flugvöllinn. Aftur á móti verður að teljast að öryggi hafnar- innar sé mál, sem komið er undir því, hve föstum tökum stjórnarvöldin taka það. A. G. Þ. og augu margra svo opin fyrir meðferð þeirra mála, og ef svo væri ekki, þá væri stofnunin illa komin — þá væri það víst, að yfirmönnum hennar hefði tekist starfs- mannavalið á þá lund, að þar væri samsafn manna, er væri lítilla sanda og lítilla sæva. Því undarlegra kemur manni það fyrir sjón- ir, að yfirstjórn stofnunarinnar lítur oft og tíðum á stöðuveitingar innan stofnunarinn- ar, sem mál óviðkomandi félagssamtökunum, eða einstaklingum þeirra. En til hennar verð- ur að gera þær kröfur, að hún skilji það, að undirmenn, jafnvel í lægstu tröppunum, géta átt metnað, blandinn sjálfsbjargarvið- leitni og að ekki má drepa þá eiginleika. En hvað er það þá, sem veldur þeirri tregðu sem er á því að auglýsa stöður, sem margir geta komið til greina þegar i þær er valið ? Það verður ekki skýrt á annan veg en þann, að símastjórnin vilji koma sér hjá þeim óþægindum, sem því kann að fylgja, að gera upp á milli manna. En símastjórnin verður að gera sér það ljóst, að henni er meira hallmælt fyrir það að auglýsa ekki stöður heldur en hitt, hvern hún velur. Menn vilja fá að keppa um stöðurnar, — vilja láta reikna með sér. Menn sætta sig betur við það, að verða undir í samkeppn- inni en vera dæmdir frá henni. Eins og sagt er hér i upphafi þessarar greinar, er þetta mál alltaf að skjóta upp kollinum, og valda tortryggni og leiðindum, og svo verður þar til símastjórnin tekur upp þann sið, að auglýsa undantekningarlaust þær stöður, sem fleiri en einn af starfs- mönnum stofnunarinnar hafa þekkingu og hæfileika til að taka að sér. í þessu sambandi verður ekki hjá því kom- ist að átelja það, að auglýstar hafa verið tvær nýjar hækkunarstöður við ritsímann í Reykjavík og aðrar tvær við Langlínuaf- greiðsluna þar, en aðeins innan hvorrar deildar fyrir sig. Hvers á það starfsfólk utan Reykjavíkur að gjalda, — sem unnið hefur um langan aldur hjá stofnuninni og kann að eiga jafn- mikla kröfu til frama, — með hliðsjón af

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.