Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 6

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 6
2 SlMABLAÐIÐ Víð áramót ÞaÖ þykir orÖin sjálfsögð venja um ára- mót að rifja upp það markverðasta, sem skeð hefur á árinu, þá reynum við að vega og meta hvað unnist hafi í hagsmunamálun- um, og hitt hvað miður hafi farið, þó er ó- gerlegt að gera sliku tæmandi skil í stuttri grein. Það mál sem eðlilega er efst á baugi hjá okkur er launamálið, á því byggist okkar lífsafkoma að mestu leyti, og það er málið sem aldrei verður til lykta leitt. 1 þjóðfélag- inu er nú mikið janvægisleysi og þessi sí- felldu bráðabirgða neyðarúrræði ríkisstjórn- anna skerða afkomu launþeganna jafnt og þétt, og þá einna helzt opinberra starfs- manna, þvi hvar er talað eins oft um knýj- andi sparnað en einmitt i sambandi við rík- isreksturinn, og sá sparnaður byggist venju- lega á því, að hafa laun starfsmannanna á takmörkum þess að þau geti talist lífvæn- leg. Hitt er sjaldnar nefnt að spara með full- komnari hagnýtingu á ríkiskerfinu, en slíkt mætti gera með því að hafa nánara samstarí á milli stjórnenda og starfsfólksins, þannig að því gæfist tækifæri til að koma ýmsum tillögum sínum á framfæri. Einu sinni kom slík hugmynd fram að leyfa starfsmönnun- um, að einhverju leyti, að taka þátt í stjórn og rekstri rikisfyrirtækjanna, en þvi miður var hugmyndin kæfð í fæðingu. Hjá okkur símamönnum var til svokallað símaráð, sem starfaði samkvæmt 25. gr. starfsmanna- reglnanna, en þar segir: „Þegar landssíma- stjóra þykir ástæða til, ber hann undir ráð þetta málefni, er varða starfshætti og fyrir- komulag starfrækslu landssímans, svo og önnur mál, er varða hagsmuni landssímans annars vegar og starfsfólksins hins vegar.“ í ráðinu áttu sæti sjö, þar af tveir frá félag- inu. En því miður er þessi möguleiki ekki lengur til, því símaráðsfundir hafa ekki ver- ið haldnir í mörg ár. í fáum orðum virðist sú skoðun alls ráðandi hjá ríkinu að hafa sem flesta starfsmenn á sultarlaunum, í stað þess að hafa þá færri og greiða þeim sóma- samleg laun og gera þannig stöðurnar eftir- sóknarverðari, og tryggja þannig að í þær veljist ávallt þeir hæfustu starfsmenn, sem völ er á. Heildarsamtök opinberra starfsmanna hafa barizt lengi fyrir því, að núverandi launalög yrðu endurskoðuð, því í þeim er að finna mikið ósamræmi, og fráfarandi ríkisstjórn lofaði að beita sér fyrir því, að þau yrðu endurskoðuð, og skipaði sérstaka nefnd til að vinna að málinu. 1 henni áttu sæti tveir fulltrúar bandalagsins. Þessi nefnd hefur fyrir nokkuru lokið störfum og skilað áliti sínu, en núverandi ríkisstjórn hefur ekki talið tímabært að taka launamálið til af- greiðslu á Alþingi að sinni, þó standa líkur til, að það verði tekið fyrir á næsta ári. Á síðasta bandalagsþingi kom fram talsverð óánægja með nýja launalagafrumvarpið, sérstaklega var deilt á fulltrúa samtakanna sem voru í nefndinni. Sumir gáfu i skyn að þeir hefðu starfað í nefndinni við miðl- ungi góðan orðstír, þeim var legið á hálsi fyrir að hafa ekki fylgt nákvæmlega stefnu fyrri bandalagsþinga í launamálinu, og í öðru að hafa ekki haft nægilega samvinnu við einstök félög innan samtakanna. Hinu var ekki neitað, að þessir fulltrúar okkar þurftu að glíma við vandasamt verkefni. Þar sem þessi óánægja var með frumvarpið, þá kaus bandalagsþingið sérstaka launamála- nefnd, sem á að hafa það hlutverk að fara í gegnum allt launalagafrumvarpið og hafa nána samvinnu við fulltrúa félaganna, enn- fremur að hraða störfum eftir mætti. 1 nýja frumvarpinu eru margar sömu skekkjurnar og áður. Hjá okkur eru t. d. línumenn settir i XII. launaflokk, en þessir starfsmenn ættu vissulega að vera í X. launaflokki eins og t. d. lögregluþjónar, tollverðir og póstmenn o. s. frv., því hver trestir sér til að rök- styðja að starf línumanna sé ábyrgðarminna eða léttara en þessara starfsmanna. Þá eru sendimenn Landssímans settir einum launa- flokki neðar en bréfberar. Þetta er óskiljan- legt, því þessi störf eru alveg hliðstæð. Þá eru símvirkjar og símritarar settir aftur í X. launaflokk, af þessum starfsmönnum er krafist gagnfræðaprófs og 3 til 4 ára sér-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.