Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 11
SÍMABLAÐIÐ 7 \o. 1000 Það má segja, að allur bærinn þekki no iooo. — Póst- og símastofnunin grípur svo inn í dagleg störf, og daglegt líf borgarbúa, að hundruð þeirra þurfa daglega að ná tali af starfsmönnum þessarar stofnunar, og þá er hringt í no. iooo. Hins vegar þurfa starfsmenn hennar að ná tali af fjölda manna úti í bæ, og biðja þá oft afgreiðslustúlkuna við no iooo að leita þeirra og gefa sér samband við þá. Afgreiðslan við þetta borð er ákaflega erfið. Og hún er þess eðlis, að enn meira ríður þar á en annars staðar að afgreiðslu- stúlkurnar sé duglegar, liprar og kurteisar. Við þetta borð hafa nú sömu stúlkurnar afgreitt hátt á annan áratug, og er það meira úthald, en mátt hefði gera ráð fyrir. En hvaða laun hafa nú þessar stúlkur? Sömu laun og talsímakonur fá eftir 6 ára þjónustu. Ef rétt er áhaldið, er starf talsímakon- unnar takmarkað, þannig að það eykst ekki með stækkun stofnunarinnar, eða bæjarins. Aftur á móti eykst afgreiðsla í no. iooo stöðugt og útheimtir meira af afgreiðslu- stúlkunni. Eiga þessar afgreiðslustúlkur því tvímælalaust að vera í hærri launaflokki en þær .eru nú. Er þess að vænta, að símastjórnin leið- rétti það sem allra fyrst. Læknir nokkur var að rannsaka kven- sjúkling mjög nákvæmlega, og sagði síðan brosandi um leið og hann deplaði augunum kankvíslega: „Ég hef góðar fréttir að færa yður, frú Jónsson." — „Afsakið, doctor, ég heiti fröken Jóns- son. „Nú, — einmitt það,“ — svaraði lækn- irinn, og varð nú alvarlegur á svip. —- „Þá hef ég slæmar fréttir að færa yður, — fröken Jónsson.“ Nýr maður, sem eitthvað er óklárt, hvar skuli starfa, bætist í hópinn. Landsfundur verður, samkv. félagslögunum, haldinn næsta sumar. Ekki er enn ákveðið hvar hann verður haldinn. En rétt er að minna félagsmenn á það, að lagabreytingar, sem leggjast eiga fyrir landsfundinn, verða að koma fram á aðalfundi í vetur. Önnur mál, sem félagsmenn óska að þar verði rædd, ætti þeir sem fyrst að senda til félagsstjórnarinnar.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.