Símablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 28

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 28
24 S 1 M A B L AÐIÐ Þórður Jóhannsson Dánarminning Þann i. júní s.l. andaðist hér í bænum ÞórSur Jóhannsson, Laugavegi 92, 72. ára að aldri, og var jar'Ösettur í Reykjavík 7. s. m. Hann var fæddur að Steintóftum í Ása- hreppi í Rangárvallasýslu þann 27. nóv. 1879. Voru foreldrar hans hjónin Jóhann Þorsteinsson og GuÖbj örg Filippusdóttir. Ungur fluttist hann með foreldrum sínum að Litla Ármóti í Árnessýslu og var þar til ársins 1902, að hann fluttist með þeim til Reykjavíkur í húsið nr. 92 við Laugaveg, sem hann átti svo heimili í til dauðadags. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur, stund- aði hann sjómennsku bæði á þilskipum og togurum til ársins 1926, að hann hóf starf sitt hjá Bæjarsíma Reykjavíkur og vann þar óslitið þar til nokkrum dögum fyrir and- enda bar hún ávallt hag þeirra og velferð fyrir brjósti til hinztu stundar. Veikindi sín bar hún með mikilli ró og stillingu, eins og allt hennar dagfar var. Far þú í friði, friður guðs þig blessi: Hafðu þökk fyrir allt og allt. /. Eyvindsson. lát sitt, að hann tók sótt þá sem færði hann til hvíldar. 1 janúar 1914 kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Jóhönnu Eiríksdóttur frá Hamra hól i Holtum. Þau voru systkinabörn, bæði komin af hinni nafnkunnu Bjóluætt, sem er alkunn hér á Suðurlandi. Þau eignuðust 3 börn: Jóhanna gift Snæ- birni Kaldalóns lyfjafræðingi, Sigrún, gift Einari Jónssyni verzlunarmanni, og son sem Jóhann hét, hann dó í Danmörku 23. ára gamall, var útlærður garðyrkjufræðingur og svo vel gefinn að orð var á gjört af þeim sem hann þekktu. Það kann sumum að sýnast svo, að ekki sé mikið að segja um mann sem hafði að ævistarfi búskap, sjómennsku og síma- vinnu, en eftir þá kynningu sem ég hafði af honum sem samstarfsmaður hans um tugi ára, þá finnst mér að hann hafi verið svo mikil fyrirmynd annarra manna í sinni stétt, að um hann mætti rita langt mál, en ég veit líka að hann hefði ekki orðið mér eða öðrum þakklátur fyrir það. Þórður gekk alltaf að starfi sínu með miklum dugnaði, dyggð og trúmennsku svo þar var ekki hægt að komast framar, hann krafðist mest af sjálfum sér og hugsaði um það eitt, að skila sem mestu og beztu starfi á degi hverjum. Hann var dagfarsprúður og fáskiptinn um annarra hagi, mesti reglu- maður, glaður og ræðinn heim að sækja og var heimili hans rómað fyrir myndarskap og gestrisni. Þar voru allir velkomnir og ekki sízt þeir, sem eitthvað voru hjálpar- þurfi og kom því oft fyrir, að yngri og eldri dveldu á heimili þeirra hjóna yfir lengri og skemmri tíma, sem ekki áttu athvarf annars staðar. Þegar hann hóf búskap 1914 tók hann að sér tvo unga drengi, sem kona hans átti af fyrra hjónabandi, og gekk hann þeim í föðurstað tií fullorðins ára. Sjálfur hafðí hann á heimili sínu aldraða foreldra sem þau hjónin önnuðust til æviloka. Þótt heimilið stækkaði og börnunum fjölgaði, var hann alltaf veitandinn, enda hefði honum ekki verið annað að skapi. Eg þakka þér Þórður minn langt og gott samstarf, ég þakka þér einnig starf þitt hjá Bæjarsíma Reykjavíkur undanfarin 24 ár, og vona að honum megi lánast að hafa sem flesta menn þér líka, í þjónustu sinni.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.