Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 16
12 S 1 M A B L AÐIÐ kom í þá daga allt hið bezta og fullkomn- asta. En Danir þeir sem þar áttu hlut aö máli, voru þá svo drenglyndir að ráðleggja heldur að leita til Norðmanna um þessi efni og bentu á, að landslagsins vegna myndi þar fremur trausts að vænta. Þegar leitað var þangað, benti norska símastjórnin hiklaust á Olav Forberg sem heppilegasta manninn í þetta starf. Má m. a. af þessu ráða, hvers trausts hann naut hjá yfirboðurum sínum. í stuttu máli má segja, að verkið hafi gengið að öllu ákjósanlega, enda hafði Forberg haft heppnina með sér í mannavali undirmanna sinna, og þá fyrst og fremst Björnesar heitins. Við línulagningu þessa kvartar Forberg aðallega undan tvennu: lélegum kortum af landinu, þvi þá voru hin vönduðu kort her- foringjaráðsins ekki til. Einna skást taldi hann kort Thoroddsens af íslandi. Eftir einu slíku korti átti hann að leggja línu frá Seyðisfirði til Reykjavíkur á einu stuttu sumri. Ráðherra íslands, Hannes Hafstein, sem var á fundi með Forberg og fl. í Kaupmannahöfn, „... dró rautt strik inn á íslandskortið mitt þar sem hann haði hugs- að sér að línan skyldi liggja", segir Forberg í endurminningum sínum frá þessum dögum. Hitt atriðið var ísingin, þessi landssím- ans forni fjandi og sem veldur hundraða þúsunda króna tjóni á hverju ári. ísing er næstum óþekkt fyrirbrigði i Noregi. Þau hjónin, Olav Forberg og kona hans frú Jenny, eignuðust 7 börn. Eru fjögur þau elstu fædd í Noregi: Tryggvi, Sverrir, Bjarni (bæjarsímastjóri í Reykjavík) og Kári og því allir innfluttir undir fornnor- rænum nöfnum. Hin, sem fædd eru hér á landi, eru: Sigurður, Astrid og Olav. Að síðustu tvær stuttar endurminningar frá samverustundum okkar Forbergs. For- berg þótti strangur húsbóndi og mátti vera það, því hann var jafnan strangur við sjálfan sig. Aldrei man ég þó eftir að þessi yfirmaður minn sýndi mér í neinu óréttlæti eða minnsta vott hroka. Hann var jafnan hinn bezti viðskiptis. — Það bar til, nokkru eftir að ég varð varðstjóri á ritsímanum í Reykjavík, að langvinnar símabilanir (hvort það var sæsímabilun, eða bilun landlína), man ég nú ekki lengur), að Forberg kom inn í ritsímaherbergið og sá hrúgurnar af símskeytastrimlunum, sem nýbyrjað var að senda, og spurði mig hvernig við í Reykja- vík og þeir á Seyðisfirði höguðu störfum. Af einhverjum ástæðum fannst honum ekki rétt að farið og ræddum við þetta fram og aftur, þar til landssímastjóri segir: „De har ret.“ Hversu margir undirmenn hafa á réttu að standa gagnvart yfirmönnum sín- um. Örfáum dögum fyrir andlát Forbergs kom ég inn á skrifstofu hans og það fyrsta sem hann segir var þetta: „Nu er jeg daarlig i dag, Dahlmann.“ Ekki vantaði áhugann á starfinu að sitja þannig á vinnustaðnum sárþjáður, fram til hinztu stundar. Áttum við svo saman nokkrar viðræður, þær síð- ustu hérna megin. Dæmi þessi finnast mér svo fagur vottur um drengskap og réttlæti og hið síðara um karlmennsku, að mér þótti rétt að láta þau fljóta hér með. Mér hafa aldrei getað þau úr minni liðið. N. D. STÖKUR.*) Jón á Stalin játar trú Jón er hress og glaður. Jón er meira en ég og þú: Jón er trúlofaður. S. I. Þú hefur vísu helgað mér og hagmælskuna með því sýnt. Þeir eiga mikið undir sér, sem ekki hafa neinu týnt. E. B. MANNLÝSING. Brattgengur, bumbuvaxinn, með brosið um allan skrokkinn. Hans láglendisvizka að vonum vermir Sjálfstæðisflokkinn. uj. *) Allar þær stökur, sem birtast í blað- inu, eru stolin krækiber, úr ýmsum deildum stofnunarinnar.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.