Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 26

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 26
22 S 1 M A B L A Ð I Ð því árið eftir varð hún bústýra við skóla- búið. Eftir þaÖ var hún nokkur ár rjóma- bússtýra við rjómabúið að Framnesi á Skeið- um og á Baugsstöðum i Flóa. Veturinn 1914 —15 mun hún í fyrsta snn hafa verið við símaafgreiðslu, þá hjá Þorfinni Jónssyni í Tryggvaskála á Selfossi. Var hún síðan við það starf á vetrum, en næstu árin ýmist rjómabússtýra eða ,,í kaupavinnu“ á sumrin. Árið 1924 var hún sjálf skipuð símstjóri á Selfossi, og þegar póstur og sími var sam- einaður þar árið 1935, var hún skipuð síma- og póstafgreiðslukona. Guðmunda var óvenjuleg kona. Með henni er fallin sterk grein af starfsmanna- meiði síma og pósts. Hún var að miklu leyti sjálfmenntuð, en lífsreynsla, athygli og æf- ing í störfum, ásamt meðfæddum mann- kostum og skapfestu, urðu henni dýrmætur skóli, sem hóf hana stöðugt til aukins þroska og aukins manndóms. Að síðustu varð hún einskonar lærifaðir ýmsra annarra til starfa og þroska. Það var meðal annars einkennandi, hve stúlkur þær, sem hún tók sér til samstarfs, reyndust vel þjálfaðar og öruggar i starfi og starfsglaðar. Meðfram kann þar að hafa ráðið nokkru, hve vel hún kunni að velja sér samstarfsmenn, en hitt tel ég þó að hafi valdið meiru, sem sé skapfesta hennar sjálfrar og fordæmi í starfi, er mótaði aðra, enda mátti treysta því, að þeir, sem starfað höfðu undir henn- ar umsjón lengri tíma, væru góðir og ör- uggir starfsmenn. Með ári hverju óx starfið við j>óst og síma á Selfossi. Þegar Guðmunda kom þar fyrst að símanum, var hún ein við af- greiðsluna, en þegar hún lézt, störfuðu þar 6 stúlkur við síma- og póstafgreiðslu auk hennar sjálfrar. Landssímalínurnar út frá stöðinni voru upprunalega 4, en eru nú 26. Á síðari árum hríslast daglega út frá Selfossi allur póstur á nálega hvert býli í allri Árnes- og Rangárvallasýslu. 1924 voru útfarnar símaafgreiðslur frá Selfossi (lang- línusamtöl og skeyti) 4750 en eru nú 31800. Af þessu má ráða, hve þróunin og vöxt- urinn var ör, en Guðmunda óx jafnframt. Vinnuþrek hennar, reglusemi og afköst voru frábær og aldrei skeikaði öryggi hennar í starfi. Fyndist henni línuaðgerð ganga seint eða ef ekki náðist nógu fljótt í að- Ingólfur Matthíasson ó tö(\uarí tjóri. Fæddur 15. september 1903. Dáinn 18. júní 1950. Með íngólfi Matthíassyni er í valinn fall- inn einn reyndasti loftskeytamaður landsins. Hann lauk loftskeytaprófi árið 1925 og starfaði siðan nær óslitið við loftskeytastörf. Var hann um langt skeið loftskeytamaður á skipum ,lengst af á b.v. Belgaum, en kom í þjónustu Landssímans vorið 1937. Hjá gerðarmann, fór hún sjálf, gekk í staura og gerði við. Síðast daginn áður en hún lézt, gerði hún við sima í nálægu húsi. Guðmunda var farsæl og lánsöm kona. Það gat sem sé ekki hjá því farið, að hún yrði vör þess trausts og þeirrar virðingar, sem hún ávann sér bæði hjá samstarfsmönn- um sínum og hjá þeim mikla fjölda manna, sem hún lét þjónustu í té. Þetta traust og þessi virðing var henni umbun fyrir allt það, sem hún lagði á sig. Reyndar var henni starfsemin og skylduræknin svo í blóð bor- in, að í sjálfu starfinu — þótt skyldustarf kallaðist — fann hún yndi og umbun. Hún var perla í keðju opinberra starfsmanna. Guðmundur Hlíðdal.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.