Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 31

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 31
SlMABLAÐlÐ 27 Stjórn F. Í.S á 35 ára afmæli fél. Valdemar Einarsson varaformaður, Brynjólfur Eiríksson, gjaldkeri, Júlíus Pálsson ritari, Andrés G. Þormar, Helga Finnbogadóttir, Steingrínmr Pálsson formaður, Ágústa Jónsdóttir fjármálaritari. meÖ sýnilegt að sá draumur átti langt i land. En á þessu 35. ári F. í. S. hefur tvennt skeÖ í húsnæðismálum þess. Félagið hefur fengiÖ leyfi til aÖ standsetja lítinn sal í litlu húsi, sem stendur á baklóÖ símahúss- ins við Aðalstræti 11, og koma þar upp vísi að litlu félagsheimili. Mjór er mikils vísir má ef til vill segja. Og ekki er ólíklegt, að þessi litla byrjun örfi félagið til stærri átaka, þegar þessi litli kofi verður jafnaður við jörðu, sem verða mun innan tíðar. En samtímis hefur svo það skeð, að skrifstofu- pláss félagsins hefur verið af því tekið í símahúsinu, þar sem miðstöð félagsstarfs- ins hefur jafnan verið, og þarf að vera, — og er nú holað niður í kompu í Birgða- húsinu við Sölvhólsgötu, meðan gamalt járndrasl fyllir þau salarkynni, sem félagið einu sinni vænti að fá til fundarhalda. En þýðingarmikill þáttur í félagsstarfi þessa 35 ára stéttarfélags er lantaður. Húsnæði fyrir stjórnarskrifstofu hefur félagið aldrei óskað eftir að fá í birgða- húsinu. Húsnæði fyrir hana kemúr ekki að tilætluðum notum, um ófyrirsjáanlega framtíð, nema í Landssímahúsinu, þar til félagið hefur eignast sitt eigið hús, — og skapað þar miðstöð félagslífsins. Og að því ber að vinna nú án tafar. Félagið þarf ekki að lifa á bónbjörgum. Það á orðið gilda sjóði, sem ekki verða betur geymdir, félaginu til gagns, en að verja þeim til að koma upp félagsheimili í eigin húsi. Sjóðirnir geta haldið áfram sínu ætl- unarverki eftir sem áður — og þyrfti ekki að láta féð af hendi nema sem lán, til bygg- ingarsjóðs, sem nú þegar er ærið stór orð- inn. Þá ber og að líta á það, að gildi sjóða virðist á þeirri leið, að ekkki sé seinna vænna að gera þá naglfasta. „Mey“-kerling. Yndi og hlýju eykur mér ein ég stálið klappa — að fyrrihluti orðsins er innan gæsalappa. U.J.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.