Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 21

Símablaðið - 01.01.1950, Blaðsíða 21
SlMABLAÐlÐ 17 þaS stóÖ ekki á mér að stíga upp í „Garford- inn“ — sem var fyrsti bíll í eigu Landssím- ans, og átti að flytja okkur að Grund, en þar áttum við að byrja. Þegar til ísafjarSar kom hittum viS Þórhall. Hann tjáSi okkur aS þar væri mikiS verkefni sem biSi okkar og myndi þaS taka nokkra dága aS Ijúka því. Þar hittum við líka FriSbjörn; hann sá um uppsetningu loftskeytastöSvar á Hest- eyri. Sagði hann okkur hvar hann byggi, og aS hann borSaSi i „baslinu“. SagSi hann aS nafniS væri táknrænt. ViS leituSum uppi eina hóteliS á staSnum og fengum aS vera þar fyrir 14 kr. á dag (dagkaupiS var kr. 17). SíSan fórum viS aS leita ,,glaSnings“ þess er áSur getur. Sá sem fyrir okkur var og flokksstjóri var nefndur, var okkar elstur, 25 ára. Hann var hár vexti, herSabreiSur, ljóshærSur, gráeygSur og limaSur vel. Hann var nor- rænn á svip og í skapi, svona undir niSri, en dagfarslega glaSvær og gamansamur, skemmtilegur í viSræSum og fullur af ólg- andi lífsfjöri, kurteis og stimamjúkur, eink- um viS ungar konur, sem oft urSu á vegi okkar. í verkstjórninni var hann blessunar- lega öfgalaus og lét stjórnast meira af félags- lund en drottnunargirni, varS því aldrei á- greiningur um neitt sem gera átti en bróSur- leg eindrægni í hvívetna. ÞaS kom í ljós, þegar viS fórum aS kynna-okkur ástand línunnar uppi á fjalls- hryggnum, aS efni er viS höfSum til viS- gerSarinnar mundi skammt hrökkva. Var þriSji félaginn því sendur til næsta kaup- staSar aS sækja efni, og kemur hann ekki meira viS sögu. Símalínan var í slæmu ástandi. Staurarn- ir hölluSust sitt á hvaS, víralausir, króka- og kúlulausir, raspaðir eins og rekastaurar, vírarnir lágu á jörSinni, kræktir saman á mörgum stöSum, krókar og einangrara- brot lágu á víS og dreif. AuSséS var aS lín- an hafSi oft áSur komist í svipaS ástand. Á svona fjallshryggjum gat stauralína aldrei staðiS ósködduS árlangt. Ising settist á vírana og urSu þeir þá stundum álíka sverir og staurarnir. Stundum snjóaSi línan í kaf, reif þá snjórinn allt meS sér þegar hann seig og klofnuÖu þá staurarnir stund- um eSa brotnuðu niSri viS klakaða jörSina. Nú er búiS aS leggja jarðstreng á verstu staSina. ViS tveir sem eftir urSum, tókum nú til viS aSgerSina. ViS gengum upp og niður staurana eins hratt og örugglega og vönum línumönnum er tamt. Belti og annar öryggisútbúnaður var þá óþekktur, enda duttu menn ofan úr staurum eSa snerust um ökla og hlutust af því stórslys. Nú eru öryggisbelti þekkt, en aldrei notuS þó und- arlegt sé. ÞaS var fariS aS rökkva, er efni okkar þraut. Bundum viS þá saman verkfæri okk- ar og annaS dót og settum á einn staS. SíS- an héldum viS í náttstaS. ViS gengum fram á fjallsbrún og horfSum niSur hlíðina. NiSri í dalnum sáum viS ljós í glugga. KvöldiS var aSdáanlega fagurt. Blásvartir fjalla- tindarnir teigSu sig upp á sólroSinn vestur- himininn og birtust í ótal listrænum skugga- myndum. ViS stóðum og horfSum hugfangn- ir dáliltla stund á yndisleik haustkvöldsins, svo löbbuðum við af staS niÖur hlíSina. ÞaS dimmdi óðum, og eftir því sem nær dró dalbotninum urðu fleiri farartálmar á leið okkar: háir moldarbakkar, lækir, gil og dý. Keldusvín og stelkar spruttu upp und- an fótum okkar og ráku upp ámátlega sker- andi skræki, sem smugu gegnum merg og bein. Dularfullt myrkur grúfSi yfir daln- urn og huldi fyrir okkur gaddavírsgirSingar og aðrar þjóðlegar hindranir, sem settar eru til aS verjast óviðkomandi mönnum og dýr- um. ViS komumst þó aS lokum slysalaust heim á túniS og gengum í hægSum okkar heim að bænum. Flokksstjórinn barði aS dyrum. Eftir stutta stund kom stúlka til dyra, hún var meS ljós í hendi. ViS buðum gott kvöld. Hún tók glaðlega undir. „GetiS þiS lofaS okkur aS vera í nótt?“ spurði flokksstjórinn. Stúlk- an játti því og bauS okkur inn. Fyrir innan hurSina stóð hundur meS skottiS á milli aft- urlappanna og urraÖi. Til hægri voru opnar dyr inn i eldhúsiS; þar voru tveir strákar á gægjum. Roskin kona stóS viS eldavél og bakaSi pönnukökur. Innst í ganginum var stigi uppá svefnloftiS, en til vinstri voru dyr inn í gestastofu. Þar var okkur boðiS inn. Stúlkan bar nú á 1)orS fyrir okkur á- gætan kaldan mat, siSan settist hún á stól viS dyrnar. Ég tók nú til óspilltra málanna við matinn en flokksstjórinn fór sér hægt aS öllu, enda varS hann að halda uppi samræS-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.