Símablaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 19

Símablaðið - 01.01.1950, Qupperneq 19
SlMABLAÐlÐ 15 og mara á atvinnulífinu um allan heim. ÁkvörÖun McCormicks hafði ótrúlega örf- andi áhrif á starfsfólkiÖ. Framleiðslan jókst langt fram úr þeim vonum, sem McCormick hafði gert sér, og auk þess tókst starfs- mönnunum að fyrirbyggja óþarfa eyðslu og sóun hráefnanna. Þrem mánuðum seinna hafði fyrirtækið rétt við, og starfsfólkið fékk aðra launahækkun. En McCormick var ennfremur ljóst að það væri ekki nóg að hækka launin, enda lét hann ekki þar staðar numið. Hann hélt því fram að tíundi hver maður væri gæddur frjóu hugmyndaflugi. Og að hann var á- kveðinn í að ná til allra „skapandi heila“ fyrirtækisins. Næsta skref hans var að velja 17 unga menn úr hópi skrifstofufólksins og tilkynna þeim, að þeir ættu í framtíðinni að mynda nokkurskonar ,,junior“-stjórn innan fyrir- tækisins — að hlutverk þeirra væri að koma með nýjar tillögur og hugmyndir, sem gætu orðið til þess að auka afköst fyrirtækisins og skapað starfsfólkinu betri vinnuskilyrði. Ennfremur sagði hann þeim að allar bæk- ur fyrirtækisins stæðu þeim opnar, og að stjórn þess mundi kappkosta að veita þeim allar þær upplýsingar, sem þeir kynnu að óska eftir, viðvíkjandi rekstri og hag fyrir- tækisins. Og að endingu, að allar fundar- samþykktir þeirra mundu verða lagðar fyr- ir aðal stjórn fyrirtækisins. Eftir að ,,junior“-stjórnin hafði starfað í fimm ár hafði hún sent aðalstjórn fyrir- tækisins 2109 tillögur til úrbóta, sem allar voru framkvæmdar að sex undanskildum. „Junior“-stjórnin tók einnig til meðferð- ar öll deilu- og klögumál starfsfólksins og ávann hún sér fljótt traust starfsmannanna, sem trúnaðaraðili gagnvart aðalstjórn fyr- irtækisins. Þessi tengiliður á milli starfs- fólks og stjórnar varð þess valdandi að flest deilumál urðu leyst með sátt og sam- lyndi. „Junior“-stjórnin fékk samþykkt stundar- fjórðungs vinnuhlé á tveggja stunda fresti með þeim árangri að afköst fyrirtækisins jukust um 9% og seinna samþykkti aðal- stjórnin tillögur hennar um 40 stunda vinnuviku, hærri laun, arð af afrakstri og sj úkratryggingu. Þriðja stjórnin, sem Charles McCormick setti á laggirnar samanstóð af starfsmönn- um úr söludeildum fyrirtækisins. Skömmu seinna myndaðist náin samvinna á milli þessara þriggja hópa, þannig, að þegar fund- ur var haldinn hjá einni stjórninni sendu hinar tvær hvor um sig tvo fulltrúa á fund- inn. Á þennan hátt gátu menn komið hug- myndum sxnum á framfæri án tillits til stöðu þeirra í fyrirtækinu. Með þessari samvinnu hafði tekist að brúa bil það, sem oft vill myndast á milli stjórnar og starfsfólks, og á milii hinna ýmsu deilda stórra fyrirtækja. Nú tók að spyrjast út gengi McCormick & Co. og streymdu þá þangað hundruð verzlunarmanna til þess að kynnast nánar starfsaðferðum fyrirtækisins. Charles Mc- Cormick skrifaði bók, sem hann kallaði „Multiple Management“ og hefur hún verið gefin út í fimm upplögum í Bandaríkjunum einum, auk þess sem hún hefur verið gefin út í Englandi, og einnig verið þýdd á spönsku og frönsku. í dag er vitað um hérumbil 500 fyrirtæki í Bandaríkjunum, Kanada og Englandi, sexn hafa tekið upp starfsaðferðir McCormicks. McCormick & Co. er nú stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Árið 1949 var umsetningin 28 milljónir dollarar. Mestur hluti starfsmannanna eru hluthafar í fyrirtækinu, og arðsútborgun hefur aldrei verið eins há og nú. En þýðingarmesta atrið- ið er að sögn McCormicks það, að í stað óvissu og ósamlyndis hefur skapast innan fyrirtækisins atvinnuöryggi og samvinna. Starfsmenn fyxdrtækisins eru nú 1200 að tölu og hafa þeir auk sumarleyfis með laun- um árlegan arð sem nemur 4—7 vikna kaupi. Starfsfólkið hefur sýnt, að það kann vel að rneta skilning stjórnarinnar á högum þess. I byrjun desember 1945 tilkynnti stjórnin að hún mundi gefa 14 daga frí með laun- um um jólin. Til mikillar undrunar urðu afköst fyi-irtækisins fyrstu þrjár vikurnar eftir jól, sem samsvaraði fimm vikna með- alframleiðslu. Upp frá því hefur 14 daga jólafrí verið gefið árlega án þess að fram- leiðslan hafi beðið nokkurn hnekki við það. Mánaðarlega kallar stjórnin alla starfs- menn fyrirtækisins á fund til þess að gefa þeim skýrslu um rekstur og stefnu fyrir- tækisins á hverjum tíma.

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.