Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Fréttir 0V Glasabarnið Sergio Rodriguez var að vinna á skemmtistaðnum Kapital í júlí 2004 þegar hann kynntist nítján ára stúlku sem hann fór með í veislu. Veislan endaði með því að Sergio réðist að stúlkuni og reyndi að nauðga henni. Hann var á föstu- daginn dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir árásina en fékk í millitíðinni landvist- arleyfi frá Útlendingastofnun þar sem unnusta hans vinnur sem þjónustufulltrúi. „I’m not guilty, talk to my lawyer," sagði Sergio Rodriguez í gær þegar DV náði tali af honum vegna kynferðisbrotadóms sem hann fékk á föstudaginn. Sergio var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að stinga fíngri í leggöng nítján ára stúlku á stiga- palli húss í Reykjavík í fyrrasumar. Hann segist saklaus og ætlar að áfrýja. Atvinnulausar á Vestfjörðum 82 eru á skrá yfir at- vinnulausa á Vestfjörðum. 73 konur en aðeins 9 karlmenn. Þetta kem- ur fram á vef Bæjar- ins Besta. I byrjun október voru 68 konur og 10 karl- menn án atvinnu. Á heima- síðu Svæðisvinnumiðlunar eru auglýst 35 laus störf, flest í sjómennsku. Einnig er óskað eftir starfskrafti í afgreiðslu og ferðaþjón- ustu og við hausaþurrkun, svo dæmi séu nefnd. Foreldrar í stað kennara Það voru ekki kennarar sem tóku á móti nemend- um í Heiðarskóla í Reykja- nesbæ í gær heldur foreldrar. Að því er segir á vefsíðu Reykja- nesbæjar komu kennarar heim úr námsferð frá Minnea- polis snemma í gærmorgun og tóku foreldrar að sér kennslu í öllum árgöngum fyrstu tíma dagsins. Meðal foreldra sem lögðu krafta sína á vógarskálamar var Árni Sigfússon bæjarstjóri. Ekki bámst fregnir af öðm en að foreldrar hafi komist klakklaust frá þessari stuttu „kennslu." Markaösetning ískólum? Eiríkur Jónsson, framkvæmdastjóri Kennarasambandsins. „Það er algerlega út úr kortinu að fyrirtæki markaðsetji sig innan grunnskólanna. Þaö er hæpið á framhaldsskólastigi og útiiokað á grunnskóiastigi. Þareru börn sem eru gjörsam- lega ómótuð og það er ein- hver annarlegur hugsunar- gangur að baki markaðssetn- ingu þar. Börn hafa farið mjög illa út úr markaðssetningu fyr- irtækja á borð viö Símann með himinháum simreikning- um." Sergio Rodriguez er 28 ára og kemur frá Venesúela. Hann fluttist hingað til lands í febrúar árið 2002. í maí það ár giftist hann 19 ára ís- lenskri stúlku sem hann kynntist í Venesúela en stúlkan var þar sem skiptinemi. Sergio og stúlkan skildu hins vegar níu mánuðum eftir brúð- kaup þeirra. Sergio hefur um nokk- urt skeið unnið við standsetningu nýrra bfla hjá Toyota en með því hefur hann unnið svart á hinum ýmsu skemmtistöðum í borginni. Hann býr nú með tvítugri stúlku sem ber barn hans undir belti. Vann sem glasabarn í júlí 2004 var Sergio Rodriguez í aukavinnu á skemmtistaðnum Kapital í Hafnarstræti. Hann vann svart, kvöld og nætur við að safna saman glösum. Föstudagskvöldið 23. júlí fór nítján ára stúlka á staðinn ásamt vinkonum sínum. Sergio var að vinna þetta kvöld, kom auga á stúlkuna og byrjaði að tala við hana. Þegar vaktinni var lokið fór Sergio ásamt stúlkunni og nokkrum vinum í partí skammt frá Kapital. Kleip fast í liminn Eftir að Sergio hafði verið vísað úr eftirpartíinu fyrir að hafa lagst til svefns í einu svefnherbergja íbúðar- innar gekk stúlkan með honum fram á stigapall. Þar ræddi hún örstutt við hann en ætlaði síðan aftur inn í partíið. Þá reif Sergio í stúlkuna, þrýsti henni upp við vegg og tróð hendi sinni ofan í buxur hennar. Stúlkan barðist á móti og náði að stökkva Sergio á.flótta eftir að hún kleip fast í lim hans. Sergio var því dæmdur fýrir nauðgun þrátt fyrir að hafa ekki haft samræði við stúlkuna í eiginlegri merkingu þess orðs. í almennum hegningarlögum segir hins vegar að hver sem með ofbeldi eða hótun um ofbeldi þröngvi manni til holdlegs samræðis eða annarra kynferðis- maka skuli sæta fangelsi. Því skiptir engu hvort holdlegt samræði hafi átt sér stað eður ei og átján mánaða fangelsi niðurstaðan. Neitar öllu Við meðferð málsins í Héraðs- dómi Reykjavíkur neitaði Sergio staðfastlega sök. Hann bar að stúlk- an hafi í fyrstu verið samþykk þvf sem átti sér stað en skyndilega hætt við. Það þótti dómara ekki trúverð- ugar útskýringar því af buxum stúlk- unnar mátti ráða að talsverðu afli hefði verið beitt til að rífa þær og því ólíklegt að það sem átti sér stað hafi verið með samþykki stúlkunnar. Fékk landvistarleyfi þrátt fyrir kæru Sergio Rodriguez fékk nýlega út- hlutað landvistarleyfi frá Útlend- ingastofnun. Það var gert í kjölfar þess að í febrúar 2005 hafði hann haft dvalarleyfi hér í þrjú ár. Það að nauðgunarmál tengt honum væri í rannsókn hjá lögreglu hafði ekki áhrif á útgáfú landvistarleyfisins frá Útlendingastofnun. Unnusta Sergio er þjónustufulltrúi hjá Út- lendingastofnun. Aðspurð hvort það hefði skipt máli við útgáfu Íandvistarleyfísins svaraði hún: „Ég hef ekkert með útgáfu landvistar- leyfa að gera." Hún hafði heyrt af dómi unnusta síns sem hún á von á barni með en segist styðja við bakið á honum. „Allur sannleikurinn er ekki kominn fram,“ sagði unnustan að lokum. andri@dv.is Óvæntur gestur dúkkaði upp í fjölskylduveislu í Hafnarfirði Hann segir / Hún segir „Mér finnst gott mál effyrir- tæki fara i skólana tilþess að kynna starfsemi sína og rekst- ur því að krakkar þurfa að kynnast fyrirtækjarekstri og starfsemi fyrirtækja. En mér finnst ekki við hæfí að fyrir- tæki reyni að selja vöru sína innan skólanna. Mér fínnst hvorki grunn- né framhalds- skóla réttur vettvangur til þess að markaðsetja vörur og ungt fólk á að fá frl frá slíku þegar það er í skólanum." Katrfn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Lýsis. Fengu froskfrá Hagkaupum í kaupauka Fjölskyldu úr Hafnarfirði brá heldur betur í brún eftir innkaupa- leiðangur í Hagkaupum um síðustu helgi. Meðal annars hafði fjölskyldan keypt tilbúið grænmetissalat frá Holiandi. Þegar húsmóðirin var að þrífa salatið fyrir veislu sem stóð fyrir dyrum birtist óvæntur gestur: Sprelllifandi froskur stökk úr græn- metispokanum. Fjölskyldan í Hafnarfirði er ekki reið Hagkaupum. Hún vill bara fá salatið endurgreitt en annars er hún ánægð með nýja fjölskyldu- meðliminn. Fyrir eiga þau páfa- gauk. Froskurinn hefur verið í baðkari fjölskyldunnar frá því á laugardaginn og unir sér vel. Hann borðar orma og virðist heilsu- hraustur. Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaupa, hefur ekki heyrt að þetta hafi komið fyrir áður: „Það hafa kannski komið að- rænt græn- meti í dag en þá er minna um að verið sé að eitra það. Græn- metið er týnt Gunnar Ingi Sigurðs- af akrinum, s°n Framkvæmdastjóri pakkað niður Hagkaupa segir froskinn n • * vera sannkallaðan Og flogið kaupauka hingað. Það er í raun komið í búðina á innan við sólarhring," segir Gunnar Ingi. „Annars var þetta skemmtilegt at- vik að sögn fjölskyldunnar en frosk- ar eru jákvæðar týpur þannig að þetta var sannkallaður kaupauki." Bárður Marteinn Nfelsson, inn- kaupastjóri hjá Banönum ehf. sem skotahlutir með salatinu en aldrei svona dýr. Það er orðið mikið um líf- Froskurinn í grænmetispokanum Honum hefur ekki verið gefið nafn en hver veit nema að fjölskyldan kalli hann Kaupauka. flytja inn grænmetið, segir að það komi fyrir að einhver dýr slæðist með: „Það eru allir að berjast á móti því að notuð séu eiturefni og annað slíkt en þá kemur það á móti að verur sem þessar lifa betur af. Þetta gerist ekki oft en ég man eftir því að einhver könguló hafi komið með jarðarberjum. En samt sem áður, miðað við magnið sem flutt er inn af lffrænu grænmeti, þá er þetta af- skaplega sjaldgæft." atH@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.