Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Síða 23
DfV Sálin MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 23 Aðstandendur sjúklinga í vanda Aðstandendur Þurfa líka aðstoð. Mikilvægt er fyrir maka og for- eldra krabbameinssjúklinga að leita sér sálffæðilegrar hjálpar. Um- hyggja og aðstoð við sjúkling er afar orkufrek og samkvæmt nýrri banda- rískri rannsókn gæ'ti hún jafnvel stytt lífið. Þeir sem hugsa um veikan einstakling þurfa oft að hætta í vinn- unni og hafa því minna á milli hand- anna. í rannsókinni kom fram að allt of fáir leituðu sér hjálpar en að- standendumir vom upp til hópa allt of stressaðir, fullir af óraunhæfum kvíða eða þjáðust af þunglyndi. m Bírkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Ö BETUSAN Ólafía Ragnarsdóttir og Eyjólfur Magnússon Scheving standa fyrir nýjum sjálfs- styrktarhóp fyrir alla sem líður illa. Ólafía segir samfélagið í Reykjavík afar firrt, allir séu í sínu horni og hugsi ekkert um náungann. Það sé hins vegar leið út úr öllum ógöngum. „Ég held að það séu ofsalega margir úti í samfélaginu sem líður illa en geta ekkert leitað," segir Ólafía Ragnarsdóttir sem hefur ásamt fleirum stofnað sjálfsstyrkt- arhópinn og líknarsamtökin Höndina. Hópurinn mun hittast í fyrsta skiptið næsta þriðjudag, þann 8. nóvember í Áskirkju. „Til okkar verða allir velkomn- ir,“ segir Ólafía og bætir við að sama sé hvort um andleg eða lík- amlega vanlíðan sé að ræða. „Fé- lagsskapurinn verður ekki bundinn við ákveðið vandamál heldur getur hver sem er sem líður illa eða hefur áhuga á samræðum um fólk og til- finningar mætt til okkar.“ Geðræn vandamál frá ung- lingsárum Asamt Ólafíu er Eyjólfur Magn- ússon Scheving forsprakki Hand- arinnar en hann er lærður atferlis- fræðingur. „Eyjólfur er móðurskip- ið í þessu og mun stjórna fundun- um,“ segir Ólafía og bætir við að hún hafi átt við geðræn vandamál að stríða allt frá unglingsárunum og að Eyjólur hafi hjálpað henni mikið en Ólaffa er orðin nokkurn veginn frísk í dag. Lífsgæðakapphlaupið alls- ráðandi „Ég veit alveg hvernig það er að einangrast vegna sjúkdómsins og upplifa mikinn einmanaleika. I rauninni held ég að eini tilgangur- inn með vanlíðaninni sé að geta orðið einhverjum öðrum að liði og þannig nýtt reynslu sína til að hjálpa öðrum sem eru að ganga í gegnum það sama. Samfélagið hér í Reykjavík er orðið afar flrrt. Hér er hver í sínu horni á meðan þeir veikburða, eins og fíklar og geð- sjúkir, verða einfaldlega undir. Peningahyggjar er orðin svo mikil, það gengur allt út á að ota sínum tota og koma sér áfram í lífsgæða- kapphlaupinu. Þeir sem ekki geta tekið þátt verða einfaldlega undir og gleymast. Það er hins vegar til leið út úr öllum ógöngum til góðrar líðanar," segir Ólafía að lokum. indiana@dv.is mana- leika." inn ein- veit al veg hvernig það erað einangrast vegna sjúk- dómsins og upplifa mik■ Eftirfarandi atriði eru möguleg varúð- armerki um sjálfs- vígshuganir. Varúðar- merki sjálfsvígs - Stórfelld persónuleikabreyti .ig - Samskiptaerfiðleikar við nána vini, foreldra og aðra ættingja - Leiði eða þunglyndi ásamt minni matarlyst, svefnvandamálum, orku- leysi og einbeitingarleysi. - Mikill kvíði og hræðsla - Vandamál í skólanum - Stórfelld heilsuvandamál - Verkir og særindi sem hafa enga skýringu - Uppreisnargirni, ofbeldi, pirringur og eyðileggingarhvöt - Óþrifnaður - Áfengis- og fíkniefnanotkun - Aukinn áhugi á dauðanum - Dýrmætir og persónulegir munir gefnir eða seldir Börn upplifa sorg þegar þau ganga í gegnum miklar breyting- ar. Áður en þau jafna sig ganga þau í gegnum fimm stig af sorginni. 5 stig sorgar barna 1. Afneitun/áfaU Á þessu stigi stendur barnið frammi fyrir miklum sársauka og neitar annað hvort að viðurkenna að hinn sári atburður hafi gerst eða leit- ar að sársaukaminni útskýringu. Dæmi: Bamið heldur að einhver sem lést hafi farið í frí en muni snúa aftur innan skamms. 2. Reiði Þegar barnið kemst yfir afneitun- ina og er farið að trúa því sem gerðist hellist oft reiðin yfir það. „Af hverju ég,“ verður algeng spurning. Bamið getur orðið afbrýðisamt út í aðra sem eru ekki að ganga í gegnum erfið- leika. Ef ekki er tekið á málunum á réttan hátt getur reiðin fylgt barninu allt lífið, sem ótti um að fólk yfirgefi það og pirringur yfir hversu ósann- gjarn og óöruggur heimurinn sé. 3. Samningsgerð Á þessu stigi fer barnið að kenna sér um aðstæðurnar. Það sannfærir sig til dæmis um að ef það væri betra barn hefði atburðurinn ekki gerst. Barnið reynir ef til vill að gera samn- ing við Guð um að ef hann tekur at- burðinn til baka lofi það að vera þægt og gott. 4. Vonleysi Á þessu stigi upplifir barnið leiða og vonleysi. Þótt það sé afar erfitt fyrir foreldra að fylgjast með barninu á þessu stigi er það nauðsynlegt fýrir barnið til að geta jafnað sig. Ef sjálfs- vígshugsanir koma fram skal leita hjálpar fagfólk undireins. 5. Viðurkenning Smám saman er barnið búið að meðtaka það sem gerst hefur. Það gerir sér grein fyrir að lífið mun halda áfram þótt það verði aldrei eins. Á þessu stigi mun barnið verða það sjálft aftur og ætti að taka upp fyrri lífsstíl. Meiða sig viljandi _ m m í könnun á 875 barnaskóla- nemendum í Bandaríkjunum kom í ljós að einn af hverjum fjórum börnum meiddi sig vilj- andi þegar það upplifði álag og stress. Krakkarnir, sem eru á aldrinum 9 til 13 ára, viður- kenndu að hafa barið höfði sínu í vegg eða klipið sig mjög fast. „Börnin eru að upplifa mikið álag og vita ekki hvernig þau eiga að taka á málunum. Þau þekkja hins vegar líkamlegan sársauka," seg- ir dr. D’Arcy Lyness. Það sem oft- ast virtist valda stressinu var skólinn, einkunnir, heimanámið, einelti, umgengni við systkini og ástandið á heimilinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.