Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Síða 25
UV Útivist & ferðalög MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 25 Hættulegast í Westminster Þeir sem eru á leiðinni til Bret- lands ættu að passa sig ef þeir heimsækja Westminster þar sem flest dauðaslys í umferð Englands verða þar. í nýrri könnun kemur fram að af hverjum hundrað þús- und mönnum í Westminster dóu eða slösuðust alvarlega 176 manns og 1.114 slösuðust lítillega. Örugg- V asta hverfið í London er Suður- Tyneside en þar af dóu 24 af hverj- um 100 þúsund. North Yorkshire, Warwickshire og Lincolnshire eru öll afar hættuleg svæði ef marka má rannsóknina. Leicest- er, Knowsley, Oldham og Torbay eru hins vegar þau öruggusm. Westminster Umferðin hættu- legust þar í borg. Kaupmannahöfn heillaði mig strax „Maður hefur nú ferðast slatta og mér þykir erfitt að velja á milli Kaup- mannahafnar og New York borgar en ég verð samt að segja Köben," seg- ir tónlistarmaðurinn Hanni Bachmann. „Kaupmannahöfn heillaði mig strax og ég hef heimsótt borgina mjög oft. Bara á síðustu þrem- ur mánuðum hef ég farið þangað tvisvar enda eru skemmtistaðirnir þarna góðir, andinn er góður og fólkið æðislegt. Danmörk er í heild sinni alveg frábær en ég hef fullt af liði úti, bæði íslendingum og Dönum, og flytja þangað ef ég væri á leiðinni héðan." i ppáhaWs horgin m»n Rúnar Öli Karlsson fjall- göngukappi hefur klifraö í Ölpunum, í liæsta fjalli Perú og á Grænlandi. Rúnar Óli er mest s. spenntur fyrir tjöllum sem ** ' aldrei hafa veriö -- klifin en stefnir þó á aö Himala- - » *3L> < rssr o-i g C C «j.s t3 S P s ^CQ tíðinni, DV fékk að skoða „Ég fékk áhugann í gegnum starf mitt í skátunum um tólf ára aldur- inn og seinna þegar ég gekk í Hjálp- arsveit skáta og hef verið viðloðandi fjallamennsku síðan," segir Rúnar Oli Karlsson Qallgöngukappi á ísa- flrði og bætir við að það sé mismun- andi hvaða aðferð fólk noti til að hlaða batteríin. „Sumum finnst gaman að spila golf, aðrir fara í sund eða gönguferðir og enn aðrir klifra gon." ur. f Ölpunum Klettaklif- ur i Ölpunum sl. sumar. Fjölskyldumaður frekar en spennufíkill Rúnar Óli segist þó ekki vera sér- staklega mikill spennuflkiU, hann sé aðeins venjulegur fjölskyldumaður. „Ég hef alltaf haft áhuga á hvers konar útivist. Vinur minn sagði eitt sinn að það væri ekki vert að stunda áhugamál eða fþróttir þar sem ekki væri nauðsynlegt að nota hjálm og hef ég verið nokkur trúr þeirri heim- speki. í fjallaklifri verður maður að sjálfsögðu að fara varlega. Mesta hættan reynist oft vera gagnvart snjóflóðum, ís- eða grjóthruni en ef maður metur stöðuna rétt hveiju sinni, er hægt að hafa nokkuð gott vald á þeirri áhættu sem maður tek- Spenntur fyrir Himalaja Rúnar Óli hefur heimsótt hin ýmsu fjöll. Hann hefur meðal ann- ars klifrað f ölpunum, Perú og á Grænlandi. Aðspurður segist hann lítinn áhuga hafa á Everest þó að fjallið sé það hæsta í heimi. „Minn metoaður liggur frekar í fjöllum sem eru utan alfaraleiðar," segir hann og bætir við að hann sé afar spenntur fyrir Grænlandi. „Þar eru mörg fjöll sem aldrei hafa verið klif- in eða jaflivel nefnd og þar er hægt Skíði á Græn- landi Sól, snjór og endalausar brekk- ur á Grænlandi. að finna góða tinda til að skíða nið- ur. Mig langar þó alltaf í Himala- jafjölhn og það ætla ég að gera fyrr en síðar. Þangað er sífellt auðveld- ara að ferðast þó að gjöldin til að klifra a.m.k. ákveðna tinda séu alltaf að hækka. Eins er nóg að verkefnum hér í næsta nágrenni ísaijarðar þar sem ég bý, bæði skíðaleiðir sem aldrei hafa verið skíðaðar og ísleið- ir." Tekist á við náttúruna Þegar Rúnar Óli er spurður hvað það sé sem fái hann til að klífa fjöll í allra veðra vindum svarar hann: „Það er góð spuming. Ætli það sé ekki áreynslan og sú tilfínning að koma heim eftir góðan dag með fé- lögunum, sáttur við sjálfan sig eftir að hafa tekist á við náttúruna í sinni mildustu og sinni hörðustu rnynd." indiana@dv.is Bahamaeyjar Bahamaeyjar eru röð af eyjum í Karíbahafinu. Arawak-indjánar bjuggu á eyjunum þegar Kristófer Kólumbus steig á jörð í San Salvador árið 1492. Bretar settust að á eyjunum 1647 og gerðu þær að nýlendu 1783. Bahamaeyjar fengu sjálfstæði ffá Bretum 1973 og hafa síðan blómstrað með hjálp ferðamennsku og alþjóð- legrar bankastarfsemi. Vegna legu eyjanna eru þær tilvalinn staður fýrir eiturlyfjasmyglara að athafna sig svo þeir geti komið dópinu áffam til Bandaríkjanna. STAÐSETNING: í Karíbahafinu. STÆRÐ: 13.940 ferkflómetrar. HÆSTI PUNKTUR YFIR SJÁVAR- MÁLI: Alvernia á Cat-eyju er 63 m. NÁTTÚRUÓGNIR: Fellibylir og aðrir hitabeltisstormar valda miklum flóðum og eyðileggingu. ÍBÚAFJÖLDI: 301.790 manns. LÍFSLÍKUR: 65,54 ár. TRÚARBRÖGÐ: Baptistar 35,4%, kaþólikkar 13,5%, meþódistar 4,2%. TUNGUMÁL: Enska er opinbert tungumál en innflytjendur frá Haftí tala creole. LÆSL 96% þeirra sem eru eldri en 15 ára geta lesið og skrifað. ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN: 10. júlí. ráð fyrir flughrædda 1. Ekki fela þig. Segðu flugfreyjunni frá ótta þínum um leið og þú stígur um borð og segðu þeim sem situr við hlið þér lflca ffá flughræðslunni. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Það er betra að fá stuðning en að þjást í hljóði. 2. Hugsaðu um hristinginn eins og ójafnan veg. Ekki berjast gegn hon- um, leyfðu líkamanum að hreyfast með hreyfíngum vélarinnar. 3. Reyndu að fá sæti sem næst flug- mannsklefanum. Hristingurinn er oftast mun meiri eftir því sem þú sit- ur aftar í vélinni. Ekki reyna að lækna flughræðsluna með löngu flugi. Fljúgðu stuttar leiðir í einu og helst í sem stærstum flugvélum. 4. Dreifðu huganum. Reyndu að komast inn í myndina sem verið er að sýna, lestu bók eða leystu kross- gátu. Reyndu allt til að halda þér frá hugsunum um hrap og dauða. 5. Leitaðu þér hjálpar. Farðu á nám- skeið. 6. Forðastu kaffi og drykki sem inni- halda koffein þar sem það eykur að- eins á stressið. Passaðu þig að drekka nóg af vatni því ofþomun eykur á hræðsluferlið. Fáðu þér eitt vínglas. 7. Hlustaðu á rólega tónlist. Settu heyrnartólin í eymn til að útiloka að ímyndunaraflið búi til hljóð sem eru einfaldlega ekki til staðar eða em al- gjörlega eðlileg. 8. Klíptu þig reglulega. Þegar vélin byrjar að hristast og óttinn hleðst upp skaltu klípa þig fast. Sársaukinn tengir þig við raunvemleikann og lætur þig gleyma hristingnum. 9. Forðastu harmsögur. Ekki drekka í þig fréttir um flugslys. Forðastu of nákvæmar útskýringar. 10. Dragðu andann eins djúpt og þú getur og mundu að ælupokinn er flnn við oföndun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.