Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst LAUQARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 3 Spurning dagsins Kaupir þú jólagjafir í erlendum netverslunum? Kaupi hluta erlendis „Nei, ég kaupi samt hluta afjólagjöfunum er- lendis." Karl West tryggingaráðgjafi. „Nei,en ■ f ‘ ég keypti nokk- ) ar í Bandaríkj- i unum ísumar sm * j og svo bý ég til slatta." Kari Ólafs- i | dóttir sér- kennari. „Nei, ég reikna ekki með því en ég kaupi örugg- lega eitthvað i Bandaríkjun- um." Sigurjón Björnsson nemi. „Nei, en ég er búin að kaupa nokkrar eriendis." Birna Norð- dahl nemi. „Nei en ég er búinn að kaupa ftestar jólagjafirnar í London." Lúðvík Ásgeirs- son, starfsmað- ur OgVoda- fone. y íslendingar fara unnvörpum til útlanda að kaupa jólagjafir fyrir lágan dollar. En eru einþverjirsem sitja heima og kaupa á netinu? Útgerðarmenn í stríði við þjóðina daqsin; Nokkrir útgerðar- menn hafa verið með heitstrengingar um málshöfðun fyrir dómstólum til þess að fá viðurkenndan eignar- rétt sinn á nýtingu fiskistofnanna við ís- land. Það eru miklir fjárhagslegir hags- munir í húfi. Verðlag á veiðiheim- ildum, sei útgerðarmenn sjálfir hafa ákvarðað með viðskiptum sín- um, er um þessar mund- ir þannig, að ætla má að heildar- verðmætið gæti verið 400 - 500 milljarðar króna. Skautað hjá aðalatriðinu Málið var að auki tekið upp á nýaf- stöðnu þingi LÍU og lögmaður feng- inn til þess að stíga fram og játa eignarhald útgerðar- mannanna. Ég verð segja að ég hef séð vand- aðri álitsgerðir og þessi er að minu mati frekar safn hugleið- inga og fullyrðinga utan um fyr- irframgefna skoðun. Það er algerlega skautað fram- hjá aðalatriðinu. Meginreglan í lögunum um stjórn fiskveiða er að veiðar eru öllum frjálsar nema þær séu takmarkaðar til þess að vernda stofnana. Úthlut- un veiðiheimilda er aðferð til þess að koma takmörkuninni á. Frelsið er meginreglan en ekki skömmtunin. Það kemur skýrt fram í 7. grein laganna, en þar stendur að „veiðar á þeim tegundum sjáv- ardýra, sem ekki sæta takmörk- un á leyfilegum heildarafla skv. 3. gr., eru frjálsar öllum þeim skipum, sem leyfi fá til veiða í atvinnuskyni" og í 3. grein kem- Kristinn H. Gunnarsson þingmaður ritar á kristinn.is Hallgrímur Helgason skrifar um tilgangsleysi stríðs og blóðugar af- leiðingar þess fyrir þá sem heyja stríðið og þá sem styðja það. Afmeyjun Islands i var Við erum víst enn í stríði. Við vorum búin að gleyma því en við erum enn í stríði: Þátttakendur í einu gamaldags og hryllingstrylltu innrásarstríði sem aldrei mun ljúka, því enginn nemur annars land og heldur því í friði. (Nema það land sé ísland.) Tveimur og hálfu ári eftir innrásina í Irak eru engar líkur á friði þar á bæ. Bara á meðan ég skrifaði þennan pistil féllu sex menn við Bagdad. Ég man hve maður varð hissa þegar fyrst heyrðist um ráðagerðir Bússmanna að æða inn í írak. Maður skildi það ekki. Til hvers? Hvað er málið? Til að búa til fleiri hryðju- verkamenn? Rökin komu langt utan af hægri kantinum: Jú, Saddam er stórhættulegur. Hann er Hitler okkar tíma. Með efnavopn sín og kjamavopn verður hann ógnvaldur mannkyns. „Betra að kæfa ógnina í fæð ingu, áður en hún verður of stór til að ráða við,“ hét það hjá Tony Blair. Eftir að hafa heyrt þann söng sjö hundruð sinnum maður næstum því farinn að kinka kolli. Nokkrum tugum þúsunda mannslífa (með öllum sínum skírnarveislum, brúðkaupum og bameign- um) síðar emm við engu bættari. Saddam átti engin vopn og var engin alvöm ógn. Ótt- inn við hryðjuverk lónar undir lífum okkar sem aldrei fyiT. Einu verulegu afleiðingar stríðsins em þær að múslímski heimurinn er. reiðari en áður og Bandaríkin hafa hrapað í áliti upplýsta heims- ins. Rétt eins og okkar eigin ráðamenn. Þeir vom hafðir að fi'flum. Rétt eins og þeir höfðu okkur. Halldór og Davíð kunnu ekkert að fara í stríð. íslenskir ráðherrar höfðu afdrei fyrr staðið í slíku. Ákvörðunin var tekin frammi á gangi í Stjórnarráðinu. í tveggja manna tali. Og það gleymdist að láta alla vita. Ríkisstjórnina, þingflokkana, alþingi og þjóðina. Kannski vegna þess að hún á engan her. Við eigum engan her en fómm samt stríð. Við fréttum það á CNN. Sátum kyrr á sama stað en vomm samt að berjast. Og allt var það gert til , jjStríðs- ui Aanskinn er hi«ðugur aðu* en er kustað. bir a^t1ð?enn 1 stnði slktr Vil hvfr annars œkiit. vio getum pirin* lenc^ur borið við sak 'æsssíöS' dor og Davíð af- meyjuðu Is land. “ að styggja ekki Kanann. í þeirri von að hann færi ekki með herinn burt frá Keflavík. Þegar íslensk samninga- nefnd stormar nú út af viðræðufundi í Washington um framhaldsvem vamarliðsins er hún svikin kona. Hún hafði lagt það á sig að sverta mann- orð sitt í þeirri von að fá að liggja áfram undir stóra bróður en er nú sagt upp í staðinn. Uppi standa ráðamenn okkar sem enn meiri böm en áður. Þeir létu plata sig út í stríð á lognum forsendum í veikri von um umbun við enda gangsins. En nú hefur hún verið svikin líka. Og landið svo endanlega tekið í rass með lendingum draugavéla fullum af pyntingarföngum. Bush á leið í sögubækurnar við hlið þeirra kollega sinna sem einnig ráku leynilegar fangábúðir. Stríðshanskinn er blóðugur áður en honum er kastað. Og bandamenn í stríði bera ætíð hver annars sakir. Við getum ekki lengur borið við sakleysi okkar því það er ekki lengur til. Halldór og Davíð afmeyj- uðu fsland. Auðvitað getur landið ekki staðið vamarlaust, en þjóð sem ekki hefur sjálfsvirðingu getur aldrei búist við virðingu annarra. Nú þegar gömul kyn- slóð ráðamanna dregur sig í hlé þurfum við að hugsa dæmið upp á nýtt. Gamla ísland snerist um að verjast inn- rás. Nýja Island snýst um útrás. 1 Hallgrímur Helgason ur fram að aðeins nauðsyn á að vernda stofninn heimilar takmörk- un veiðanna með þvi að ákvarða heildarafla. Þvílík della Segjum sem svo að innan fárra ára verði talið óþarft með öllu að takmarka veiðarnar í tiltekinn stofn, sem nú sætir takmörkun- um, eða sem líklegra er, að talið verið nægjanlegt að takmarka veiðar með veiðileyfum og ekki talin þörf á að ákvarða heildar- afla og þar með engin ástæða til þess að gefa út veiðiheimildir. Þetta er til dæmis raunhæft um þessar mundir varð- andi úthafsrækjuveiðar við ísland þar sem sóknin er langtum minni en það sem veiða má. Annað dæmi varðar ýsu- stofninn, sem undan- farin ár hefur jafnt og þétt vaxið þrátt fyrir veiðar umfram ráðgjöf Hafrannsókn- arstofnunar. Að þvi hlýtur að koma að menn velti þvi fyrir sér hvort ekki eigi að hætta afla- marksstýringunni, ef stofninn heldur áfram að stækka. Ætla menn þá að halda því fram í alvöru að Alþingi eða ráðherra væri óheimilt að ákvarða slíkt? Já, það er nákvæmlega það sem haldið er fram. Að verðmætin í veiðiheimildunum sem liggja skömmtuninni séu eign sem út-l gerðarmenn cigi og ekki megi fella niður. Þvílík della. [...] Svefnsófar með heilsudýnu Recor k I SEO SVEFNSÓFI 160 / 209x95£m - SENSE0 SVEFNSÓFI 140 / 187x95cm - Margir litir Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5 og sjóðu glæsilegan sýningarsal okkar fullan af nýjum svefnsófum. Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber óklæði í mörgum litum og stærðum. r 1 Wimtex J ___ VW svefnsófi 184x91 cm - Litir Brúnt og svart leður. Svelnsvæði 150x200 cm. m&Mm- Kim svefnsófi 203x95 cm - Litir Camel, hvítur, brúnn. I Svefnsvæði 143x193/215 cnt. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi! Wimtex svefnsófar eru allir með rúmfatageymslu. BoIfCI Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is _ _ _ Opiö virka daga frá kl. 10-18 ^MiwC laugardaga frá kl. 11-15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.