Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Mikil umræða hefur verið um aðbúnað gamals fólks á hjúkrunarheimilum eins og Sólvangi og Eir. Fæstir deila um að þar mætti gera betur. Á elliheimilum er hins vegar góður andi. Eldri borgararnir hafa nóg að gera og fæstir kvarta undan aðbúnaðinum. DV heimsótti Hrafnistu og komst að því að þar er hreinlega undan fáu að kvarta. Allir dagar eru góðir dagar hjá gamla fólk- inu á Hrafnistu í Reykjavík. Það kvartar ekki, heldur unir sér vel í ellinni. Eftir hádegismat tæmast gangarnir og herbergin standa auð. Enda nóg að gera í saumaklúbbum, handverki eða spilum. DV leit inn á efstu hæðina á Hrafnistu - hæðina sem gamla fólkið kallar himnaríki. „Það getur verið að það sé gott að vera ann- arsstaðar en það er allavega ekki betra en hér,“ segir Ingunn Jóhannesdóttir, hress gömul kona sem situr og prjónar í tómstundaher- berginu á Hrafnistu. Vala Hjartardóttir, leið- beinandi, lítur brosandi yfir hópinn. Allir hafa nóg að gera og einbeitnin skfn úr augum gamla fólksins. „Það er yndislegt að vera héma og fólkið er frábært," segir Vala og tekur utan um Herbert Guðbrandsson sem prjónar ótrúlega fallega sokka eftir pöntun. Myndlistarkona á gamalsaldri í litlu herbergi fyrir aftan aðalsalinn situr gömul kona og málar með pastellitum á hvít- an striga. Hún er með fallega ljósmynd fyrir framan sig. Ekki til að mála eftir, segir hún, heldur til að veita sér innblástur. „Ég fór nú í myndlistartíma þegar ég var ung kona. Maður hafði samt lítinn tíma. Þurfti að ala upp börn- in og skamma karlinn," segir Jóna Jónsdóttir og bætir brosandi við: „Það er gott að geta gripið í þetta. Maður vinnur þetta bara upp." Stjörnuspá sem ekki stenst Við kveðjum Jónu og sjáum lokaða hurð sem stendur á saumaklúbbur. Fyrir innan sitja fjórar hressar konur í hring með starfsmanni Hrafnistu sem les upp úr stjörnuspá Vikunnar. Það er glatt á hjalla og um leið og við komum inn grípa konurnar saumadótið og hlæja. „Þetta herbergi er kallað Hosiló," segir Hildur Petra Friðriksdóttir og heldur svo áfram að lesa upp stjömuspána. Spyr svo konurnar hvort þær roðni líkt og forðum daga. Þær gömlu halda nú ekki; segjast ekki vita hvað gæti fengið þær til að roðna Gleði hjá gömlum Frammi í stóra herberginu em listmunir að fæðast. Kristjana Leifsdóttir situr og málar fal- legar myndir á brúnan dúk. Hún horfir stolt á handverkið þegar við tökum mynd og segir að trúlega verði þetta jólagjöfin í ár. Vala Hjartar- dóttir bætir við að margir af þeim munum sem gamla fólkið býr til sé síðan selt á basar. Þær neikvæðu fréttir síðustu daga af að- búnaði gamla fólksins í landinu skjótast upp í hugann þegar maður sér gleðina í himnarík- inu á Hrafnistu. simon@dv.is Fanney Andrésdóttir fædd 1911 Er til hægri á myndinni. Sagðist þrátt fyrir háan aldur ekki upplifa sig eldri en sjötuga. Ólst upp í sveit fyrir vestan en flutti á mölina árið 1930.„Það væri nú gaman að fara aftur vestur," sagði hún.„En manni liður bara svo vethérna." Spilaklúbburinn á Hrafnistu Oddgeir, Guðrún, Gísli og Þórdis spila brids á hverju kvöldi og skemmta sér vel. Saumaklúbbur i hosiló Jóna, Guðrún, Rúna og Rósa er hressar gamlar konur sem Kristjana Leifsdóttir Málar fal- mæta i saumaktúbb eftir hádegismat. Þar er farið yfir stjörnuspá Vikunnar og rætt legar myndir á brúnan dúk. Segir um mál sem ekki eru fyrir viðkvæmar sálir! þennan dúk vera jólagjöfina i ár. Sigríður Friðriksdóttir 97 ára Við hlið hennar stendur Guðrún vinkona hennar. Þær eru báðar frá Eyjum en komu til borgarinnar eftir gos. Þrátt fyrir háan aldur segist Sigriður vera hress; henni liði afar vel á Hrafnistu i góðra vina hópi. Hvergi betra að vera IngunnJó- hannesdóttir vefur finnsktpinna- teppi semer bæði góð æfing fyrir hendurnar og svo er teppið fallegt og gott að hafa fyrir framan rúmið. Góð stemning „Við leyfum nú konunum að vinna," sagði Gi's/i' sem horfir á myndinni til hliðar. Gisli Marteinn færðist i tal og var gamla fólkið sammála um að Vilhjálmur væri þeirra mað- ur.„Ef Gi's/i' vinnur kemst Sjálf- stæðisflokkurinn ekki að," sögðu konurnar og bættu við að hann væri ofsjálfumglaður. Vala Hjartardóttir leiðbein- andi Segir yndislegt að vinna á Hrafnistu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.