Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Helgarblað PV Bjartan dag í apríl hrundi veröldin hjá foreldrum tveggja ára stúlku þegar hún greindist með sjaldgæfa tegund krabbameins. Það eitt að fá lækningu fyrir dótturina skipti máli en þau fylgdu henni út til Svíþjóðar þar sem hún gekk í gegnum erfiða meðferð. Á sama tima gekk móðir hennar Særós með lítinn dreng sem hún fæddi á hæðinni fyrir neðan barnadeildina þar sem dóttir hennar barð- ist fyrir lífi sínu. Hún hafði fyrri hálfleik af í baráttu þar sem aðeins helmingslíkur eru á bata. Seinni hálfleikur er hafinn og bjartsýni foreldranna og einstakur kraftur Katrínar Rósar gefur fyrirheit um að hún muni ekki gefst upp fyrr en í fulla hnefana. „Guð leggur ekki þyngri byrðar á menn en þeir geta staðið undir." Þessi orð má túlka á tvenns konar máta; annars vegar að byrðamar séu léttar því menn þoli ekki meira en hins vegar að þær séu svo þungar að það sé aðeins fyrir afburðamanneskj- ur að standa undir þeim. Kolbrún Rós Erlendsdóttir, þriggja ára krabbameinssjúk stúfka, fyllir án efa hóp þeirra síðamefndu. Léttstíg og kát, með ekki eitt hár á höfði spjallar hún og ræðir málin eins og fullorðin kona. Ótrúlega létt í skapi Foreldrar hennar Erlendur Krist- insson og Særós Tómasdóttir gera sér glögglega ljóst að litfa stúlkan þeirra er fáum lflc enda teljast þau ekki í kippum bömin sem hafa farið í gegn- um allar þær þrautir sem hún hefur mátt reyna undanfarið ár. „Hún er ótrúlega létt í skapi og hefur á þessu ári þroskast um mörg ár og talar eins og fúllorðin manneskja; hún er eigin- lega eins og lítil keliing í orði og fasi,“ segir Særós og strýkur eftir hárlaus- um litfum kollinum á dóttur sinni. Bætir sfðan við: „Ég hefði sannarlega viijað vera án þeirrar reynslu en fyrst að krabbameinið þurfti að hitta einhvem þá hefði það tæpast getað hitt fyrir sterkara barn en hana," seg- ir hún ástúðlega og beygir sig ff am tif að sjá framan í litlu stúlkuna sína. En fömm aftur í tímann. í aprfl síðastliðnum vom þau hjón að knúsa og kitla tveggja ára dóttur sína í rúm- inu einn sunnudagsmorguninn. „Þá veitti ég því athygli að það var stór hnúður vinstra megin í kviðnum á henni og kallaði á Særósu og benti henni á. Við gerðum okkur ljóst að þetta var ekki eðlilegt. Hún var líka hálfslöpp með smávægilegan hita og því hringdum við á lækni sem kom hingað heim og skoðaði hana," rifjar Erlendur upp. Vaktlæknirinn þreifaði hana og vildi láta kanna málið strax og hringdi á barnadeiidina og bað um pláss fyrir hana þar. Læknamir töldu í byrjun að kannski gæti verið um stækkað milta að ræða en þegar nán- ar var skoðað reyndist vera í kviðar- holi Kolbrúnar litlu illkynja æxli á stærð við hándbolta. Særós segir að það hafi verið mikið áfall; bara að heyra orðið krabbamein hafl fyllt þau skelfingu. „Við urðum í raun skelf- ingu lostin og ofsalega hrædd. Það bjargaði okkur að við eigum góða að en foreldrar okkar, systkini og vinir stóðu fast við bakið á okkur og léttu áfallið eins og hægt var," segir Særós en hún var gengin fjóra mánuði á leið af öðm bami þeirra. Læknarnir töldu í byrjun að kannski gæti verið um stækkað milta að ræða en þegar nán- ar varskoðað reynd- ist vera í kviðarholi Kolbrúnar litlu ill- kynja æxli á stærð við handbolta. Helmingsmöguleikar . í einu hendingskasti hrundi venjubundið líf ungra hjóna eins og spilaborg. Litla bamið sem Særós bar undir belti var ekki miðdepilinn í lífi þeirra þessa apríldaga í vor, heldur Kolbrún Rós, litla káta telpan þeirra sem átti fyrir höndum að beijast fyrir lífi sínu. Læknamir sögðu þeim að líkurnar á að hún næði sér væm um það bil 50%. Það var því harður fjandi sem Kolbrún var að berjast við en þó sæmilegar batalíkur. Ákveðið var að fjarlægja meinið sem kallast taugakímsæxli úr kviðar- holi Kolbrúnar Rósar sem fyrst og var það gert fjórum dögum eftir grein- ingu meinsins. Þegar meinið var numið á brott kom í ljós að það var ekki vaxið inn í nein önnur líffæri og virtist liggja laust í kviðarholinu en fékk næringu frá nýmahettu og var hún fjarlægð með í aðgerðinni. En þegar bein og beinmergur vom könnuð nánar kom þó í ljós að mein- ið var komið í beinin og merginn. Þá hófst þriggja mánaða ströng lyfja- meðferð á Barnaspítala Hringsins. Að því loknu lá leiðin utan í stofhfrumu- skipti sem er hluti af þessari ströngu meðferð til að sigrast á krabbamein- inu. Vitað er um tvö eða þijú tilfelli sem hafa greinst af þessum sjúkdómi á undanfömum ámm en oft fylgir þessu einnig hvítblæði. Við það slapp Kolbrún Rós en lítill drengur sem greindist með sjúkdóminn fyrir nokkrum ámm lést innan þriggja ára. Særós er að vinna hjá Flugleiðum en Erlendur er kjötiðnaðarmaður og bæði vom þau í fullri vinnu og Kol- brún litla á leikskóla. Vmnuveitendur sýndu þeim velvild og þau fengu bæði frí frá vinnu, enda ekki um ann- að að ræða þegar fara þurfti með Kol- brúnu utan. I Huddinge hittu þau fyrir Eygló og Björn sem vom þar með Benjamín Nökkva. „Það var mikið lán að hitta þau en þau komu okkur inn í hlutina og höfðu reynsl- una. Auk þess em þau bæði yndisleg- ar manneskjur sem gaman var að kynnast," segir Særós en i Huddinge bjuggu þau í McDonalds-húsinu svokallaða en það er hús sem McDonalds-keðjan gaf í þeim til- gangi að foreldrar gæm búið þar með veik böm sín á meðan á meðferð stendur. Héldum að við myndum missa hana Á Karolinska-sjúkrahúsinu var þeim vel tekið og Kolbrún lagðist þar inn tif að hefja sterka lyfjameðferð. Áður en lyfjameðferðin hófst vom teknar stofhfrumur úr líkama Kol- brúnar, sem geymdar vom þar til eft- ir lyfjameðferð. Erlendur útskýrir að Kolbrún hafi verið tengd við vél sem hafi síað blóð Kolbrúnar litlu og að vélin hafi getað þekkt stofnfrumurn- ar ffá öðmm frumum og sorterað þær ffá. Eftir þetta vom stofnfrum- urnar að hluta til ffystar til að vinna með síðar og hluta var unnið áfram með á rannsóknarstofu. Þar vom þær skimaðar, hreinsaðar og síðan rækt- aðar svo að hún fengi nýjar og ffískar stofnfrumur að lyfjagjöfinni lokinni. Síðan hafi háskammtalyfjameðferðin hafist og staðið yfir í 6 daga. „Það var ekki fyrr en eftir hana sem Kolbrúnu Rós hrakaði mikið," segir Erlendur. Þau líta á hvort annað og þegja, þeg- ar þau em spurð hvemig hafi gengið úti. Erlendur er fyrri til svars og segir að lyfjameðferðin hafi verið hreinn hryllingur. Særós tekur undir og bæt- ir við að til ailra heifla hafi þau ekki vitað hvað beið þeirra. „Hún var Fjölskyldan þakklat Þau segjast vera afar þakklát öllum semhafa styrkt þau og stutt. Kolbrún Léttstlg og kát með ekki eitt hárá höfði spjallar hún og ræðir máiin eins og fullorðin kona. DVmynd Vilhelm DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 33 Algeng sem hrjá börn eftir krabba- meins- meðferð Ómetanlegt að fá allar bar- áttukveðjurnar Kolbrún Rós eins ung og hún er hefur sýnt að þann styrk hefur hún. „Auk þess hefiir hún nær eingöngu umgengist fullorðið fólk og dregur dám af því,“ segir Særós og bendir á að þau séu heima flesta daga og mik- ið sé talað við hana. „Hún hefur nóg að gera að stússast í barnauppeldinu með mér og er ógurlega hrifin af litla bróður. Segir mér gjarnan hvað ég eigi að gera og hvemig ég eigi að fara að,“ segir Særós hlæjandi. Þau segjast vera afar þakklát öll- um sem hafa styrkt þau og stutt. Það hafi verið ómetanlegt að fá baráttu- kveðjur frá öllum hér heima, bæði kunnugum og ókunnugum. „Heima- síðan hennar Kolbrúnar Rósar inni á Bamalandi varð til þess að margir fylgdust með. Einmitt þess vegna héldum við vefdagbók um feril henn- ar og það tók af okkur hringingar og spumingar sem við hefðum annars þurft að svara aftur og aftur. Þess í stað gátum við skrifað allt inn á síð- una," bendir Erlendur á og sú stutta grípur strax fram í og talar um síðuna sína. „Hún tekur eftir öllu í kringum sig og meira að segja skipti hún sér af hvaða myndir við settum inn á síð- una. Réttilega enda hennar síða og stundum benti hún á myndir og sagði: „Mamma, ég vil ekki að þessi mynd fari á síðuna mína," ótrúlegt en satt. Það vom myndir sem sýndu hana sem veikasta." Kvíðinn liggur undir niðri Kolbrún Rós hefur ekki enn fylli- lega náð sér. Mamma hennar segir að hún þreytist fljótt og þurfi að leggja sig á daginn enda sé mikil ferð á henni. Foreldrar hennar segja að þau láti ekki annað hvarfla að sér en að hún nái sér að fullu og leiði ekki hug- ann að því hvað myndi gerast ef krabbameinið myndi taka sig upp að nýju. Særós viðurkennir eigi að síður að kvíðinn sé alltaf til staðar, en þessi Samkvæmt nýlegri norskri rannsókn má áætía að 6 af hverjum 10 börnum hljótí var- anlegan skaða af, en misjafn- lega mikinn þó. Vitað er að lyfjameðferð getur haft ýmsar aukaverkanir þótt stundum komi þær ekki ffarn fyrr en mörgum ámm eftir að með- ferð lýkur. Geislameðferð einnig en það fer eftir því hvaða líkamssvæði hefur verið geislað og hversu mikið. Skurðaðgerðir em ýmiss kon- ar og geta í alvarlegustu tiivik- unum leitt til einhvers konar líkamlegrar fötlunar. Algeng atriði sem hrjá börn eftir krabbameins- meðferð samkvæmt of- angreindri könnun: Líkamleg einkenni eða föti- un 40% Einbeitingarörðugleikar 37% Þreyta 33% Félagslegt óöryggi 30% Hræðsla 28% Tannskemmdir 26% Minnisleysi 22% Verkir 22% Lakari fínhreyfingar 22% Vandamál tengd hárvextí 15% Þunglyndi 15% Lakari tjáning 12% Matvendni 5% Vaxtarvandamál 4% Meðferðirnar og sjúkdóm- urinn sjálfur geta þannig haft áhrif á þroska einstaklingsins, vöxt, hormónajafnvægi, ónæmiskerfið en sálrænir og félagslegir erfiðleikar geta líka verið vandamál hjá börnum sem greinst hafa með krabba- mein. litía elska, með framföfunum sem hún tekur, sér um að halda kvíðan- um niðri, segir Særós og horfir ástúð- lega á dóttur sína. Erlendur tekur undir og bætir við að vissulega sé stríðið ekki unnið, það verði ekki fyrr en í fyrsta lagi að tveimur árum liðn- um sem hægt sé að segja það. „Lækn- arnir úti tala um tvö ár en okkar læknar hér heima vilja ekki útiloka neitt fyrr en að fimm árum liðnum. Við njótum hverrar stundar sem við eigum saman," segir Erlendur og ját- ar að lífið snúist um h'tið annað en börnin þeirra tvö. „Við erum fyllilega sátt við það eins og staðan er og hug- ur okkar stefnir ekki annað. Hvað annað gæti svo sem verið merkilegra en að vera hérna hjá hvert öðru, við sjáum það ekki," segir Særós og lítur á mann sinn sem bætir við að þessi reynsla hafi þjappað þeim nær hvort öðru. „Heimsins gleði og glaumur er hjóm eitt í samanburði við að fá að hafa Kolbrún Rós hjá okkur," segir hann og Særós kinkar til samþykkis og segir: „Það er ekkert í veröldinni svo merkilegt að það geti komið í stað þess." bergjot@dv.is Huddinge. Særós neitar því ekki að þetta hafi verið erfitt, meðgangan hafi nánast farið fram hjá henni og hún aldrei getað notið hennar eins og með Kolbrúnu Rós. „En hann var meira en velkominn í heiminn þessi elska og hefur verið einstaklega ró- legur og góður. Kolbrún Rós er mikil hjálparhella, vill allt gera til að hjálpa mér með litía bróður enda undir henni mikill ráðskonurass," segir hún og hiær. Saknar barnanna á leikskól- anum Erlendur tekur undir að þeim hafi verið létt þegar drengurinn fæddist heilbrigður og hraustur en það hafi Særós og Kolbrún ffHún þessi eiska er talsvert fyrirferðarmikil og þarfsína athygli." eigi að síður verið sorglegt að sitja við sjúkrabeð systur hans sem barðist af öllum lffs og sálar kröftum við alla fylgikvillana sem fylgdu meðferðinni. „En hún hafði þetta af og smátt og smátt vann hún á þessu öllu og komst til heilsu. Staðan núna er þannig að við horfum á ffamfarir hennar og vonum að öll blóðgildi fari að færast nær því sem þau eiga að vera. Eftir það hefst eftirmeðferð sem tekur 6 mánuði. „Þetta hefur gengið vel síðan við komum heim. Henni fer fram en við þurfum að gæta hennar mjög vel fyrir öllum sýkingum. Hún getur því ekki farið í leikskólann og leikið sér við krakkana en hún talar mikið um að fara þangað að leika. Frændsystk- ini hennar og böm vina okkar sem hafa umgengist okkur mest geta leik- ið við hana en við verðum að vera vakandi fyrir öllum sýkingum og kvef eða minnsti slappleiki útilokar fólk frá því að koma. Við tökum enga áhættu," segir Særós. Það þarf ekki að spyija hvemig h'fi þeirra sé háttað þessa dagana. Bæði em þau heima enda segir Særós að það sé útilokað fyrir eina manneskju að hugsa um bæði bömin. „Hún þessi elska er tals- vert fyrirferðarmikil og þarf sína at- hygli," segir Særós og tekur kröftug- lega utan um dóttur sína sem vill fá að sjá myndina sem ljósmyndarinn tók af henni. „Nei, ekki þessa, ég vif hana ekki í blaðið," segir hún ákveðið og ljósmyndarinn flettir og sýnir henni fleiri. „Þessi má fara íblaðið," tilkynn- ir hún snöggt og stoppar Einar ljós- myndara. Hún veit greinilega hvað hún vill, sú stutta. Kolbrún Rós er að- eins þriggja ára síðan í byrjun sept- ember og stærðin gefur það prýðilega til kynna en ókunnugir gætu ætíað hana minnst sex ára þegar þeir fara að tala við hana. Hún hefur tekið út margra ára þroska þessa mánuði síð- an hún veiktist. Þau samsinna því hjónin og bæta við að til að ganga í gegnum það sem hún hafi mátt þola, þurfi mikinn andlegan styrk. Kolbrún Rós hefur ekki enn fyllilega náð sér Mamma hennar segir aö hún I þreytist fljótt og þurfi að leggja sig á daqinn enda sé mikil ferð á henni. mjög veik og á tímabili héldum við að við myndum missa hana. Nær öll lff- færi sem gátu bilað gerðu það vegna lyfjanna. Þau fóru mjög illa með hana því þetta er svo gríðarlega sterkt. Lifr- in hætti að starfa og þarmamir söfn- uðu vökva og óhreinindum, öll slím- húð þomaði upp og barnið þembdist út og var þegar verst lét 65 sentímetr- ar í ummál. Þessi litii lflcami barðist eins og ljón við að ganga en það var ekki þrautalaust," segir Særós og hugsar með hryllingi til þessa tíma þegar bamið hennar barðist eins og ljón við að komast í gegnum með- ferðina. Fæddi annað barn í Svíþjóð Þau segja að Kolbrún hafi verið mjög þjáð á meðan hún gekk í gegn- um þetta en þau sátu hjá henni öll- um stundum og gátu h'tið gert til að létta henni kvalimar. „Það var svo erfitt, svo hræðilega erfitt að vera svona vamarlaus og vanmáttugur. Kolbrún var á morfi'ni og mókti en inn á milli grét hún og iðaði öll," seg- ir Særós og það dimmir yfir þeim báðum þegar þau riija upp sumarið í Svíþjóð. A meðan hélt nýtt líf áfram að vaxa innra með Særósu. Hún hafði lítinn tíma til að hugsa um það en vissi að bamið myndi hún fæða úti enda var hún sett á 13. september. Stefán Freyr lét hins vegar vita af sér með skyndingu daginn áður. „Við sátum við rúm Kolbrúnar þegar ég fékk verki og vissi að nú væri þetta að koma," útskýrir hún og Erlendur heldur áfram og segir að þau hafi skroppið á næstu hæð í augnablik og drengurinn fæddist innan tveggja klukkustunda. Stefán Freyr var ekki stór, aðeins ellefu merkur enda hafði hann hætt að stækka um tíma þegar álagið var sem mest á Særósu. En hann var heil- brigður og hraustur, h'till drengur sem kom eins og sólargeisli inn í lff þeirra þennan septemberdag í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.