Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 35
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 35 Benjamín Nökkvi var aðeins níu vikna þegar hann greindist með bráðahvítblæði. Baráttan hófst um leið og meinið kom í ljós og hefur staðið síðan. Foreldrar hans Eygló Guðmundsdóttir og Björn Harðarson fóru með hann til Svíþjóðar í mergskipti og vonir þeirra voru miklar. Það varð þeim því mikið áfall þegar hvítblæðið tók sig upp að nýju í fyrravetur og ekki annað að gera en að halda aft- ur utan. Síðan eru nokkrir mánuðir og Benjamín farinn að hressast. Undirliggjandi kvíði og ótti um að krabbameinið taki sig upp að nýju kemur ekki í veg fyrir bjartsýni foreldranna sem eru staðráðnir í að berjast fyrir lífi drengsins síns fram í rauðan dauðann. þetta hafi verið miklu þyngra í seinna skiptið þar sem vitneskja þeirra um sjúkdóminn hafi verið orðin svo mikil, þau vissu að það er aldrei gott ef krabbamein tekur sig upp aftur. „Þá er maður líka búirm að ganga í gegnum þetta einu sinni og veit hvað bíður manns, sem getur verið ákveðinn kostur en líka mikill galli." „Drengurinn fór um leið í lyfja- meðferð og við sem vorum farin að lifa nokkuð eðlilegu lífi snerum aftur inn á sjúkrahúsið sem varð heimili okkar næstu mánuðina," segir Eygló og tekur drenginn sinn í fangið. Hann er orðin pirraður og veit ekki alveg hvað hann vill. í lok maí hélt fjölskyldan á ný til Svíþjóðar í önnur mergskipti. Að- gerðin gekk ágætlega, en í raun eru beinmergsskiptin sjálf engin sérstök aðgerð sem slík, þannig að þau ganga yfirleitt mjög vel, það eru allar aukaverkanirnar sem geta verið mjög hættulegar og jafhvel banvæn- ar, og þau dvöldu úti fram í septem- ber. Eygló segir að á ýmsu hafi geng- ið en Benjamín var kominn í ágætis ástand þegar þau komu heim þrátt fyrir mikil og erfið höfnunarein- kenni. „Síðan höfum við verið við- loðandi bamadeildina, í reglu- bundnu eftirliti en lftið þurft að liggja inni, en Benjamín Nökkvi er mjög viðkvæmur fyrir öllum sýking- um vegna þess hve ónæmiskerfi hans er bælt" segir Eygló og gengur með drenginn um gólf um leið og hún hossar honum og kjáir framan í hann. Hár er farið að vaxa að nýju á skrokki Benjamíns en það vex dálít- ið ójafnt. Augnabrúnir hans em loðnar og miklar, sem em aukaverk- anir vegna ónæmisbælandi lyfja, en minna hár er á höfðinu sem er þó farið að spretta vel á ný. Eygló og Benjamín Nökkvi Eygló var grunlaus með öllu þeg ar hún kom með þennan sólar- geisla þeirra hjóna heim affæð- ingardeildinni í lok jútifyrir tveimur árum. „Mamma kom vestan afísafirði og var í afmælis- veislunni og ég hafði orð á því við hana að mér þætti hvítan i augunum á Benjamín heldur gul. Hann hafði einnig haft mjög hvítar hægðir." Stríðið stendur enn Eygló segir að ekki sé um annað að ræða en að bíða og vona það besta. Ef þessi mergskipti hafa heppnast vel muni Benjamín smátt og smátt ná heilsu á ný. Nokkur ár séu í að hægt sé að afskrifa sjúkdóm- inn en eftir því sem lengri tími líði því sterkari verði vonir þeirra. „Benjamín Nökkvi er ótrúlega sterk- ur og hefur barist af krafti. Krabba- meinslyfin em mjög sterk og þau ganga ekki aðeins ffá krabbamein- inu, heldur heilbrigðum fmmum einnig. Því hefur hann mátt stríða við alls kyns kvilla sem fýlgja þessu. Alls konar aukaverkanir geta fylgt í kjölfarið á sterkum krabbameinslyfj- um og geislum og önnur líffæri geta borið varanlegan skaða. En það hugsa ég ekki um núna, aðalmálið er hvort hann kemst í gegnum hvít- blæðið og nær heilsu," segir Eygló með blik í auga. HH Þau Eygló og Björn hafa notið mikiilar velvildar ffá vinum og ætt- ingjum sem staðið hafa þétt við bak þeirra. Allir hafa verið boðnir og búnir en eðli málsins samkvæmt hafa þau lítið annað hugsað um þessi síðustu tvö ár en heilsu Benja- míns Nökkva. Hún segir að það sé ekki spurning að veikindi sonarins hafi þjappað þeim hjónum saman. Og ekki aðeins þeim heldur allri fjöl- skyldunni. „Líf mitt hefur hins vegar verið innan veggja sjúkrahúsa og það er ekki um annað að ræða en að taka einn dag í einu. Að vera heima með ónæmisbælt barn fylgir gríðar- leg félagsleg einangrun, þar sem ekki er hægt að fara með Benjamín þar sem mikið er um annað fólk, og ótrúlegt en satt hefur hápunktur vik- unnar stundum verið að skreppa út og sækja ömmu í vinnuna eða upp á spítala í blóðprufu. Við teljum ekki eftir okkur þann tíma sem farið hefur í veikindin, ekki eina mínútu, sannarlega ekki því það veit enginn hve lengi við fáum að hafa Benjamín Nökkva hjá okkur. Við viljum þó trúa að hann hafi þetta af; þessi sterki strákur sem hefur unnið svo margar orrustur þennan tíma. Stríðið stend- ur enn yfir; hann vinnur það líka! I stöðunni kemur ekki annað til greina," segir Eygló og brosir og klappar litla kútnum sínum á koll- inn. Bætir síðan við eftir nokkra um- hugsun: „Þar sem margar stundir hafa komið upp þar sem við Björn höfum lítið eða eldcert hist eigum við okkur takmark sem við grínumst oft með, það er að eiga stefnumót í New York árið 2007, bara við tvö. Við trú- um að af því geti orðið," segir hún og leggur sofandi son sinn í rúmið. Ein nóttin enn í sófa á Barnaspítala hringsins er framundan. bergljot@dv.is Björn heima með börnin Þau Eygló og Björn hafa notið mikillar velvildar frá vinum og ættingjum sem staðið hafa þétt við bak þeirra. hefði verið í lagi þá hefðum við get- að litið á það sem áfangasigur í bar- áttunni við hvftblæðið og leyft okkur enn meiri bjartsýni. Ég fór ein, þar sem Björn þurfti að sinna hinum börnunum en frá upphafi skiptum við með okkur verkum þannig að hann sá um heimilið og bömin en ég sá um Benjamín Nökkva. Margir vom hissa á því að við skyldum kjósa að hafa þann háttinn á en við mát- um það svo að hin börnin okkar þyrftu á því að halda að hafa annað okkar hjá sér. Við gátum ekki bara þokað þeim til hliðar á meðan en þetta var þeim ekki síður erfitt," seg- ir Eygló. Sjúkdómurinn tekur sig upp aftur Skoðunin í Svíþjóð sýndi að hvít- blæðið var komið af stað aftur og varð það þeim Eygló og Birni algjört reiðarslag. Eygló segir að erfitt sé að taka aivarlegum veikindum í upp- hafi, en þeirra upplifun hafi verið að um Nikulási sem þá var 5 ára og eft- ir 4 mánaða dvöl í Svíþjóð leit allt mjög vel út og Benjamín og móðir hans sem var með honum ytra allan tfrnann, fengu loks að fara aftur heim til íslands. Eygló segir að þá hafi bjartsýnin ein ríkt en vissulega hafi kvíðinn leg- ið undir niðri, líkt og mara í hnakk- anum. Allt leit vel út og smátt og smátt styrktist Benjamín Nökkvi og gat aðeins farið að umgangast önn- ur börn, þ.e. fólk með böm mátti fara að koma í heimsókn ef allir vom hraustir. „Þetta var yndislegur tími með börnunum öllum, en slíkar stundir höfðum við ekki upplifað nema rétt fyrstu vikumar í lífi'Benja- míns Nökkva. Um vorið átti hann að fá inni á leikskóla og við vomm von- góð um að tekist hefði að útrýma hvítblæðinu, en líkurnar á að hvít- blæðið taki sig upp aftur minnka töluvert eftir fyrsta árið eftir merg- skipti. Komið var að því að fara aftur út til Stokkhólms í árseftirlit og ef allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.