Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Page 42
42 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Helgarblað DV Þær eru konur sem ber á í þjóðfélaginu, konur sem eru öðrum konum innblástur á margan hátt. Þær eru flottar, heillandi, myndarlegar og áberandi. Enda einstaklega glæsilegar allar á hátt. Hvar sem þær koma tekur fólk eftir þeim, horfir á þær með aðdáun. Þetta _ eru dívur íslands. r* Er fyrirmynd margra kvenna á ís- landi, bæði fyrir fegurð og atorku. Hún rekur fleiri tískuvöruverslanir en aðrar konur hér á landi. Hún hef- ur næmt auga fyrir tísku og stíl. Margar konur líta á hana sem flotta og fágaða konu sem þær vildu líkjast. „Hún er geislandi af orku, gefur konum innblástur." „Svava er alltaf ótrúlega smart, hver vill ekki komast í fataskápinn hennar? Hún er svona galakona, fer- túg en lítur út fyrir að vera í mesta lagi þrítug." „Lítur út fyrir að vera traustur vinur og lætur ekki vaðayfir sig. Hún er svona auður í krafti kvenna, ber af í glæsileika." Hún er ein þeirra sem álitsgjafam- ir væm til í að eyða kvöldstund með. Konan sem stal hjarta Jóns Óttars. Margrét er sú kona sem alveg er hægt að líta upp til bæði vegna útlits og orku. Hún er sveipuð dulúð sem margar konur dreymir um að hafa. „Algjör frumkvöðull, með mikla útgeislun, hefur komið sér vel fyrir í lífinu." „Kona sem hefur allt og virð- ist hafa reynt mikið til að kom- ast á þann stað sem hún er á í lífinu." „Virkilega þokkafull og dul- arfullur persónuleiki, samt alveg ótrúlega hlý.“ „Hún á eftir að ná miklu lengra, lætur draumana ræt- ast.“ Eva María er sú sjónvarpskona sem hefur þann sjarma sem fær mann til að vilja horfa á hana enda- laust, hún hefur sígilda og flotta feg- urð sem er eilítið sveitaleg en samt svo flott. Sveitastíllinn hennar sem gerir hana svo einstaklega eðlilega á skjánum er hennar sterki sjarmi sem sjónvarpskona. „Virkilega hlý og einlæg á skján- um. Kona sem er ekta mamma og virðist gefa allt í það.“ „Heilbrigð sál í heilbrigðum lík- ama, nær að samræma ferilinn og móðurhlutverkið. “ „Hún virkar virkilega trúverðug og sveitalega sæt.“ „Stelpa sem kemur á óvart, er miklu meira en þú bjóst við.“ Kvenskörungur með meiru, ekki nóg með að hún sé mennta- málaráðherra og afburða vel gef- in heldur er hún einnig fögur og flott og alveg pottþétt fyrirmynd margra kvenna í þjóðfélaginu, bæði í fegurð og atorku. „Hún er ekki að sýna allt sem hún hefur, hún er mikill karakter og virðist vera með alla hluti á hreinu." „Virkilega klár kona sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu, hún sýnir konum ffamm á það að pólitík er ekkert merkilegra en hvert annað starf.“ „Hún er mjög glæsileg í alla staði og virkileg góð fyrirmynd með sterka nærveru." dís er með þátt á sunnudagsmorgn- um á Bylgjunni, sem dyggum hlust- endum finnst gott að vakna við. Val- dís er góð fyrirmynd kvenna því hún fer algjörlega eigin leiðir og sýnir að hún er sterkur karakter. Hún er ein- staklega glæsileg kona með sígíldan og flottan þokka. ' „Gerir kröfur til sjálfrar sín og annarra, virkilega notaleg mann- eskja með mikla útgeislun." „Hún er ein af þeim sem fólk annaðhvort elskar eða hatar og ekk- ert þar á milli." „Er mikill og stór persónuleiki en virðist samt vera lokuð og aðeins til baka. Annars glæsileg kona með mikla útgeislun og fáguð í alla staði." EDDA HEIÐRÚN BACKMAN Leikkona með mikinn sjarma og hefur gert mikið fyrir konur sem líta upp til þessa sterka og mikla karakters. Edda Heiðrún hefur leikið í mörgum leikritum og bíómyndum. Hún berst hetjulega við erfiðan sjúkdóm sem hún lætur þó ekki buga sig. Hún er sú kona sem allir bera virðingu fyrir, kónur sem karlar. „Hún er æðruleysið uppmál- að, hún hefur fundið eitthvað í gegnum veikindi sín sem fáir öðlast." „Það er ekki annað hægt en að heillast af henni á allan hátt, hún er mikil leikkona sem og persónuleiki." „Hún er virkilega jákvæð og það er eitthvað sem margir ættu að taka sér til fyrirmyndar." „Hugguleg kona með mikla hæfileika og stórt hjarta." VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Er sú sjónvarpskona sem ber af hvað varðar sjarma á skjánum. Hún er ótrúlega ákveðin í spurningum sínum til viðmælenda. Hún hefur verið á skjánum síðustu ár og vaxið mjög sem sjónvarpskona. Jóhanna er alltaf elegant og heillandi, kona sem margar konur vilja líkjast. „Skellibjalla með frábæran húm- or fyrir sjálfri sér og öðrum." „Hún er mikill skörungur og kjarnakona, það er virkilega gaman að fylgjast með henni á skjánum því hún kemur sér beint að efninu." „Hún hefur eitthvað mikið við sig sem fáir hafa, hún er heillandi og alltaf srnart." „Einnig hefur hún vissa ákveðni sem gerir hana þokkafulla og sexí." DV Er sú kona sem hefur alveg einstaklega sérstakan og mik- inn sjarma sem skilar sér bæði í gegnum söng og framkomu. Hún er kona sem hefur tekið á sínum málum og sýnir fram á að það ert þú og enginn annar sem stjómar lífi þínu. „Gleðigjafí í alla staði, fynd- in, hlý og heillandi. Ein mesta * 6g stærsta óperusöngkona sem við eigurn." „Hún er virkilega jákvæð persóna sem virðist hafa mikið að gefa.“ „Hún er eitt stórt hjarta og eitt stórt bros. Flott kona sem er góð fyrirmynd." Léikkonan Ilmur hefur verið mjög áberandi uppá síðkastið í þáttunum Stelpunum á Stöð 2. Þar fer hún í ýmis hlutverk sem sýna fjöl- breytileika hennar sem leikkonu. Hlutverkin sem hún bregður sér í eru misfögur en einhvern veginn er hún alltaf flott og verðug fyrirmynd ungra kvenna. Þrátt fyrir stuttan starfsferil hefur hún náð að afreka margt. „Virkilega skemmtileg og áhuga- verður persónuleiki, er örugglega alltaf með trúðslæti og brandara." „Frábær leikkona sem getur farið í öll hlutverk, á eftir að láta miklu meira að sér kveða í framtíðinni." „Mjög heillandi með mikla og öðruvísi útgeislun. Einn besti nýlið- inn í leikiistinni. Svona hnáta." Forsetinn okkar fyrrverandi sem allir dýrka og dá. Alltaf flott og elegant, kona sem margar konur vilja líkjast á hennar aldri. Aldurinn virðist ekki vinna á henni ffekar en nokkuð annað. Hún hefur einstaklega þægilegt viðmót sem skilar sér heim í stofu til fólks í gegnum sjónvarpið. „Hún er bara drottningin, mikil fyrirmynd fyrir ailar konur á öllum aldri." „Hún er svo sterkur persónu- leiki að þú finnur fyrir nærveru hennar í gegnum sjónvarpið." „Mikill ljúflingur sem snertir alla á einhvern hátt. Falleg kona og mjög hógvær sem er hennar sterka hlið."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.