Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Ntaiwa13- Friðarhús herstöðvar- andstæðinga Á horni Njálsgötu og Snorra- \brautarþarsem áöur var prjónabúðin Erla. Menntaskóli í Borgarnesi Fulltrúar Borgarbyggðar, Viðskiptaháskólans á Bif- röst og Landbúnaðarhá- skóla Islands á Hvanneyri hafa á undanförr.um vikum unnið að stofnun mennta- skóla í Borgarnesi. „Hreppsnefnd Borgarfjarð- arsveitar hefur nú slegist í undirbúningshópinn og til- nefnt Þórvöru Emblu Guð- mundsdóttur sem fulltrúa hreppsins." "Hreppsnefnd treystir því að við skipulag skólans, bæði hið ytra og innra, verði miðað við að hann sinni vel unglingum svæðisins," segir hrepps- nefnd Borgarfjarðarsveitar. Kosið í annað sinn í dag fer fram önnur um- ferð í sameiningarkosning- um í fimm sveitarfélögum á landinu. Kjósa þurfti aftur í sveitarfélögunum þar sem svo litlu munaði á milli þeirra sem samþykktu sam- einingu og þeirra sem höfn- uðu. Kosið verður í Reyk- hólahreppi um sameiningu við Dalabyggð og Saurbæj- arhrepp og í Aðaldals- hreppi, Kelduneshreppi, Skútustaðahreppi og Tjör- neshreppi um sameiningu þeirra við Húsavíkurbæ, Raufarhafnarhrepp og Öxarfjarðarhrepp. Starfsfólk Veðurstofu íslands er margt hissa á því að afmælisgjöf sem ætluð var fimmtugum samstarfsmanni, Elvari Ástráðssyni, skyldi renna til húsakaupa Sam- taka herstöðvaandstæðinga. Afmælisbarnið neitar því þó að hafa staðið á bak við það sjálfur. Ibúar kærðu Bæjarstjóm Árborgar er hætt við að kaupa innflutt- ar húseiningar við Leikskól- ann Árbæ í kjölfar kæru nokkurra íbúa á Selfossi. Einar Njálsson sagði í sam- tali við fréttablaðið Sunn- lenska að í framhaldinu verði kannaðir aðrir mögu- leikar, meðal annars komi til greina að nota útistofur á Bankatúninu við Valla- skóla. Húseiningarnar sem nota átti voru komnar til landsins og á næstu dögum mun bæjarfélagið semja við innflytjandann Einar Páls- son, bæjarfulltrúa, um það hvernig staðið verður að riftun samninga. Kurr er í mörgum starfsmönnum Veðurstofu fslands eftir að slegið var saman í afmælisgjöf handa vinnufélaga eins og víða tíðkast. Vinnufélaginn, Elvar Ástráðsson, var fimmtugur og hafði reyndar frábeðið sér allar afmælisgjafir. Samt var safnað sam- kvæmt hefð; 800 krónur á mann, alls 60 manns og upphæðin því nálægt 48 þúsund krónum. Peningarnir runnu síðan allir til húsakaupa Samtaka herstöðvaandstæðinga en þau voru að fjár- festa í eign á horni Njálsgötu og Snorrabrautar en Elvar er stjórn- arformaður hlutafélagsins sem að kaupunum stendur. „Þetta var í mína óþökk ef satt er. heim að sækja," segir Trausti Jóns- Ég sá aldrei þessa peninga," segir El- var. „Ef peningarnir hafa farið til Herstöðvaandstæðinga þá hafa gef- endurnir sjálfir sent þá þangað. Ekki gerði égþað.1' Ekkert afmæli Trausti Jónsson veðurfræðingur var einn þeirra sem setti 800 krónur í afmælisgjöf Elvars. Skorast aldrei undan þegar eftir slíku er leitað: „Ég skipti mér ekki af því hvernig menn verja peningum sínum þó það séu gjafir. Ég veit hins vegar að Elvar er mikill herstöðvaandstæðingur en mér var ekki boðið í afmælið hans þó ég viti að hann sé mikill höfðingi son. Á móti afmælisveislum Stefán Pálsson, formaður Sam- taka herstöðvaandstæðinga, segir að Elvar sé á móti afmælisveislum og gefi lítið fyrir slíkt: „Þetta getur alveg verið þó ég geti ekki staðfest að afmælisgjöf starfs- manna Veðurstofunnar hafi runnið til húsakaupa okkar því ég ligg ekki yfir tölunum frá degi til dags. Það er mikið um framlög til okkar en ég hef haft í önnur horn að líta," segir Stef- án en finnst hugmyndin þó góð. Segir að áður fyrr hafi það tíðkast að gefa börnum hlutabréf í Eimskipafé- „Þetta var í mína óþökk efsatt er. Ég sá aldrei þessa pen- inga." laginu í afmælisgjöf. Nú sé hins veg- ar tilvalið að nota stórafmæli til að gefa mönnum hlutabréf í húseign herstöðvaandstæðinga enda skipti heimsfriður alla máli. Stefán Pálsson Frábær hugmynd-betra en hlutabréfí Eimskip. Frábær hugmynd „Þetta félag okkar um húseignina er að verða eitthvert fjölmennasta einkahlutafélag á landinu með yfir hundrað hluthafa. Ég hvet sem flesta til að vera með og þá ekki síst þá sem eru að slá saman í afmælis- gjafir. Hugmyndin er frábær," segir Stefán Pálsson. Húseign herstöðvaandstæðinga á horni Njálsgötu og Snorrabrautar er alls 125 fermetrar. Þar var áður prjónabúðin Erla. Betrunarvist sem segir sex Hugtakið betrunarvist nær áður óþekktum hæðum þegar Kvfa- bryggja í Grundarfirði er annars veg- ar. Sífellt berast þaðan fregnir af föngum sem standa í stórræðum og finna sig í andans list. Fyrstur var þar í hópi Árni Johnsen. Hann gerð- ist myndhöggvari, öllum að óvörum, og sneri frá Bryggjunni með uppköst að skáldsögum og urmul úthogg- inna steina. Misfallega að vísu. Svarthöfði ber þó virðingu fyrir handverkinu. Næstir riðu á vaðið nokkrir dæmdir menn í félagskapnum Bryggjutröllin. Svarthöfða þykir þeir með rentu. Miklir menn sem virðast kunna vel við lóðakassa. Þeir gengu þvert á steríótýpuna og stofnuðu bloggsíðu, fyrirbæri sem var ekki alls fyrir löngu aðeins á færi ofurheila á borð við Stefán Pálsson og Egil Helgason. Tröllin hafa náð tökum á því að beisla hugsanir sínar í ritað mál. Það hlýtur að teljast betr- un. Svarthöfði ímyndar sér að áður hafi þar hnefar túlkað innri tilfinn- ingar. Síðasta útspilið er svo Landsíma- pilturinn Kristján Ra. Kristjánsson. Sá lætur ekki deigan síga og undir- býr sigur á leiksviði landans næsta sumar. Footloose ómar um ganga Kvíabryggju. Leikararnir flykkjast vestur frá höfuðborginni í stríðum straumum og ræða við'Kristján um kaup og kjör. Honum við hlið situr Árni Þór Vigfússon og teiknar á blað nýjar leiðir fyrir sjónvarp, útvarp og tímarit. Andagiftin er svo mikil að fang- arnir á Kvíabryggju hafa vart undan. Svarthöfða lang- ar í. Veit vart hvað hann vill enda flókið að út- færa glæp til að komast þarna inn. Kannski er nóg að flytja bara til Grundarfjarðar. Svarthöföi Hvernig hefur þú það? iefþað bara fínt en mér er reyndar alltaf kalt/' segir Hjörtur Howser tónlistar- nður og gagnrýnandi.„Ég þoli ekki þennan endalausa kulda. En,jú ég hefþað ht og myndi hafa það miidu betra efveitingahúsaeigendur borgarinnar færu ni'i nPi \/nnrin cin n nv "
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.