Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 27
I>V Helgarblað LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 27 Eg hef alltaf vitað að ég myndi mennta mig meira en verið mjög leitandi hvar ætti að bera niður þar sem margt vekur áhuga minn. Ég hugsaði um allt milli himins og jarðar, frá ljós- myndun, arkitekta- eða hönnunar- námi til lögfræði og var ljóst að þetta þurfti að vera að einhveiju leyti skapandi," segir Katrín einlæg spurð hvort hún hafi alltaf ætíað sér að sinna starfl sjónvarpsþulunnar og kennslu. „Ég er sumsé sest aftur á skólabekk og það var skrýtin til- finning fyrst en skemmtilega nýtt allt,“ viðurkennir Katrín og heldur áffam full áhuga: „Hugurinn leitaði alltaf aftur og aftur í íjölmiðlanám og nú er ég byrjuð I MA-námi í blaða- og fréttamennsku í Háskóla íslands sem er gríðarlega skemmtí- legt. Það má því segja að ég sé að feta í fótspor bæði mömmu, sem er kennari en ég útskrifaðist úr Kenn- araháskólanum 1999, og pabba sem vann nánast allt sitt líf á fjöl- miðlum, bæði á dagblöðum og ljós- vakamiðlunum. Hann menntaði sig þó í lögfræði en starfaði aldrei við það, enda mikilvægt að fjölmiðla- fólk komi úr ólíkum áttum og með fjölbreytta menntun að baki,“ segir Katrín Brynja sem upplifði þá erf- iðu sorg að missa föður sinn sem hafði barist við krabbamein. Erfiður föðurmissir „Það að fylgjast með foreldri sínu greinast með krabbamein, takast á við mjög erfiðan sjúkdóm og meðferðir og að lokum deyja er eflaust eitthvað sem mun merkja mig fyrir lífstíð. Ég er býsna langt frá því að vera sama Katrín Brynja og áður en þetta ferli hófst en um leið verð ég að líta á mig sem reynslunni ríkari. Ekki bara mín vegna, heldur líka Mána Freys. Við- horf pabba til þessa viðfangsefnis er samt hinn stóri lærdómur og hann á aðdáun mína alla. Mér fannst á stundum mjög undarlegt hvernig hann gat tekist á við þetta mótlæti beinn í baki, alveg fram á síðasta dag,“ segir Katrín óhrædd við að ræða tilfinningar sínar og heldur áfram: „Þó aldrei með nein- um töffaraskap, hann átti sínar erf- iðu stundir eins og við öll. Við not- uðum tímann eins vel og okkur var unnt og hver stund sem við áttum saman var ljúfsár því við vissum að þetta yrði að öllum líkindum ekki endurtekið. Mín tílfínning segir mér hins vegar að pabbi sé alltaf hjá mér.“ Góð mamma Móðurhlutverkið er ríkt í Katrínu, það skín úr augum hennar og góðri og afslappaðri návist. „Það er þvílík upplifun á hverjum einasta degi að eiga barn og alltaf heldur maður að þetta geti ekki orðið skemmtilegra. Vinir mínir sem eru komnir lengra en ég í þessum mál- um segja mér hins vegar að hvert skeið hafi sinn ótrúlega sjarma og þetta sé alltaf gaman. Ég legg mikla áherslu á að njóta Mána Freys og hvers dags sem ég fæ með honum. Ég segi honum á hverjum einasta degi að ég elski hann og það er „Það að fylgjast með foreldri sínu greinast með krabbamein, takast á við mjög erf- iðan sjúkdóm og meðferðir og að lok- um deyja er eflaust eitthvað sem mun merkja mig fyrir lífs- tíð. kannski farið að fara inn um annað og út um hitt en ég vona að mér takist að láta hann finna að hann á hug minn allan. Ég hef mjög gaman af því að hlusta á snillinginn hann Hugo Þórisson, og reyni eftir bestu getu að tileinka mér hans speki. Foreldrahlutverkið er sennilega það flóknasta en um leið það skemmtilegasta sem maður fær að takast á við í þessu lífi,“ segir hún. Ætlar að efla andann „Ég hef áhuga á að efla andann og sjálfið og á gríðarlegt magn af bókum sem allar eiga að veita þetta eina sanna svar. Ég hef líka mikinn áhuga á innanhússhönnun og get legið endalaust yfir svoleiðis tíma- ritum. Mig langar að læra golf og sé mig auðveldlega fyrir mér á golf- vellinum, að sjálfsögðu að leika snilldarvel. Veit samt ekki hvað þol- inmæði mín fleytir mér langt í þessu tæknilega sporti en þetta er allavega eitthvað sem mig langar að gefa tækifæri hvenær sem það verð- ur. Einhvern veginn er það svo að eftir að Máni Freyr fæddist hafa þessar svokölluðu frístundir svo gott sem þurrkast út. Hans þarfir koma fyrstar og hann er lítið settur í pössun þessi elska. Ætli eigingirni foreldranna spili þar ekki stórt hlut- verk?" segir hún hlæjandi. „En við gerum reglulega tilraun til þess að fara niður að Tjörninni og gefa önd- unum eða öllu heldur mávunum brauð og styrkjum ísbúðina á Haga- mel oftar en góðu hófi gegnir. Þess á milli dundum við okkur heima, ég að læra og Máni Freyr í hlutverki íþróttaálfsins sem á hug hans allan þessa dagana. Merkilegt hvað þetta konsept hefur góð áhrif. Hann er óseðjandi af paprikum og gúrkum sem hafa hlotið hið virðulega nafn íþróttanammi og steypir sér í koll- hnísa í tíma og ótíma! Á hliðarlín- unni stöndum við foreldrarnir og klöppum." Þulustarfið „Við fáum vinnuskipulag í lok hvers mánaðar og skipuleggjum okkur út frá því. Ef eitthvað kemur upp á hjá einhverju okkar erum við boðin og búin til að aðstoða og skipta vöktum ef þess þarf. Það er svona þegjandi samkomulag okkar á milli að hjálpast að og láta þetta ganga upp fýrir alla. Ég mæti klukk- an fimm í smink og það er alltaf gaman. Förðunardömurnar eru skemmtilegar og oft hafa átt sér stað afar innihaldsríkar samræður á meðan „andlitið" er sett á mann og ýmis mál krufin til mergjar. Það er svolítið skemmtilegt samband sem myndast á milli förðunardömu og þess sem er farðaður. Rétt fyrir sex er ég tilbúin í fyrstu kynningu og þá er maður kominn £ ákveðnar stell- ingar. Textinn, sem við búum til sjálf, er lagfærður og kvöldið nokkurn veginn kortlagt. Það er einstaklega gott að vinna í Sjón- varpinu og þetta er engin klisja, það er bara þannig. Þarna ríkir góður andi og fólk er tilbúið til að gefa af tíma sínum. Allir vinir í skóginum þrátt fyrir stress og annríki," segir hún brosandi. Spáð í Katrínu Sjónum er beint að Katrínu Brynju Her- mannsdóttur sjónvarpsþulu og framtíð hennar. Hún er einlæg móðir og for- dómalaus gagn- vart tarotlögninni sem Helgarblaðið leggur fýrir hana. Nærvera Katrínar er áberandi góð og afslöppuð. 9bikarar Umhyggja, heið- arleiki og jákvætt við- horf til lífsins lýsir Katrínu best þar sem ást, vinátta, góður félagsskapur og notalegt umhverfi eilir þig á allan hátt. Hátíðahöld eru framundan. Vei; höldin tengjast skyldfólki Katrínar á einhvem hátt og vinir og félagar koma fyrr en síðar saman og fagna með henni í góðu yfirlæti. Gleðin er hljómurinn sem bergmálar í kring- um hana á sama tíma og mannleg samskiptí veita henni mikla gleði og færa sjálfið á hærra stig. 9mynt Velferð þín er fyrirfram ákveðin af æðri öfium. Hér er þér lýst sem manneskju sem kýs að vera ein endram og eins og nýtur þess að eiga stundir með sjálfinu. Þú hefur lagt á þig ómælda erfiðis- vinnu til að ná þeim árangri sem þú býrð við í dag. Nú er komið að þér að njóta tilverunnar. Þú átt það til að efast um að framhaldið verði jafn gott og spár segja en þar ert þú að eyða tíma þínum í óþarfar áhyggjur. Fjárhagslegt öryggi einkennir fram- tíð þína. Brynju Styrkur Ljónið táknar tilfinningar sem þú býrð yfir. Styrkur þinn er mikill og öflug- ur í mjög víð- um skilningi. Ef tilfinningar þínar einkennast af vanlíðan munu þær ýta undir enn verri tilfinningar með tímanum. Sér í lagi ef um afbrýði- semi eða reiði er að ræða. Slíkar til- finningar eyðileggja einungis fyrir þér. Þú skalt umfram allt finna jafnvægi innra með þér og nota kraft þinn á réttan hátt því hann mun nýtast þér vel næstu misseri ef þú ferð rétt að. Jákvæðar tilfinning- ar blómstra með þér og styrkleika þínum ef þú leyfir. Þú kemst í gegn- um hvað sem er með því að nýta orku þína rétt. Sjálfstjórn og móralskur styrkur býr innra með þér. í faðmi fjölskyldunnar yfir há- tíðamar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.