Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 Sport DV í SJÓNVARPINU Aston Villa-Liverpool Baros kannski klár. Berger ekki. Morientes tæpur. Lcu kl U45 Arsenal-Sunderland Henry tæpurað vanda. Lehmann ætti að vera klár. Elliott og Breen klárir- Lau.kl.1S Newcastle-Birmingham Dyer, Bowyerog Carr meiddir. Butt enn í banni. Izzet tæpur. Lau. kl. B'burn-Charlton Savage tæpur. Nelsen einnig. Bent klár. Lau. kl. 15 Fulham-Man. City Jensen, Diop og Malbranque ættu að vera klárirsem og Boa Morte. Thatcher klár. Lau M ;J West Ham-WBA Zamora og Aliadiere kannski klárir. Albrechtsen kláren Geráenn meiddur. Lau.kl.15 Portsmouth-Wigan Diao klár, Lualua kannski. McCulloch og Roberts klárir. Lau.kl.17.15 Everton-Middlesbrough Valente og Ferrari meiddir. Rochemback kannski klár. Boateng og Hasselbaink klárir. Sun.ki.14 Man. Utd.-Chelsea Scholes aftur klár eftir að hafa tekið út bann. Giggs, Keane, Héinze, Fortune, Saha og Neville allir frá. Flestir hjá Chelsea heilir. Sun.kl.16 ummseii 'ikunn’ r Collyniore sektaður í Ástralíu Stan Collymore, hin fallna fót- boltastjarna, var á dögunum sektaður um 10 þúsund krónur af áströlskum yfirvöldum. Hann átti í útistöðum við lögregluna fyrir utan næturklúbb í bænum Caims en fyrr um kvöldið hafði hann rifist við hóp af breskum ferðalöng- um. Collymore, sem er 34 ára gamall og lék , áður til að mynda fyrir - Liverpool, játaði sig sekan fyrir að hlusta ekki á fyrirmæli lögreglumanna. [V Þó svo aö “ Collymore hafi unnið nokkra sigra á fót- boltavelUnum er hann fyrst og fremst þekktur fyrir skap- bræði og koma því þessar fréttir væntan- lega fáum á óvart. BOLTINN EFTIRVINNU Wenger er í vanda staddur þegar kemur aö Chelsea og ég held að hann sé það sem þið enskir kallið glugga- gægir. Honum finnst gott að horfa á annað fólk. Jose Mourinho lá ekki á skoðunum sínum þessa vikuna frekar en aðrar og hleypti öllu I bál og brand meö þessum ummælum á mánudaginn slðastliðinn. Fergie sýndi leikmönnum viðtalið Sir Alex Ferguson, knattspymustjóri Manchester United, sýndi leikmönnum sínum viðtalið fræga við Roy Keane sem átti að birtast á MUTV eftir að liðið hafði tapað illa fyrir Middlesbrough um síðustu helgi. Sýningin var á fimmtudaginn, dag- inn eftir að liðið tapaði.fyrir Lille í meistaradeild Evrópu, og var tilgangurinn sá að —kveikja í mannskapnum og einfaldlega til að taka af allan í efa um hvað kom fram í raun |Og vem í máli Keane. Mikið verið rætt um téð i viðtal þar sem fyrirlið- mun hafa farið ófögrum orðum um liðsfélaga sfna. Það er að segja þá sem Keane hafði lítið álitá. Sagan endalausa af deilu þeirra Arsene Wenger og Jose Mourinho hélt áfram í gær en hún hættir sennilega ekki fyrr en þeir em báðir komnir undir græna torfu. Þykir mörgum að þessi deila sé orðin að algjörum skrípaleik og fullorðnum mönnum vart sæmandi. Það er svo sem ekkert skrýtið enda hefur þessi vitleysa náð nýjum hæðum í deilum knattspyrnustjóra enskra félaga. Allt byrjaði þetta á mánudaginn þegar að Mourinho kallaði Wenger gluggagægi. Síðan þá hafa þeir skipst á skotunum í enskum fjöl- miðlum sem éta allt hrátt sem þess- ir menn segja - bókstaflega. \Arsene Wenger er reyndar mjög fær á enska tungu og mælir mjög skiljanlegt mál en hið sama verður ekki sagt um Mourinho. Portúgalinn lætur allt flakka og er ekki mikið að spá í reglum enska tungumálsins, heldur hendir fram orðum og orða- samböndum í gjörsamlega ófyrirsjá- anlegri röð. Enskir blaðamenn eru lfka löngu hættir að reyna að „fegra" mál hans og gera það skiljanlegt, heldur bara hripa það beint niður það sem hann hefur sagt inn á seg- ulbandið þeirra. Gott dæmi um þetta er þegar Mourinho var að reyna að lægja öld- urnar fyrr í vikunni. „My objective is that it is enough. [...] I aecept his next answer being strong but it is time to stop because if he doesn’t stop, we are there for the fight." Sterk orð. Kannski skildi Wenger þau ekki og hélt að hann væri í raun að lýsa yfir stríði. Það er ekki fjarri lagi af viðbrögðum hans að dæma. „Ég mun segja álit mitt á Chelsea ef mér sýnist. Ekkert mun stöðva það," sagði Wenger. Eftir alla þessa hringavitíeysu virðist vera að annar þeirra hafi fengið nóg. „Þessu máli er lokið í mínum augum. Ég mun ekki ræða þetta frekar," sagði Wenger í viðtali við enskt dagblað í gær. Mourinho gegn Wenger Mourinho sagði: „Arsene er svona einn af þessum gluggagægj- um." Mour- inho sagði: „Við eigum stórar möpp- ur fullar af um- mælum Wenger um Chelsea." Mour- inho sagði: „Ef hann ertilbúinn að biðjast afsökunar, geri ég hið sama." m Wenger sagði: „Mér fannst þetta rangt og móðgandi." Wenger sagði: „Ég svara fyrir mig ef ráðist erá mig." Wenger sagði: „Ég segi það sem ég vill um Chelsea." Hélt að kæmi ekki að því... en ManU er alvarlega í ruglinu. Van der Sar í ruglinu. Rio í ruglinu... hvar endar þetta??? Mendieta í gamla forminu með tvö mörk... en ég lofa því að hann meiðist í 7 mánuði fljótíega. Hvað í andskot- anum er í gangi á Trafford???? Þarf gamli að fara að pakka? Gleðilegt fyrir Ronaldo að skora 1000. mark United í þessu rugli! Sammi Sopi hefur ekki efni á þráðlausum handfrjálsum búnaði á símann sinn af því hann er alltaf að borga sektir fyrir þennan hrækjandi geð- sjúkling sem hann er með í fram- línunni hjá sér! Það ætti að loka þetta dýr inni. Liverpool vann jú um helgina, en þetta lið sýgur úld- inn sæotur, getur ekki skorað og á að vera í fallbaráttu. Nenni ekki að tala um Chelsea, en Maximus setti tvö og er náttúrulega bara RUGL góður, enda segir Múrenan að hann sé besti miðjumaður í heimi. Hvemig segir maður „amma þín sængar hjá hundum" á velsku? Spyijið Hughes, því hann var rekinn upp í stúku fyrir að segja það við dómarann.. Arsenal getur þakkað æðri máttarvöldum fyrir að hafa ekki tapað fyrir Tottenham Júdas átti að fá rautt fyrir olnbogaskot, en hver þarf Arse-Sol, þegar hann hefur Kónginn. Robinson á fjögur stig skuldlaus eftir síðustu tvo leiki. Úúúps! Ég er farinn eins og... Rauðu djöflamir. ...sérenska boltann með sólgleraugum Nennir einhver að skeina mér? Hiti á leik Tottenham og Arsenal skyggnist á bakvið tjöldin í enska boltanum Okey ég vil byrja á því að viðurkenna það að ég skeit á mig um daginn, ég viðurkenni það. Ég sagði ykkur skothelda leið til að vinna easy money, en hún klikkaði aaaað- eins. En ég er ekki eini maðurinn sem þarf að skeina sér þessa dag- ana. Það þarf 10 menn í fulla vinnu við að skeina Sir Alex Fergu- son! Síðasti almennilegi miðjumað- urinn sem Sir Alex splæsti í var Juan Veron sumarið 2001. Eftír það keypti hann „klassamenn" eins og Kleberson og Djemba Djemba. Er maðurinn eitthvað þroskaheftur? Hversu flókið er að rífa upp veskið og splæsa í ein- hvern almennilegan miðjumann. Það er ekki eins og þeim vanti fokking money! Sörinn hefur fengið nokkrar frábærar hugmyndir um ævina. „Humm já David Beckham, mér finnst kellingin hans leiðinleg þannig við seljum hann bara." Frábær hugmynd snappahead! Síðan fékk hann aðra frábæra hugmynd: „Já Jaap Stam, vél- menni á fótíeggjum sem tapar ekki skallabolta, heyrðu hann skrifaði bók um daginn, seljum hann bara!" Ekki nóg með það að hann seldi Becks og Stam þá seldi hann Dr.Phil um daginn líka! Hvað var að frétta í þessum þykka skoska haus hans þegar hann fékk þá snilldar hugmynd! Það þarf bara eiginlega að spúla á honum skoska háruga rassgatið! En manni þykir nú samt alveg smá vænt um gamla kallinn, ég meina, hann er búin að vera með þetta lið núna í einhvern 130 ár. Ég væri alveg vel til í að hafa kall- inn þama lengur ef hann bara drullast til þess að rífa upp budd- una og splæsa í einhveiju heimsklassa leikmenn! Ekki brasilískan rjóma með teina! Ein- hvem nagla! Eins og The Beast sem Real splæsti í, eða bara Ball- ack og málið er dautt! Hversu flókið er síðan bara að meiðast ekki! Roy Keane, Gary Neville, Heinze, Giggs, Saha og Solskjær. Senda þessa menn í lyft- ingasalinn! Síðan emm við með menn eins og Jessicu Fletcher alltaf í byrjun- arliðinu. Hvernig væri að rétta honum bara ritvél og leyfa frekar litía kínverjanum að spÚa i stað- inn. Þó hann sé ekki myndarlegur þá er hann allaveganna góður í fótbolta! Ég er að verða geðveikur á þessu helvíti! Andskotans helvítis helvítis helvíti! Sol reifst við stuðnings- mannTottenham Þegar Sol Campbell skipti yfir í Arsenal frá Tottenham á sínum tíma þótti flestum stuðningsmönnum Totten- ham erfitt að sjá eftir einum^p besta leikmanni liðsins fara til erkifjendanna. Margir þeirra hafa enn ekki fyrirgefið honum skiptin og munu sjálfsagt aldrei gera það upp úr þessu. Þegar lið- in mættust um liðna helgina sauð upp úr enn á ný en Sol sjálfur gerði Ktíð til að lægja öldumar. í fyrri hálfleik lenti hann í sam- stuði við Finnann Teemo Taino, miðvallarleikmann Tottenham, með þeim afleiðingum að Finninn skarst illa og þurfti fjögur spor til að loka sárinu eftír leikinn. Blóði drifinn sakaði Finn- Sol Campbell Ekki vin- sæll meðal stuðnings- manna Tottenham. inn Sol um að hafa gefið sér olnbogaskot envildi síðan ekki fullyrða um hvort það hafi iverið viljandi gert hjá Sol eða ekki. Eftir leikinn sauð svo upp úr þegar að stuðningsmaður Totten- ham jós fúkyrðum yfir Sol er hann gekk af velli. Sol svaraði fyrir sig en dómari leiksins var ekki langt und- an og heyrði allt. Ekki er búist við að leikmaðurinn muni hljóta ein- hverjar refsingar fyrir en forráða- menn Tottenham vita hvaða stuðningsmaður áttí í hlut og hafa sagt að hann verði dæmdur í lífstíð- arbann frá vellinum ef það reynist satt að hann hafi blótað Campbell svo harkalega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.