Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1955, Side 34

Símablaðið - 01.01.1955, Side 34
8 B í M A B LAÐ IÐ njóta þessara réttinda í 20 ár. Það verður að segja þeim aðiljum, sem unnu að samningu Starfsmannareglanna til verðugs hróss hversu framsýnir og stórhuga þeir hafa verið, því nú 20 ár- um seinna eru margir kaflar laganna um réttindi og skyldur svo að segja teknir orðréttir upp úr okkar reglum, það er aðeins í fáum atriðum, sem nýju lögin ná lengra. Annað stórmál langar mig líka til að minnast á, sem er alger nýjung á sviði félagsmála hér á landi, en það er stofn- un Starfsmannaráðs Landsímans, það er viðauki við starfsmannareglurnar og hlaut staðfestingu þann 20. júlí 1953, af fyrrverandi símamálaráðherra Birni Ólafssyni og póst- og símamálastjóra. Með stofnun þess er tekinn upp alveg nýr þáttur í starfsemi félagsins og stofnuninni. I starfsmannaráði eiga sæti forstjórar aðaldeilda Landsímans í Rvík. skrif stofust j órinn, yf irverkf ræðingur, bæjarsímastjórinn og ritsímastjórinn, ásamt tveim fulltrúum frá F.l.S. Á fundum þess, sem haldnir eru tvisvar í mánuði verður að ræða og taka afstöðu til þeirra mála, er varða launa- kjör starfsmanna, tillögur um breyt- ingar á launalögum, færslu milli launa- flokka, skipun í stöður og frávikningu, svo og önnur mál er varða hagsmuni stéttarinnar eða einstakra starfsmanna, ennfremur skipulagsmál. Þá er gert ráð fyrir að allir háir, sem lágir innan stétt- arinnar, sem hafa eitthvað fram að færa stofnuninni til framdráttar komi hugmyndum sínum á framfæri við Starfsmannaráð og, ef ráðið telur hug- myndirnar þess verðar, þá getur það gert tillögur um að veita tillögumönn- um verðlaun fyrir þær. Þessi tilhögun hefur reynst vel í stórfyrirtækjum er- lendis, hún hvetur óbreytta liðsmenn til að leggja sig fram og koma með sjálf- stæðar hugmyndir, sem þeir hafa öðl- ast gegnum reynslu sína í starfi. Starfsmannaráð er aðeins ráðgef- andi. Það sendir tillögur sínar til póst- og símamálastjóra, þær af tillögunum, sem hann hefur ekki vald til að taka endanlega ákvörðun um sendir hann á- fram til símamálaráðherra. Starfs- mannaráð hefur nú starfað rúmt ár, starfsemi þess hefur að mestu snúist um mál, er varða starfsfólkið og er það ekkert óeðlilegt, þar sem það hlýt- ur ætíð að vera mikilsvert hverju fyr- irtæki að hafa ánægðu og dugmiklu starfsfólki á að skipa. Fyrstu starfsár ráðsins hljóta að miklu leyti að marka stefnu þess í framtíðinni. Því er það afar áríðandi að starfið takist vel. Skoðun mín á störfum þess þetta fyrsta starfsár er sú, að það lofi góðu um framtíðina. Fulltrúar stofnunar- innar hafa sýnt fullan hug á því að skilja og leysa þau mál, sem varða hagsmuni stéttarinnar. Ég vil fyrir hönd félagsins flytja þeim okkar beztu þakkir. Annars er það mikið á valdi yfirstjórnar símamálanna hvernig til- tekst um þenna nýja þátt í starfsemi stofnunarinnar og ég vona, að hún hlúi að honum, ekki síður en starfsmanna- reglunum á sínum tíma. Verði sú trú mín að veruleik, verður ekki langt að bíða þess, að önnur stórfyrirtæki hér á landi taki upp þessa starfshætti okkar og er það vel ef við getum aftur orðið öðrum stéttum og stofnunum til fyrirmyndar......Að lokum þakka ég svo öllum þeim félögum sem unnið

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.