Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 34

Símablaðið - 01.01.1955, Síða 34
8 B í M A B LAÐ IÐ njóta þessara réttinda í 20 ár. Það verður að segja þeim aðiljum, sem unnu að samningu Starfsmannareglanna til verðugs hróss hversu framsýnir og stórhuga þeir hafa verið, því nú 20 ár- um seinna eru margir kaflar laganna um réttindi og skyldur svo að segja teknir orðréttir upp úr okkar reglum, það er aðeins í fáum atriðum, sem nýju lögin ná lengra. Annað stórmál langar mig líka til að minnast á, sem er alger nýjung á sviði félagsmála hér á landi, en það er stofn- un Starfsmannaráðs Landsímans, það er viðauki við starfsmannareglurnar og hlaut staðfestingu þann 20. júlí 1953, af fyrrverandi símamálaráðherra Birni Ólafssyni og póst- og símamálastjóra. Með stofnun þess er tekinn upp alveg nýr þáttur í starfsemi félagsins og stofnuninni. I starfsmannaráði eiga sæti forstjórar aðaldeilda Landsímans í Rvík. skrif stofust j órinn, yf irverkf ræðingur, bæjarsímastjórinn og ritsímastjórinn, ásamt tveim fulltrúum frá F.l.S. Á fundum þess, sem haldnir eru tvisvar í mánuði verður að ræða og taka afstöðu til þeirra mála, er varða launa- kjör starfsmanna, tillögur um breyt- ingar á launalögum, færslu milli launa- flokka, skipun í stöður og frávikningu, svo og önnur mál er varða hagsmuni stéttarinnar eða einstakra starfsmanna, ennfremur skipulagsmál. Þá er gert ráð fyrir að allir háir, sem lágir innan stétt- arinnar, sem hafa eitthvað fram að færa stofnuninni til framdráttar komi hugmyndum sínum á framfæri við Starfsmannaráð og, ef ráðið telur hug- myndirnar þess verðar, þá getur það gert tillögur um að veita tillögumönn- um verðlaun fyrir þær. Þessi tilhögun hefur reynst vel í stórfyrirtækjum er- lendis, hún hvetur óbreytta liðsmenn til að leggja sig fram og koma með sjálf- stæðar hugmyndir, sem þeir hafa öðl- ast gegnum reynslu sína í starfi. Starfsmannaráð er aðeins ráðgef- andi. Það sendir tillögur sínar til póst- og símamálastjóra, þær af tillögunum, sem hann hefur ekki vald til að taka endanlega ákvörðun um sendir hann á- fram til símamálaráðherra. Starfs- mannaráð hefur nú starfað rúmt ár, starfsemi þess hefur að mestu snúist um mál, er varða starfsfólkið og er það ekkert óeðlilegt, þar sem það hlýt- ur ætíð að vera mikilsvert hverju fyr- irtæki að hafa ánægðu og dugmiklu starfsfólki á að skipa. Fyrstu starfsár ráðsins hljóta að miklu leyti að marka stefnu þess í framtíðinni. Því er það afar áríðandi að starfið takist vel. Skoðun mín á störfum þess þetta fyrsta starfsár er sú, að það lofi góðu um framtíðina. Fulltrúar stofnunar- innar hafa sýnt fullan hug á því að skilja og leysa þau mál, sem varða hagsmuni stéttarinnar. Ég vil fyrir hönd félagsins flytja þeim okkar beztu þakkir. Annars er það mikið á valdi yfirstjórnar símamálanna hvernig til- tekst um þenna nýja þátt í starfsemi stofnunarinnar og ég vona, að hún hlúi að honum, ekki síður en starfsmanna- reglunum á sínum tíma. Verði sú trú mín að veruleik, verður ekki langt að bíða þess, að önnur stórfyrirtæki hér á landi taki upp þessa starfshætti okkar og er það vel ef við getum aftur orðið öðrum stéttum og stofnunum til fyrirmyndar......Að lokum þakka ég svo öllum þeim félögum sem unnið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.