Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
Bílar kramdir
á Vestfjörðum
Von er á brota-
járnspressu til Vestfjarða á
næstu dögum að því er fram
kemur á vef Bæjarins besta.
Það er Gámaþjónusta Vest-
fjarða sem leigir pressuna af
fyrirtækinu Hringrás í
Reykjavík. Víðir Olafsson,
stöðvarstjóri Funa, hvetur
umráðamenn úr sér geng-
inna bfla til að koma með þá
í Funa og láta pressa þá. Eig-
endur bfla sem eru skráðir
1980 eða síðar fá greitt 15
þúsund króna skilagjald af
hverjum bfl. Einnig er tekið
við eldri bflum, en ekki er
greitt fyrir þá skilagjald.
Meiri tekjur
en óbreytt lán
Minnihlutinn í bæjar-
stjórn Árborgar gagnrýnir að
þrátt fyrir að skatttekjur
hækki um 85 milljónir króna
og seldar hafi verið eignir
fyrir 74 milljónir séu áform
um lántökur óbreytt. Ráð-
deild og hagkvæmni meiri-
hlutans sýni sig best í
áformum um uppbyggingu
fþróttamannvirkja, fjöl-
skyldu- og vatnagarðs fyrir
milljarða króna á sama tíma
og mörg önnur tiltekin mál
sitji á hakanum. Spurt var á
móti hvort minnihlutinn
væri á móti uppbyggingu
íþróttamannvirkja.
Lögreglu hefur verið tilkynnt um hótanir sem starfsfólki Bónus á Seltjarnarnesi
hefur borist vegna réttarhaldanna yfir Axel Karli Gíslasyni og félögum hans. Þeir
rændu starfsmanni verslunarinnar og neyddu hann til að taka peninga úr hrað-
banka. Menn tengdir mannræningjunum hótuðu starfsfólki því að þeir sem bæru
vitni í héraðsdómi myndu hafa verra af. Lögregla er á varðbergi.
„Það er full ástæða til þess að taka þessar hótanir alvarlega enda
hafa þessir menn sýnt að þeir eru til alls líklegir,1' segir Svanur
Valgeirsson, starfsmannastjóri Bónuss, um hótanir sem borist
hafa starfsmönnum hans.
Starfsmenn Bónuss á Seltjarnar-
nesi hafa orðið fyrir hótunum vegna
réttarhaldanna yfir Axel Karli Gísla-
syni og félögum hans.
Axel og félagar rændu
starfsmanni Bónus
sePt- $2“?
ember, börðu hann og ógn-
uðu og neyddu hann síðan jj
til að taka út rúmar þrjátíu
þúsund krónur úr hrað-
banka við Hagatorg. Sam- ;
kvæmt heimildum DV
mun hótunin hafa verið á
þá leið að þeir sem bæm
vitni gegn mannræningj-
unum í héraðsdómi hlytu
verr af.
Vngsti
piannpæninji
íWgSssx&É
Höfðu strax sam-
band við lögreglu
Starfsmannastjóri
Bónuss, Svanur Valgeirsson, hefur
verið í sambandi við lögregluna í
Reykjavík vegna hótananna. Málið
bíður aðalmeðferðar. í vikunni barst
verslunarstjóra búðarinnr símtal frá
manni sem hótað öllu illu bæri starfs-
fólki vitni við réttarhöldin. Maðurinn
er talinn tengjast mannræningjunum.
Verslunarstjórinn hafði í kjölfarið
samband við Svan sem strax gerði lög-
reglu viðvart.
„Við tökum hótari-
A/ ir gegn starfsfólki okk-
"U&máJjt ar mjög alvarlega og
SS) þess vegna höfðum
við strax samband við
lögreglu," segir Svan-
ur.
Að því er Svanur
segir brást lögreglan
við tilkynningu hans á
þann veg að reglulega
er ekið fram hjá versl-
uninni og lögreglu-
menn séu á varð-
bergi.
I samtali við DV
fyrir skömmu sagði
móðir fórnarlambs mannræningj-
anna að sonur sinn óttaðist mjög að
mæta mönnunum sem hrifsuðu hann
á brott og neyddu hann með hótun-
um að taka út peninga. Hann mun
engu að síður þurfa að bera vitni við
aðalmeðferð málsins. Sömuleiðis
Rásbyssa Mann-
ræningjarnir not-
uðu byssu svipaða
þessari til að ógna.
„Við tökum hótanir
gegn starfsfólki okkar
mjög alvarlega og
þess vegna höfðum
við strax samband við
Landsbankinn við Hagatorg Hérvar
fórnarlamb mannræningjanna neytt til að
taka út peninga.
verða væntanlega kallaðir til vitnis
starfsmenn Bónuss sem gáfu skýrsu í
tengslum við rannsókn málsins.
Höfuðpaurarnir bræður
Þeir sem eru ákærðir í tengslum
við mannránið eru
bræðurnir Axel Karl
Gíslason og Agnar
Líndal Gíslason en
þeir eru taldir vera
höfuðpaurarnir í málinu. Auk
þeirra eru Guðmundur Helgi
Sigurðsson, sem var ökumaður
á meðan mannráninu stóð, Elías
Andri Óskaisson og Gunnar Krist-
ófer Pálsson, sem fóru ásamt Axel
inn í Bónús, sóttu kassastarfs-
manninn og neyddu hann út
ákærðir.
Bræðurnir Axel og Agnar hafa þeg
lögreglu.
ar játað sinn þátt að málinu að hluta
en hinir þrír neituðu allir sök við þing-
festingu.
Ástæða mannránsins er sam-
kvæmt heimildum DV þýfi sem lög-
regla gerði upptækt af Axeli Karli
Gíslasyni skömmu fyrir mannránið.
Axel mun hafa talið að Bónusstarfs-
maðurinn hafi átt einhvem
þátt í afskiptum
lögreglu af sér.
andri@dv.is
bíl,
Leigubílstjóri sem afvopnaði konu ósáttur við lögregluna
Magnús Samúel
Gunnarsson Afvopn■
aði konu sem reyndi
að ræna hann og
gagnrýnir viðbrögð
lögreglunnar.
Um hádegi í gær var til-
kynnt unt eignaspjöll á
rauðri Nissan Micra-bifreið
utan við Akurskóla í Njarð-
vik. Búið var að rispa vélar-
ltlíf bifreiðarinnar, með
einhverju oddhvössu. Þetta
mun hafa verið gert síðast-
liðinn þriðjudag. Ef einhver
hefur orðið vitni að þessu
er hann vinsamlega beðinn
um að hafa samband við
Lögregluna í Keflavík.
Aðferðir lögreglu líkt og í bananalýðveldi
„Hún spurði hvort hún mætti gera
mér greiða og var þá að meina kyn-
ferðislega þjónustu," segir Magnús
Samúel Gunnarsson leigubflstjóri en í
fýrrakvöld gerði kvenkyns farþegi
hans tilraun til að ræna hann. Stuttu
eftir að hann neitaði kynferðislegum
greiða í staðinn fyrir greiðslu fyrir far-
ið dró konan upp byssu sem nú hefur
komið í ljós að var loftbyssa.
„Ég hafði samt ekki hugmynd um
hvemig byssa þetta var," segir Magn-
ús sem tók konuna upp í leigubílaröð
við Nordica hótel og bað hún hann
um að skutla sér á sólbaðstofu á
Grensásvegi. Ferðin endaði þó ekki
þar, heldur við hús Orkuveitunnar á
Bæjarhálsi.
Hvað liggur á?
Þegar konan tók byssuna upp
reyndi Magnús að tala hana til.
„Við öskruðum á hvort annað í
smátíma," segir hann. Konan sagðist
vera peningalítil og í vandræðum
með son sinn. Loks náði Magnús að
sannfæra hana um að hún þyrfti á
einhvers konar aðstoð að halda og
hún afhenti honum byssuna. Meðan
á hamagangnum stóð þrýsti Magnús
á neyðarhnapp í bflnum sínum. Þeg-
ar ekkert bólaði á lögreglunni hringdi
hann í 112 og leiðbeindi lögreglunni á
réttan stað.
„Ég var búinn að lofa stelpunni að
þetta yrði rólegt og myndi ganga frið-
samlega fyrir sig," segir Magnús og á
þá við handtökuna. Svo fór hins vegar
alls ekki. „Lögreglan notaði kallkerfið
„Það liggur ó að klðra að taka kjallaranrt í gegn," segir Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlög-
maður.„Kjallarinn hefur ekki verið fullfrðgenginn fró þvíað við fluttum inn en nú er mðlið að
komast d skrið."
til að biðja hana að koma út úr bfln-
um eins og í bíómynd og hún fór út
með hendur á lofti," segir hann. Því
næst sá hann þrjá sérsveitarmenn
nálgast konuna með byssurnar á lofti.
Stuttu síðar lá konan á jörðinni með
andlitið í klakanum. Það blöskraði
Magnúsi og reyndi hann að koma
henni til hjálpar. „Þá réðust þeir á mig
og ýttu mér í burtu," segir Magnús
sem var í kjölfarið fluttur niður á lög-
reglustöð í jámum þar sem hann fór í
skýrslutöku. Konunni var sleppt um
miðjan dag í gær eftir skýrslutöku og
er málið nú í rannsókn.
Magnús ber ekki kala í bijósti til
konunnar, sem hann lýsir sem
huggulegri konu milli þrítugs og fer-
tugs. Reiði hans beinist mun fremur
að viðbrögðum lögreglunnar sem
hann lfldr við aðferðir í bananalýð-
veldi.