Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 19
TtVSpclt F&STWAGW'A 11 NÓVEMBER 2005 39 Guðfinnur hættur hjá Þrótti Guðfinnur Ómarsson, knattspyrnu- maður úr Þrótti, er hættur hjá fé- laginu og hyggst reyna fyrir sér annars staðar. Þetta staðfesti hann í samtali við DV Sport í gær. „Það er ekki komið á hreint hvert ég fer, það er verið að vinna í þessum málum. Ég skil við Þróttara í fullkominni sátt, mér fannst mig bara vanta nýtt umhverfi og vildi prófa nýjan búning," sagði Guðfinnur og bætir við að hann muni að öllum lík- indum ekki leika í Lands- bankadeildinni að ári. Jóhannesvar ósáttur Jóhannes Karl Guðjóns- son hefur áður sagt að hann sé tilbúinn að leika með ís- lenska landslið- inu á ný eftir að Eyjólfur Sverris- son tók við liðinu. Hann var spurður um þetta af enskum blaðamanni í Leicester, þar sem hann leikur, og sagðist hafa hætt að leika með landsliðinu þar sem hann „...átti ekki í góðu sambandi við lands- liðsþjálfarann. En nú er ís- lenska landsliðið komið með nýjan þjálfara þannig að það er aldrei að vita hvað gerist. Ég gæti fljót- lega farið að endurskoða afstöðu mína.“ Ferguson ósátturvið Keane Alex Fergu- son, knatt- spyrnustjóri Manchester United, hefur gert lítið úr þeim vangavelt- um að Roy Kea- ne muni verða eftirmaður hans í stjórastarfmu á Old Traf- ford. Hann hefur áður lýst yfir stuðningi sínum en vildi lítið ræða þetta mál þegar hann var spurður um það á dögunum. „Ung- ir knattspyrnustjórar koma og fara. Sumir segja að ' ir og þessir verði ein- hvern tímann landsliðs- þjálfari Englands en svo er hann farinn frá félaginu sem hann var hjá eftir tvö ár. Það er erfitt að starfa í þessu umhverfi og vil ég engu spá um slík mál.“ Úrslit leikja í gær KARLAK ICELAND EXPRESS i /r , „ B Fjölnir-IR 98-74 KR-Haukar 82-70 Skallagrimur-Þor 91-65 Grindavik-Snæfell 95-90 Njarðvík-Hamar/Selfoss 108-68 Höttur-Keflavík Frestað K A R L A R SS-BIKAR ssm Stjarnan 2-ÍBV 30-40 Oft vill það verða hálfgerður dauðadómur fyrir félög að falla úr efstu deild í þá fyrstu. Fallið reynist hátt og þurfa félögin oft að horfast í augu við þá staðreynd að missa sína bestu leikmenn. Slíkt er þó varla tilfellið með þau tvö félög sem féllu úr Landsbankadeildinni í haust en bæði Framarar og Þróttarar hafa haldið langflest- um leikmönnum sínum. Áfram í s/num liðum Framarinn Andri Fannar Ottósson og Eysteinn Pétur Lárusson, Þrótti, veröa áfram meö sínum liðum. FR AM Þessir hafað endurnýjað samnlnga sína: Daði Guðmundsson Gunnar Sigurðsson Ingvar Þór Ólason Omar Hákonarson Viðar Guðjónsson Á leið með að framlengla samnlnga sína: Gunnar Þór Gunnarsson Kristján Hauksson Kannski að hætta: Ríkharður Daðason ÍJ ™rhaHur Dan Jóhannsson •' Knstófer Skúli Sigurgeírsson Komnin Helgi Sigurðsson (Danmörku) Freyr Karlsson (Þrótti) Farnln Ándrés Jónsson (hættur) Fram hafði undanfarin sjö ár barist við falldrauginn í efstu deild en alltaf sloppið þar til nú í haust. Þrðttarar voru nýliðar í deild- inni og þrátt fyrir að hafa staðið sig ágætlega í sumar var það ætíð ljðst að róðurinn yrði þungur. En þessi lið eiga það þó sam- eiginlegt að eiga leikmenn innan sinna raða sem halda tryggð við sitt félag og standa með því í gegnum súrt og sætt. Stöð- ugleiki er mikilvægt atriði hjá knattspyrnuliðum og virðist það ætla að verða sterkt hjá báðum þessum liðum þrátt fyrir að skipta um vettvang. „Þetta gekk vonum framar, það verður bara að segjast eins og er,“ sagði Brynjar Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri rekstrarfélags Fram, í samtali við DV Sport í gær. „Það er kannsld erfitt að benda á einhverja ástæðu fyrir þessu en ég held að mönnum hafi liðið nokkuð vel í Fram. Þetta er stórt félag og um- gjörðin hefur verið að lagast mikið hjá okkur. Það skipti líka miklu máli að við erum með talsvert af Fröm- urum í liðinu, strákum sem sýndu mikinn karakter með því að halda tryggð við félagið. Ég er gríðarlega stoltur af þessum strákum," sagði Brynjar. Kristinn Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, tók í svipaðan streng. „Lykillinn liggur í því að Þróttur kemur vel fram við sina leikmenn og stendur við það sem er sagt hverju sinni. Við höfum tvisvar fall- ið á þremur árum og það hafa að- eins örfáir leikmenn farið frá okk- ur,“ sagði Kristinn. „Auðvitað lang- ar mann að trúa því að mönnum líði einfaldlega vel hjá okkur." Kristinn segir einnig að sú mikla menning sem er í kringum félagið spili stórt hlutverk í þessu sem öðru. „Við eigum mildð verðmæti í Köttur- unum og þeirri menningu sem hefur skapast hjá Þrótti undan- farna áratugi. Það er gaman að vera í Þrótti og við trúum því menn sem spili fyrir okkur fái Þrótt- arahjarta." Það verður að segjast að lið Fram lítur einstaklega vel út og hef- ur alla burði til að koma sér beint aftur upp í keppni þeirra bestu. Fyrir tímabilið í sumar var talað um að það hafi verið langt síðan að lið- ið var skipað jafn góðum leikmönn- um sem eru nú reynslunni ríkari eftir sumarið og ættu að bæta enn í sarpinn á næsta keppnistímabili. Bestu og efnilegustu leikmenn liðsins, menn eins og Andri Fannar Ottóson, Gunnar Þór Gunnarsson, Eggert Stefánsson, Kristján Hauks- son og Heiðar Geir Júlíusson verða allir áfram í Fram þrátt fyrir að þeim hafi verið sýndur mikill áhugi liða í Landsbankadeildinni. Gunnar og Kristján munu framlengja samn- inga sfna við félagið strax í næstu viku en þeir Andri Fannar og Eggert eru samningsbundnir því til 2007 og ekki á leiðinni burt. Þá er ónefndur Helgi nokkur Sigurðsson sem mun snúa aftur úr atvinnu- mennskunni til að spila með sínu gamla félagi á nýjan leik. Ekki er búist við að þeir dönsku leik- menn sem voru með . Fram í sumar verði með því á næsta ári en þó er ekki loku fyrir það skotið að miðvallarleik- maðurinn Hans Mathiesen komi aftur. Hann stóð sig vel síðasta sumar og var fastamaður í liði Fram. Svipaða sögu er að segja af Þrótturum enda er liðið góð blanda af reynslumiklum leikmönnum og ungum og efnilegum strákum. Eina vafamálið er um Fjalar Þorgeirsson markvörð en hann hefur hug á því að reyna fyrir sér erlendis. Hann vill einnig gera atlögu að landsliðssæti og telur þeim möguleikum best borgið ef hann spilar í efstu deild. Það gæti því komið til greina að lána hann til annars félags en sem stendur á hann í samningaviðræð- Þesslr hafað endumýjaö samninga stna: Daníel Hafliðason Ingvi Sveinsson Hallur Hallsson Magnús Már Lúðvíksson Eysteinn Pétur Lárusson ÓlafurTryggvason Davið Logi Gunnarsson Áleið meö að framlengja samnlnga sfna: Páll Einarsson Jens Elvar Sævarsson Halldór Hilmisson Fjalar Þorgeirsson Komnln Baldvin Jón Hallgrímsson (Val) Brynjar Sverrisson (Stjörnunni) Famln Freyr Karlsson (Fram) Þórarinn Kristjánsson (samningslaus) Guðfinnur Ómarsson (samningslaus) um við Þrótt um að framlengja sinn samning. Hið sama má segja um Pál Einarsson, fyrirliða Þróttar, sem verður áfram í herbúðum liðsins. Enn sem komið er hafa aðeins þrír leikmenn hjá báðum liðum far- ið á vit nýrra ævintýra í knatt- spyrnuheiminum. Þórarinn Krist- jánsson vill spila með liði í Lands- bankadeildinni, Guðfinnur Ómars- son vill reyna sig annars staðar og Freyr Karlsson fór ekki langt - úr Þrótti f Fram. eirikurst&dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.