Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 14
n MM.MMa n Hryðjuverka- sigur á Balí Azahari Husin lést í skotárás indónesískrar lög- reglu á mið- vikudag. Lögreglan fann í kjöl- farið yfir 30 sprengjur, bæði tilbún- ar og í fram- leiðslu í íbúð hans. Husin var einn eft- irsóttasti meðlimur al-Kaída en hann lá undir grun um að standa á bak við hryðjuverka- árásirnar á Balí árið 2002 auk þriggja annarra. Lög- regla í Indónesíu telur þetta vera einn stærsta sig- ur sinn hingað til í barátt- unni gegn hryðjuverkum. Konur betri ökumenn Vísindamenn telja sig hafa fundið sannanir fyrir því að kven- hormónið estrógen gefi kvenfólki forskot á karlmenn - meðal annars í akstri bifreiða. Rannsóknir há- skólans í Bradford í Bret- landi sýndu að konur hefðu betri athygli og ættu auð- veldara með að læra reglur en karlar, sem kristallast til dæmis í akstursfæmi. Þær eiga einnig auðveldara með minni, skipulagningu og lærða stjómun en karlar, segir í niðurstöðum rann- sóknarinnar Trump mold-ríkur Réttur í New York úrskurðaði í vikunni Don- ald Trump í vil í máli hans gegn byggingarfyrir- tæki. Fyrirtækið flutti jarðveg frá byggingarlóð kappans, en Tmmp var ekki sammála því um það magn jarðvegs sem það sagðist hafa grafið og tekið og segir töluna 10 milljón rúmmetrum lægri. Tmmp vom dæmdar skaðabætur að andvirði um 180 milljóna króna en búist er við að talan verði nær 240 milljónum á end- anum. Minnst 57 létust og 150 slösuðust þegar menn sprengdu sjálfa sig í loft upp á þrem- ur hótelum í Amman í Jórdaníu. Al-Kaída hefur lýst ábyrgð á hendur sér. Einn höfuðpaura samtakanna er Abu Musab al-Zarqawi sem fæddur er í Jórdaníu. jöL>- Lógreglumenn í Amman Standa nærri látnu fórn- arlambi. Sjónvarpsmynd Sýnir hvernig um- horfs var á Grand Hyatt-hótelinu. Bruðhjónin Ashraf Mohamed al-Akhras og Nadia al-Alami ásamt feðrum slnum rétt fyrir sprenginguna. Þær þrjár sprengjur sem sprungu á hótelum í Amman í Jórdan- íu í fyrradag ollu miklum skaða, þó sérstaklega hjá Ashraf Mo- hamed al-Akhras. Hann var að kvænast heitkonu sinni Nadiu al- Alami á einu hótelanna. Brúðkaupið endaði í martröð þar sem sprengingin drap föður brúðgumans og minnst tíu ættingja hans. Abu Musab al-Zarqawi, einn höf- uðpaura al-Kaída, er sterklega grun- aður um að hafa staðið að baki þremur sprengingum í miðbæ Amman. Minnst 57 létu lífið og um 300 slösuðust. í gær birtist ábyrgðar- yfirlýsing samtakanna á netinu og er talið að hún komi frá réttum aðilum. Sjálfsmorðsárás Staðfest hefur verið að um sjálfs- morðsárásir hafi verið að ræða. Þær voru gerðar á þremur hótelum í miðbæ Amman, Radisson, Days Inn og Grand Hyatt. Nokkur hundruð metrar aðskilja hótelin. Flestir hinna látnu voru Jórdanar, þar á meðal nokkrir embættismenn. Auk þeirra létust háttsettir embættismenn í palestínska hernum. Sprengjan á Radisson sprakk þegar brúðkaupsveisla var í fullum gangi. „Flest fórnarlömbin voru við brúðkaupsveisluna,‘' segir Marwan Muasher, forsætisráðherra Jórdan- íu. Hann grunar al-Kaída sterklega um að vera að baki þessum spreng- ingum. Brúðkaup dauðans „Þetta er ekki íslam - þetta er hryðjuverk," segir brúðguminn sem missti bæði föður sinn og tengda- föður í árásinni. Brúðhjónin sjálf slösuðust illilega auk fjölda annarra brúðkaupsgesta. „Við reyndum að bjarga sem flestum, en Guð tók nokkra. Heim- urinn verður að vita að þetta hefur ekkert með íslam að gera,“ segir brúðguminn al-Akhras. Óvænt árás Jórdanía hefur lengi verið talinn einn helsti skotspónn hryðjuverka- manna, en hefur hingað til sloppið vel. Landið er algengur viðkomu- staður útlendinga sem starfa í frak. Jórdanía er mikill stuðningsaðili Bandaríkjanna vegna stríðsins í írak. Árið 1999 náði leyniþjónusta Jórdana að bægja frá hættu þegar hún komst á snoðir um áætlanir um árás hryðjuverkamanna. Nú virðist sem þeim hafi tekist að koma öllum að óvörum með sprengjuárásunum sem voru gerðar nánast samtímis. haraidur@dv.is Abu Musab al- Zarqawi Meint- ur höfuðpaur al- Kaída. EDDA&OS kf I ( 3 1 vísir 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.