Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 34
íXMmA, l»Hft VOKU (JBOOK t &RJDRU... m pm onan/ER ao gjaioai uciooibv taaf líix BlÓ.IS ,rf' jjMnmmamu Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 5.30 og '\l\ Sýnd kl. 10.30 B.i. 16ára 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar meö rauðu j OKTOBERBIOFEST Adantb Ælilc * Sýml kl. ti Oanskt tal/ótextuð Crnnicau • Sýml kl. I> Spænskt tal/nnskur texti 26. októbcr -14. nóvcnibor Urawiiuj Hustraint 9 • Sýiul kl. 10 Enskt tal Yes *' Sýntl kl. 10 Enskt tal IFUUKBRl llorku spcnmuttvnd fra telkaljora '? I Mt, ? I urtmjs" Ofl 'IIoy? n tbe Itood X |f*ft m ií| Sýnd kl. Í bi Sýndki. 10 .16 «>« lM.tfc.Utt Kl. 8.SI0:I5 Fmx Bf.tfc.ff Kl. 5:45 oj 10:30 .f Zmt. Kl. 5:30 tafcMífctt, XL B Leikkonan kynþokkafulla Sharon Stone hefur samið lag til styrktar þeim sem fóru illa út úr fellibyln- um Katrínu. Þau Joss Stone, Celine Dion, The Game og Wydef Jean eru meðal þeirra stjórstjarna sem hafa nú þegar sungið inn á lagið sem heitir ComeTogether Now. Lagið er eftir Sharon og fleiri laga- höfunda úr Hollywood og mun koma út þann 29. nóvember. „f hvert sinn sem lagið er sungið og í hvert skipti sem lagið er keypt, erum við að byggja hús og bjarga þeim börnum sem fóru illa út úrflóðun- um," segir Sharon. Roberto Cavalli hefur lýst yfir stuðningi við fyrirsætuna Kate Moss. ítalski hönnuðurinn flaug Kate til Ibiza um leið og hún var skráð út af meðferðarheimilinu í Arizona, til að vinna við vor- og sumarauglýsingaherfe „Kate lítur stórkost- lega vel út," sagði Cavalli um fyrirsæt- una sem tók dóttur sína Lila Grace með sér til spænsku eyjarinnar. „Hún er sjálfsörugg og glæsileg og pass- ar vel við Cavalli- lúkkið. Hún er mætt aftur til vinnu og gerir það sem hún gerir best, eins og venjulega, og af fagmennsku." Teiknimyndin Chicken Little er frumsýnd i Sambíóunum í kvöld. Myndin fjallar um kjúkling sem leggur af stað i ferð ásamt félögum sínum til þess að bjarga heiminum. Myndin þykir stórskemmtileg og er fyrir alla fjölskylduna. Chicken Little eða Litli Kjúllinn Ný teiknimynd úr smiðju Walt Disney. Teiknimyndin Chicken Little eða Litli Kjúllinn er splunkuný mynd í fullri lengd úr smiðju Walt Disney. Myndin fjallar um kjúkling sem kemur af stað miklum látum þegar hann heldur að himinninn sé að hrynja þegar köngull fellur á hann úr lausu lofti. Allt kemur fyrir ekki og gert er mikið grín að Kjúllanum í dýrabænum. Kjúllinn er staðráðinn í að bæta orðstír sinn. Þegar allt er farið að ganga honum í haginn kemst hann að því að himnarnir eru í raun og veru að hrynja. Kjúllinn heldur því í för með vinum sínum, Ijóta andarunganum, dúfunni, og físknum til þess að bjarga heimin- um, en án þess að láta bæjarbúa vita. í þetta skipti er bráðnauðsyn- legt að vera lítill kjúlli til þess að bjarga heiminum. Spenna, ringulreið og nóg af bröndurum einkenna þessa skemmtilegu teiknimynd sem hefur slegið f gegn hjá áhorfendum vestan hafs. Þeir sem ljá persónum raddir sínar í myndinni eru ekki af verri endanum en á meðal þeirra helstu eru Patrick Stewart, Joan Cusack og Harry Shearer en hann er þekktast- ur fyrir þær raddir sem hann hefur ljáð Mr Burns, Ned Flander, Smith- ers, Skinner, Hibert og Kent Brock- man í þáttunum um Simpson-fjöl- skylduna. Kvikmyndin er sögð úr- valsskemmtun fýrir alla fjölskyld- una, unga sem aldna. Chicken Little er sýnd í öllum Sambíóunum í Reykjavík, á Akureyri, í Keflavík, Sel- fossbíói og Háskólabíói. Hún er sýnd bæði með íslensku og ensku tali. The Warriors Fær þrjár stjörnur hjá Ómari Erni. The Warriors PS2/Slagsmála- leikur Rockstar Warriors er ein af þekktustu myndum níunda áratugarins og er eftirminnileg. Hún kom Ieikstjóran- um Walter Hill á kortið en nánast engum öðrum en hefur samt lifað vel og lengi. Hún var nýlega gefin út aft- úr á DVD í sérstakri útgáfu og í tilefni þess gaf Rockstar Games, höfundar Grand Theft Auto-leikjanna, út leik byggðan á myndinni. Leikurinn er í sama formi og GTA-leikimir þar sem þú stjómar meðlim íWarriors-klíkunni ogreynir að halda uppi heiðri klíkunnar þinn- ar og stöðvar alla þá sem em með einhvem derring. Maður fer fyrst í gegnum þjálfun sem nýliði en eftir það spilar maður sem Úíkumeðlimur. Maður safnar fjármunum með því að ræna vegfar- endur og brjótast inn í bila og versl- anir. Stigum safriar maður með því að berja andstæðinga til óbóta og því grófari sem þú ert því fleiri stig færðu. Maður fer í gegnum ýmis hverfi til að vernda sitt svæði og þau em öll frekar stór og full af skugga- legum skúmaskotum. Grafikin er fín, ekki sú flottasta í bransanum en nógu góð úl að gera leiknum góð skil. Umhverfið er fal- legt og vel hannað og nánast hægt að taka upp hvern einasta hlut sem ligg- ur á jörðinni og nota hann sem vopn. Til dæmis er hægt að taka upp flösk- ur og kasta þeim í óvin sem er langt frá þér en einnig er hægt að brjóta hana á andlitinu á honum og nota svo stútinn sem eggvopn efúr það. Þannig að framleiðendumir hafa hugsað út í alla þá hluú sem hægt er að murka lífið úr manni með. Sadie segist ekki byrjuð meðJude Sadie Frost hefur nú blás- iö á kjaftasögur þess efnis að hún og fyrr- verandi eigimaður hennar Jude Law séu að stinga saman nefjum enn einu sinni. Leikkonan og fatahönnuður- inn Sadie skildi við hinn dísæta Jude í nóvember árið 2003 eftir sex ára hjóna- band. Hún segirað ást sin á Jude beinist ekki beint að honum. elska hann sem barnsföður minn. En ég elska hann ekki lengur sem per- sónu," segir Sadie meðan Jude dandalastá djamminu. Faðir Jacksons skilnings- ríkur Faðir hins Ijósleita Michaels Jackson, Joseph, styður ákvörðun sonar síns um að flytjast búferlum til Barein. Honum bauð við þeirri meðferð sem sonur hans mátti sæta meðan réttar- höldin yfir honum voru í gangi. Michael flaug til Barein um leið og hann hafði verið sýknaður og varði tíma með krón- prinsinum af Barein, Salm- an Ibn Hamed Khalifa. Hann íhugar nú að selja heimili sitt Neverland í Kaliforníu og setjast að í Barein. Tónlistin er í stíl við myndina og ' það tímabil sem hún var framleidd á. Rokk og diskó er í fyrirrúmi en einnig kvikmyndatónlistin sem var notuð á sínum tíma. Leiklestur er úl fyrirmyndar, margir leikaranna sem léku í mynd- inni er saman komnir aftur til að endurflytja hlutverk sín og gefur það leiknum ákveðinn sjarma og tengir hann myndinni mun betur. Þeir sem höfðu gaman af GTA- leikjunum ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þessum leik. En það skal tekið fram að þetta er ekki leikur fyr- ir böm því hann gengur út á hrotta- skap og annan viðbjóð. En fyrir þá sem em nógu gamlir til að spila hann er hann helvíú góð skemmtun og pirringslosandi. Ómar Öm Hauksson t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.