Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 40
r* f Ít í £ Q í Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^wfnleyndar er gætt. »-» »-> q *-* fj r) Q SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍMISS05000 5 690710 111117 • í dag verður tekin fyrir hjá '"*KSýslumannin- um í Reykjavík lögbannskrafa á heimildar- myndina Skuggabörn sem sam- kvæmt plani framleiðanda átti að forsýna í Regnbogan- um í kvöld. Myndin er eftir þá Þórhall Gunnarsson sjón- varpsmann og Lýð Árnason lækni. Aðstandendur Braga Halldórssonar, sem kemur fram í myndinni en var myrtur skömmu eftir upptökurnar, lögðu fram lög- ^bannsbeiðnina. Sjónvarpið hefur tryggt sér sýningarrétt á heimildarmyndinni og að öllu óbreyttu verður hún sýnd á þriðjudaginn í næstu viku... KV ftiwaniunaatiáiaia Með mopðlMi, onfórnaplaÉi ínandrubkint rteaMM { .23* Kristján rauður á brjóstunum? Jí Idoéc írafár on veiku börnin Birgitta netri en Kristján Birgitta Haukdal og írafár hafa skipulagt tónleikaferð um ísland til styrktar félagasamtökunum Ein- stök börn. Við ferðina njóta Birgitta og írafár liðsinnis íslands- banka, svona líkt og Kristján ]ó- hannsson þegar hann söng fyrir krabbameinssjúk börn með til- styrk KB banka. „Nei, írafár fær ekki beinharða peninga heldur aðeins fýrir útlögð- um kostnaði," segir Pálín Dögg Helgadóttir hjá markaðsdeild ís- landsbanka sem hefur með málið að gera. „Það kostar til dæmis sitt að komast með heila hljómsveit til ísafjarðar og þar komum við inn í dæmið," segir Pálín. Birgitta og írafár ætla að haida ellefu tónleika með tilheyrandi Birgitta og Kristján Ólíkt hafast þau að þegar veik börn eru annars vegar. balli víðsvegar um landið á næstu tveimur vikum. Þau byrjuðu á Sel- fossi í gærkvöldi, verða á Egilsstöð- um í kvöld og svo á Húsavík annað kvöld. „Þessi samningur við okkur er alls ekki sambærilegur á neinn hátt við það sem gerðist hjá Kristjáni Jóhannssyni og KB banka um síðustu jól. Við látum útibú okkar á hverjum stað sjá um kynningar og greiðum út lagðan kostn- að. Það er allt og sumt," segir Pálín hjá fs- lands- banka en allur aðgangseyrir rennur beint til Einstakra barna sem er félag barna með sjaldgæfa sjúk- dóma sem eiga ekki samleið með öðrum í félagi. „Það verður gaman að sjá hvað börnin fá út úr þessu en ég vona bara að þetta verði bæði írafári og íslandsbanka til sóma," segir Pálín í íslandsbanka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.