Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.2005, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 Lífíð xtir V '<i * Reffilegur Stefán Karl baö sinnar heittelskuðu i beinni. sem er tæreyskt tónlistarfestivíil sem íslensk ar sveitir hafa tekið þátt í. Mischu sac|t að sofa hjá DiCaprio Mischu Barton, O.C.-stjörnu, varsagt að sofa hjá Leonardo DiCaprio þvíþað myndi lífga upp á ferilinn hennar. Það var upplýsingafulltrúi hennar Craig Schneider sem kom með þessa uppá- stungu til hún fengi meiri athygli. Mis- jzha segir að þegar hún og Craig hafi séð glytta i DiCaprio, sem nýlega \ hætti með brasilisku I ofurfyrirsætunni Gisele | Bundchen, i myndatök- um á Malibu, hafi hann sagt:„Til að bjarga ferlinum þínum, farðu þá og sofðu hjá þessum manni" og átti þá viö hjartaknúsar- ann. Mischa haföi “ samt engan áhuga þar sem DiCaprio er lOárumeldrienhún og hún hefur engan áhuga á eldri Lindsay litla giftist Það standa allir á önd- inni i Hollywood þessa dagana. Ástæðan er sú að leikkonan unga Undsay Lohan hefur tilkynntað húnætli ganga í hjónaband með kærasta sínum Jared Leto innan skamms. Vinir leikkonunnar segja hana mjög spennta fyrirþessum áætlunum og hún geti vart beöið eftirstóra deginum. „Hún er alveg brjáluð íhannog hefur sagt að helst langi hana til að stinga af með honum og giftast honum i leynd berfætt á ströndinni," segja vinirnir. Þvi er þó einnig haldiö fram að ástæðan fyrir þvi að Lindsay ætli að ganga i það heilaga sésú að hún viljipirra vinkonu stna Paris Hilton en hún sleit trúlofun sinni við skipaerfingjann Paris Latsis fyrir skömmu. Þær kjaftasögur þykja ekki úr lausu lofti gripnar þvl undanfarið hefur verið stirt á milli þeirra þar sem Lindsay hefur tekið þvl óstinnt upp að Paris sé að deita fyrrverandi kærasta tviburasystur- innar Mary-Kate Olsen. Jennifer gengst við ástinni Jennifer Aniston hefur loksins gengist við sambandi slnu við leikarann Vince Vaughn. I viðtalinu sagðisthún vart eiga orð til að lýsa þvíhve frábær maðurhann væri og kallaði hann meðal annars þjóðarger- semi. Hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um sam- bandið fyrr en nú.jafnveI haldið þvi fram að þau séu aðeins viniren þau hafa þó tvisvarsést kyssastsvo eitthvað hafa þau átt erfitt með að halda aftur afsér. Þegar bandarlskur sjónvarpsmaður spurði hana á hversu alvarlegt stig sambandið væri komið brást Jennifer ókvæða við og sagði að það kæmi honum ekki viö. Færeyski dyravörð- urinn Sunneva Elisabeth Haberg Eysturstein er ekki bara megakúl dyra- vörður á skemmti- staðnum Sirkus heldur sér hún líka um færeysku tónlistarhátíðina G! festival. Henni líður mjög vel hér á ís- landi og hefur eign- ast fullt af góðum vinum. Reyndar seg- ir hún íslenskuna erfiða en var farin að tala hana reiprennandi eftir hálft ár á íslandi. íslenskan er erfið „lig hafði byrjað í menntaskóla en hætti svo en ætiaði svo að byija aftur. Mér fannst ég svolítið föst f Færeyjum og ákvað því að koma til Islands. Ég byrjaði á því að búa í Keflavík í átta mánuði áður en ég fluttist til Reykjavíkur", segir Sunneva þegar ég spyr hana um ástæðu þess að hún hafi flutt til Is- lands. „Kannski fer ég bara í skóla hér“, seg- ir Sunneva greinilega hæstánægð. „Hálfu ári eftir að ég kom til íslands fór ég að tala al- mennilega íslensku. Talaði bara ensku áður," segir Sunneva og segir íslenskuna og færeyskuna vera ólíkari en margir halda. „Það er svo algengt að orð sem eru til dæm- is karlkyns í íslensku séu þá jafnvel kvenkyns VlP-raðir Sunneva er bújn að vinna á Sirkus síðan f janúar. „Það viUii'þannig til að ég kynntist Hjördísi sem<ér að vinna á Sirkus og hún sagði að það vantaði dyravörð á Sirkus þannig ég sló til," segir Sunneva og hlær. „Ég var mjög hrædd á fyrstu vaktinni mimú, vissi ekkert hvemig þessi „VIP"-röð virkaði. Hverjir væru fastagestir og svoleiðis og röðin var rosalöng," segir Sunneva þegar hún hugsar til baka. En eins og er eru ein- ungis stelpur að vinna sem dyraverðir á Sirkus. „Maður fær stundmn högg í andlitið og ég hef nokkrum sinnum þurft að beita valdi á móti. Ég kem ffá stað í Færeyjum þar sem alllir eru mjög kurteisir þamiig að þetta er al- gjört brjálæði miðað við þar," segir Sunneva en er greinilega orðin vön. lena&dv.is „Mér líður mjög vel á íslandi og hef eign- ast marga góða vini hér" segir Sunneva Elisabeth Haberg Eysturstein ung og kröftug færeysk stúlka sem vinnur sem dyravörður á skemmtistaðnuin Sirkus. Megakúl dyravörður Sunneva kemur frá 800 mamia bæ í Fær- eyjum sem heitir Leirvík og er í flmrn mín- úflia Ijarlægð frá Götu sem Eivör Pálsdóttir er frá. Spurð hvort hún hafl þekkt Eivör í Færeyjum segir hún svo ekki hafa verið held- ur hafl hún kynnst henni hér á landi. Sunn- eva bjó í Danmörku í nokkur ár og talar þess vegna færeysku, íslensku og dönsku. Fyrir utan það að vera megakúl dyravörður á Sirkus hefur hún líka umsjón með G! festival „Svona eiga menn að vera," segir sjónvarpskonan Sirrý. Á hún þar við leik- arann Stefán Karl Stefánsson sem gerði sér lítið fyrir og bað sinnar heittelskuðu, Steinunnar Ólínu, í beinni útsendingu í þætti Sirrýar á miðvikudagskvöld. Stein- unn var mætt í þáttinn til að kynna frumraun sína á rithöfundasviðinu, í fylgd með fullorðnum. Hringt var út í Stefán sem lét móðan mása í símann eins og honum einum er lagið. Allt í einu verður Sirrý á í messunni og talar um þau Stefán og Steinunni sem „hjóna- komin" og leiðréttir Steinunn hana hið mr l M 'W Ovænt uppákoma í þætti Sirrýar á miðvikudagskvöldið Stefán Karl bað Steinunnar í beinni snarasta með orðunum „Við erum ekki gift." Svo virðist sem Stefán hafi viljað breyta því og spurði því í einlægni „Steina. Viltu giftast mér?“ Eilítið hik kom á Steinunni en hún svaraði þó eftir nokkrar vandræðalegar sekúndur „Já, já, ég skal gera það." Hún setti þó það skil- yrði að allir í salnum hjá Sirrý fengu pítsur að þættinum loknum. „Mér fannst þetta bara svo gaman," segir Sirrý. „Ég var svo glöð, þau em svo miklir sálufélagar og em að gera svo skemmtilega hluti saman." Hún segist þó dauðfegin með að Steinunn hafi ját- ast Stefáni. „Það hefði ekki verið hægt að fá verra hryggbrot en að fá nei í beinni. Stefán er maður með mikið sjálfsöryggi og þorði að taka áhættuna," segir Sirrý og bætir við að henni lítist vel á þau sem hjón. Hún segir að henni lítist ekki síður vel á bók Steinunnar og mælir með henni af heilum hug. Þessi óvænta uppákoma hefur óneit- anlega verið góð fyrir þátt Sirrýar. „Þetta sannar að þessar beinu útsetningar em miklu skemmtilegri en þessir þaulunnu erlendu spjallþættir sem em allir klipptir til og leikstýrðir." soii@dv.is Alsael Steinunn með blóm- in sem Sirrý gafhenni að bónorð- inu loknu. — Sjóuð Sirrý Sirrý veit hvernig á að bregðast ‘ viö þegar konur fá bónorð i þættinum. Hún var ekki lengi að afhenda Steinunni blóm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.