Símablaðið - 01.01.1958, Page 14
«
S í M A B LAÐ I Ð
Cjukm. J}ót
onááon:
MINNINGAR
ItnuMnanns
Áður hafa birzt hér í blaðinu framhaldsgreinar, sem eru minningar simamanna frá fyrri
tímum. Slíkar greinar eru kærkomið lestrarefni þeim, sem láta sig eftirminnilega og frá-
sagnarverða atburði úr lifi símamanna einhverju varða, — en eru jafnframt sögulegar
heimildir. Æskilegra væri, að geta birt slíkar frásagnir í einu lagi, en sé um mikið efni
að ræða, leyfir rúm blaðsins það ekki. — Hér byrjar ein slik grein eftir línu-
mann, sem mun birtast í næstu blöðum. En líf línumannanna, sem ferðast sveit úr sveit,
er fjölbreyttara en flestra annara símamanna.
Við gengum grýttan hálsinn frain
með línunni, horfðum upp í vírana og
hugðum að vetrarslitum. Við áttum
líka að skipta um hrotna einangrara.
slitnar benzlingar og upprétta króka,
sem vetrarísingin vatt til og rétti upp,
ef að linuvírinn var nógu sterkur til að
þola átökin. Stauraskórnir og talían
trommuðu í sífellu sama göngulagið á
herðum mér og vírhönkin og fleira dót
lék svipað lag á herðum félaga míns.
Við vorum eins og skeljaskrimsli, sem
lýst er í þjóðsögum og voru hvimleið
mönnum og skepnum, einkum i myrkri.
Þannig gengum við dag eftir dag og
gerðum við það, sem bilað var, eftir
beztu getu.
Vinnan var þó að mestu fólgin í
gangi. Því að þótt við sæjum staura
hallast eða gengna svo og svo mikið
upp úr jörð, gátum við ekki lagfært
það, til þess skorti okkur grafverk-
færi og áburðarhest. Þótt athygli okk-
ar beindist að miklu leyti að símalín-
unni og ástandi liennar: urðum við
líka „að sjá fótum okkar forráð“. —
Landið, sem línan lá um, var stundum
mjög ógreiðfært. Brattar hlíðar með
giljadrögum, fen og fúamýrar, lausa-
skriður og grjót, lækir og ár, sem við
urðum að vaða, en þá var oft farið úr
skóm og sokkum. Sárt var að ganga
berfættur á eggjagrjóti, ef vatnið var
straumhart og kalt. Það var sannköll-
uð píslarganga.
Félagi minn, sem var alinn upp í
sveit, reyndi þegar tækifæri gafst að ná
sér í ódýra ferju á hestbaki, en vegna
þess að sjaldan voru tamin hross við
hendina, tókst honum oft ekki að ná í
nokkurt þeirra.
Hinsvegar varð hann einu sinni fyrir
því óhappi, að ótemja sló úr honum
tvær tennur og skaddaði hann eitthvað
meira i andliti, svo að hann fékk varan-
leg lýti. Eftir það átti hann sjaldan
eltingaleik við stóðhross.
Stundum gat það komið fyrir, að