Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 11

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 11
Undarlegt makk Þar sem ekkert hefur sézt í Símablað- inu frá neinum, sem hlut eiga að máli um loftskeytamannsstöðuna við Tfa, sem var auglýst á s.l. sumri, og mikið hefur verið talað um, finn ég hvöt hjá mér sem síma- maður, að biðja blaðið fyrir nokkrar lín- ur um málið. Mér finnst það vera þess eðlis, að ekki megi um það þegja, og ég skil satt að segja ekki í stjórn F.Í.S., að gef a' ekki skýrslu hér í blaðinu um gang málsins. Því, er ekki einmitt blaðið eins konar öryggisventill okkar gegn því að æðstu menn stofnunarinnar leyfi sér að beita bolabrögðum í viðskiptum við okk- ur starfsmennina. En það, sem ég vildi segja, er eftirfar- andi gangur eins máls. Fyrir nær ári síðan var auglýst laus staða við Tfa, og mun hafa verið gert að skilyrði að sá, sem í hana yrði valinn, hefði símritarapróf. Það útaf fyrir sig mun hafa valdið því, að færri en ella af loftskeyta- mönnum stofnunarinnar sóttu. En í mörg ár hefur hópur þeirra ekki fengið tækifæri til að búa sig undir og taka símritarapróf, en ráðandi menn hafa jafnan, er þess hef- ur verið farið á leit, borið við önnum þeirra, sem plokkaðir hafa verið út sem hæfir kennarar. Hægt hefur þó verið ár- um saman, að halda uppi loftskeytaskóla, og unga út herfylkingu af loftskeytamönn- um, sem svo vita ekki hvað þeir eiga af sér að gera og lenda að lokum í ólíkleg- ustu störf. „Atvinnubótavinna“, segja menn. Einn loftskeytamaður án símritaraprófs — utan símans — hafði þó kjark til að sækja um umrædda stöðu, enda settur í hana vegna sumarleyfa. Einhverjir síma- menn með bæði loftskeyta- og símritara- próf og góð meðmæli sóttu einnig. En þá var eins og allt færi í baklás hjá yfir- manni þessara mála. Umsóknirnar sendi hann aldrei Starfs- mannaráði Landssímans, eins og skylt er. Og allt í einu virðist hann rifja upp, að einhvern tíma hafi verið talað um að flytja Tfa upp í Gufunes, og telja megi víst, að tekniska deildin muni ekki draga það mikið lengur, þótt svefnhöfgi lág- nættisins virðist oft leggjast nokkuð þungt yfir hana. Og þessi skýring kvað hafa verið gefin á því, að hætt væri við að skipa í þessa stöðu. Sem sagt: mánuði eða svo eftir að staðan er auglýst, verður hin- um visu mönnum ljóst, að alls ekki er þörf á nýijum manni, minnsta kosti ekki vert að festa neinn að svo stöddu, því að hinni gömlu, virðulegu Tfa muni alveg á næstunni verða ekið upp í sveit. En sum- arleyfamaðurinn án símritaraprófs er lát- inn vera kyrr, við hinum ekki litið. — Og svo byrjar pukrið. Þessum manni er veitt kennsla (í laumi?) í símritun; og er það ekki gert á kostnað Landssímans? Ég beini þeirri spurningu beint til Lands- símastjórans. Um þessa kennslu hafa margir loft- skeytamenn símans margoft beðið, eins og áður er sagt, en ekki fengið. Og þeim var ekki boðin hún nú, þegar verið er að laumast til að veita hana þessum útvalda utanstofnunar-loftskeytamanni, svo hann geti talist gjaldgengur í þessa stöðu. Getur F. í. S. látið bjóða meðlimum sín- um þetta? Hvaða lágkúruháttur hefur hreiðrað um sig í stjórn símans? Og aftur: Borgar sím- inn brúsann? Og enn: Ef að fundist hafa hæfir menn, sem nú gátu offrað tíma til SÍMABLAÐIÐ 3

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.