Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1959, Side 20

Símablaðið - 01.01.1959, Side 20
HUXjDA SUNNUDAGAR ocj STÓRHÁTÍÐIR Vert er að geta þess sem vel er gert, og vil ég í því sam- bandi lýsa yfir ánægju okkar talsímakvenna í Reykjavík með hina nýju setustofu, og einnig má nefna skápana, sem verið er að setja upp fyrir fötin okkar. Hefur hér verið um að ræða stórmikla bót á aðbúð okkar á vinnustað. Hins vegar langar mig að minnast hér á annað, sem mér finnst ekki vera Landssímanum til sóma, — það er sem sé vinnan hjá okkur talsímakonum yfir stórhátíðir. Við vinnum fyr- ir sama tímakaupi og við höf- um fyrir eftirvinnu á sunnu- degi, eða í næturvinnu. Svo þurfum við, sem fjær búum, að kaupa okkur bíl til og frá vinnustað, þar sem strætis- vagnar ganga þá ekki, og mat verðum við oft að kaupa, því að á mestu hátíðum ársins þurfum við nú að borða eins og aðrir. Erum við einn til tvo tíma að vinna fyrir þessum aukakostnaði. Myndu stúlk- urnar ábyggilega sætta sig bet- ur við að vinna á stórhátíðum ef landssíminn kæmi hér til móts við okkur. Við héldum þá kaupi okkar óskertu og nem- ur það nú svolitlu. Þetta mætti gera með ýmsu móti, t. d. með álagi, er ákveðið væri eftir mati á framangreindum auka- kostnaði, og því, hve stórhá- tíðadagar eru manni mikið dýrmætari af mörgum ástæð- um en venjulegir helgidagar. 12 SÍMABLAÐIÐ FYRR * OG ☆ IMU Það hefur svo oft verið talað um það, sem aflaga fer í okkar félagssamtökum, svo mér datt í hug, að ekki væri úr vegi að rifja upp eitthvað af því, sem F.Í.S. hefur verið að berjast fyrir s.l. áratugi, og sem gerbreytt hefur starfskjörum okkar, og jafnvel haft áhrif í þá átt langt út fyrir okkar samtök. Á löngum starfsferli verður maður oft var við það, hve fljótt gleymist það erfiði, sem lagt er í að koma kjara- bótum til leiðar — og hve lítið oft er gert úr því, sem náðst hefur á liðnum tímum. Ég held, að það sé hverj- um mjög nauðsynlegt að þekkja sögu síns stéttarfélags, svo hann geti gert sér grein fyrir því, hvernig ýmis þau hlunnindi og kjör, sem hann nú býr við, eru fengin. Hver gerir sér til dæmis grein fyrir því, í hvaða þakk- arskuld við stöndum við þá sem áttu hugkvæmni til að stofna Lánasjóðinn á sínum tíma? eða styrktarsjóðina — eða þá hvaða átak hefur þurft til þess að halda úti blaði í 45 ár, þrátt fyrir féleysi lengst af, sífellt vanþakklæti og skilningsleysi á gildi þess fyrir stéttina? Það hefur engin önnur stétt opinberra starfsmanna leikið eftir. Og nú skulum við bregða okkur 30 ár aftur í tímann og litast nokkuð um. Hjá okkur símastúlkunum, og öðru vaktafólki var vinnuvikan þá 44 kl.stundir, — og ekkert frí fyrir sunnu- dagsvakt, né auka-helgidaga. Mánaðarlegur námsstyrk- ur talsímakvenna (í 6 mánuði) var þá kr. 75.00 — er samsvarar ca. 1125 kr. nú. Byrjunarkaupið var kr. 121.00 á mánuði, — eða sem svarar til ca. kr. 1800 nú.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.