Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 16
HITT ÞETTA Töluvert skemmtanalíf hef- ur verið í félaginu sl. ár. — Skemmtinefud sá um árshátíð, jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og nokkrar fleiri skemmtanir. Enn fremur starf- aði tafl- og spilaklúbbur innan félagsins með ágætum árangri. Þá hefur sú nýbreytni verið tekin upp, að félagsdeildirnar í Reykjavík hafa hver i sinu lagi efnt til þorrablóta, sumar- fagnaðar og annarra skemmti- kvölda. Hafa þau verið með miklum myndarbrag og i þjóð- legum stíl, m. a. matur borinn fram í trogum. Slík skemmti- kvöld ættu deildirn’ar úti á landi einnig að taka upp. BOTNAR Beztu botnarnir við visna- upphöfin í jólablaðinu birtast hér ó eftir með feitu letri. — Höfundur þeirra er Hjalti Jónsson, Hólum, A.-Skafta- fellssýslu. Allt, sem hryggir aðra menn auki og bæti sjálfs þín hag. Væri svo, sem ekki er enn, aldrei sæi ég glaðan dag. Syndin á mig sækir. Svanni ögrar manni. Flagð í net sitt flækir flónin oft með sanni. 8 SÍMABLAÐIf) SÍMAMAIMIMS Þegar staldrað er við og skyggnzt um öxl, verður manni stundum á að íhuga hvað hafi athyglisvert skeð innan stofnunarinnar á þessum síðustu og verstu tím- um. Kemur þá fyrst í huga manns hin öra tækniþróun, sem gætt hefur svo mjög innan símastofnunarinnar und- anfarin ár. Miklar nýbyggingar, gífurlegar breytingar á eldra húsnæði, allt í þágu tækninnar, og um leið hefur verið notað tækifærið til að búa betur að starfsfólkinu. Vinnuskilyrði hafa yfirleitt batnað að miklum mun. Flestar hafa þessar breytingar það sameiginlegt, að erf- itt er að skapa endanlegt form, þróunin er svo ör á sum- um sviðum að það, sem endurnýjað er í dag, getur enn þarfnast breytinga innan tveggja til þriggja ára. Sér- staklega er þetta áberandi í sambandi við flugþjónust- una, enda hefur öllu, er að flugi lýtur, fleygt svo fram nú hin síðustu ár, að undrun sætir. Hvernig hefur svo félagsmálunum reitt af undanfar- in ár? Jú, þróun félagsmálanna í heild hefur orðið með eðlilegum hætti, margt málið verið til lykta leitt okkur í hag, og er í því sambandi athyglisvert og jafnframt á- nægjulegt, hve viðhorf símastjórnarinnar til starfsfólks- ins virðist hafa breytzt til batnaðar á undanförnum ár- um. Er ekki ósennilegt að það megi að einhverju leyti rekja til þess, að núverandi ráðamenn hafa alizt upp með stofnuninni, kynnst og umgengizt fjölda starfsmanna og hafi því betri skilning á þörfum þeirra en ella. Þó er því ekki að leyna, að of mörg dæmi eru þess, úr sam- skiptum símastjórnarinnar og félagssamtaka okkar, sem virðast benda á, að óskiljanlegar gloppur séu enn fyrir hendi í skilningi hennar á eðli og rétti félagssamtakanna. Mesti vandinn í sambandi við lausn hinna ýmsu mála hefur að sjálfsögðu hvílt á framkvæmdastjórn F.Í.S. og þá sérstaklega formanninum, Jóni Kárasyni, sem m. a. vegna fágaðrar framkomu sinnar vekur traust við fyrstu kynni, og hefur F.Í.S. sjálfsagt notið þess í ríkum mæli. i

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.