Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.01.1959, Page 27

Símablaðið - 01.01.1959, Page 27
☆ TILKYNNING ☆ til starfsfólks á I. fl. B. símastöðvum. Þar sem Félagi ísl. símamanna hefur tekizt að fá allt starfsfólk á I. fl. B. síma- stöðvum, sem vinnur sitt aðalstarf þar, við- urkennt sem opinbera starfsmenn og þar með aflað því fullra réttinda, sem lögin um réttindi og skyldur veita, hefur stjórn F.f.S. falið stöðvarstjórunum að bjóða þessu fólki að gerast félagar í F. f. S. og beðíð þá að skrá það og innheimta félags- gjöld af því. Þá hefur stjórnin sent stöðv- arstjórunum lög félagsins og lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og munu gögn þessi liggja frammi hjá þeim. ☆ ☆ -K Frá Lánasjóði. Framvegis verða lán úr Lánasjóði Síma- manna aðeins afgreidd tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Hámark skyndilána hefur verið ákveðið kr. 1.000.— og verður ekki veitt oftar en 2 mánuði í röð, enda líði minnst 3 mán- uðir frá því skyndilán er greitt, og þar til nýtt lán er veitt. Afgreiðsla lána fer fram á skrifstofu Að- algjaldkera Landssímans. Á sama stað og dögum fer fram af- greiðsla lengri lána, gegn afhendingu veð- bréfs. Útdráttur úr skýrslu formanns F.Í.S. 3 fyrrihluta aðalfundar 1958 Lóranstöðvarmálið: Hæstaréttardómur var uppkveðinn í Lór- anstöðvarmálinu snemma á árinu 1958. Nið- urstöður dómsins voru, að staðfestur var í öllum atriðum undirréttardómurinn, en hann var á þá lund, að allir sérsamningar, er fara í bág við gildandi reglugerðir um launa- kjör símamanna geti ekki staðizt. Þá stað- festi þessi dómur það, að kröfur vegna van- goldinna launa fyrnist ekki, sem sé ef ein- hver starfsmaður getur sannað að hann hafi verið „hýrudreginn" fyrir mörgum órum (eins og hér átti sér stað), þá er krafan um endurgreiðslu í fullu gildi. Þessi dómur er ekki aðeins þýðingarmikill fyrir okkur símamenn heldur alla opinbera starfsmenn og fl. fastlaunamenn. Ef félagsmenn vilja kynna sér málsatvik nánar þá vísa ég til greina um þetta mál í Símablaðinu, 1. tölublað 1956 og I. tölublað 1958. Heiðmörk. Farið var í Heiðmörk eins og undanfarin ár og gróðursettar rúmar 3 þúsund trjáplönt- ur af ýmsum tegundum. Hefur félagið þá gróðursett um 20 þúsund trjáplöntur í gróð- urreit sinn í Heiðmörk. Símablaðið. Gefin voru út 4 blöð á árinu, samtals 86 les- máls-síður. Heildarkostnaður nam um kr. 47.000,00, reksturshalli blaðsins verður kr. II. 098,27, sem greiddur verður úr Menning- ar- og kynningarsjóði, eins og gert er ráð fyr- ir í reglum sjóðsins. Réttindamál starfsfólksins á 1. fl. B. stöðvum. í skýrslu minni frá fyrra ári taldi ég að réttindamál starfsfólksins á 1. fl. B. stöðv- unum væri leyst og byggðist það á því að fjármálaráðuneytið tjáði stjórn félagsins munnlega, að það liefði fallizt á sjónarmið félagsins, hins vegar væri aðeins eftir að ganga formlega frá málinu við póst- og síma- málastjórnina. Og liafði ráðuneytið liugsað SlMABL AÐIÐ er gefið út af Félagi ísl. símamanna. Rltstjóri: A. G. Þormar. MeOritstjóri: Ingólfur Einarsson. Auglýsingastjóri: Júlíus Pálsson Félagsprentsmiðj an.

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.