Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 29

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 29
laun af seldum frímerkjum. Með þessar upp- lýsingar mætti ég svo á fundi hjá deildinni. Fundarmönnum kom saman um, að þessi skjótu og ókveðnu viðbrögð hefðu þegar haft áhrif til góðs, hins vegar sættu þeir sig ekki við þessi munnlegu skilaboð og báðu mig að hringja til póst- og símamálastjóra og óska eftir þvi að bann gerði grein fyrir þessum fyrirætlunum sínum á fundi þeirra. Póst- og simamálastjóri varð við þessum til- mælum og staðfesti það sem ég hafði áður sagt. Við fórum fram á að fá að fylgjast með framkvæmd þessa máls, og héldum fast fram að ekki væri hægt að leysa það með einhliða ráðstöfun póst- og símamálastjóra, heldur yrði það að biða eftir endurskoðun reglu- gerðarinnar eða leysast með samningum við stjórn F.Í.S. Nú er loks búið að senda út um- rætt bréf og ákveða þóknun til þessa fólks, án nokkurs samkomulags við félagið eða deildina. Þess vegna ákvað félagsráð á sið- asta fundi sínum að fela framkvæmdastjórn- inni að útbúa málið í hendur lögfræðings fé- lagsins og fela honum að skrifa ráðuneytinu og fá úrskurð þess um málið. Ég hef orðið nokkuð margmáll um þetta mál, en það er með ráðnum hug gert. Með þessum tiltektum er póst- og símamálastjóri að fara inn á nýj- ar leiðir, það getur vel verið að þessi breyt- ing hans eigi fullan rétt á sér og verði jafn- vel þessu fólki til hagsbóta. En það er þetta einræðisbrölt og þessi fyrirlitning á samtök- um okkar, sem við verðum að gagnrýna og standa gegn, — þvi að framhald slíkra ein- hliða aðgerða er auðveldari, ef ekki er tekið fyrir slíkt í byrjun, og ekki víst, að slíkar ein- liliða ákvarðanir póst- og símamálastjórnar- innar verði alltaf jákvæðar, — og frá samn- ingsrétti sínum getur fél-agið ekki gengið, jafnvel þó um gylliboð til einstakra félags- manna sé að ræða. Þá vil ég minnast á setningu 1. stigs full- trúans við Birgðavörzlu Landssímans. Stjórn- in hefur mótmælt þeirri ráðstöfun póst- og símamálastjóra, og hefur hann lofað að aug- lýsa stöðuna strax og hann er búinn að fá leyfi fyrir henni. Um þetta mál hafa orðið blaðaskrif í Símablaðinu og visa ég til þeirra (3. og 4. tölubl. 1958), og mun ekki verða hvikað frá kröfu félagsins i þvi máli. Flest af þessum málum, sem ég hef drep- ið á hér að framan, eru komin í höfn, öðrum er verið að vinna að og verður það verkefni næstu stjórnar að fylgja þeim eftir. Jón Kárason. Kosningar til Félagsráös og í deildarstjórnir 1959 Deildir F. í. S. utan R. kusu eftirtalda fé- laga í Félagsráð: Jón Kárason, Andrés G. Þormar, Agnar Stefánson, Jón Tómasson, Karl Helgason. — Til vara: Lilju Svavarsdóttur, Guðlaug Guð- jónsson. í deildum utan R. voru 196 á kjörskrá, 180 kusu. í deildum F.Í.S. í R. voru eftirtaldir félag- ar kosnir í deildarstjórnir og félagsráð: 1. deild: María Kröyer, Margrét Árnadóttir. — Til vara: Ingibjörg Helgadóttir, Kristín Sigur- jónsdóttir. 2. deild: Sigurður E. Jónsson, Sigurjón Daviðsson. — Til vara: Hákon Bjarnason, Ingólfur Jóns- son. 3. deild: Hafsteinn Þorsteinsson, Inga Jóhannes- dóttir. — Til vara: Ágústa P. Jónsdóttir, Atli S. Þormar. 4. deild: Sæmundur Símonarson, Ingólfur Einars- son. — Til vara: Sigurður Sigurðsson, Kristj- án Sveinlaugsson. 5. deild: Þorsteinn Óskarsson, Halldór Bjarnason. — Til vara: Victor Ágústsson, Adolf Guð- mundsson. SÍMAHLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.