Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 17

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 17
Félagslífið sjálft hefur þó, að sumra áliti, ekki verið sem skyldi. Aðalfundir hafa verið fámennir, aðrir fundir fáir og fámennir, deildafundir yfirleitt ekki aðrir en að- alfundir, þar sem aðeins mætir lítið brot af meðlimunum, enda mun það vera svo sums staðar, að deildarstjórn hef- ur ekki fundizt taka því að segja nokkur orð um félags- starfið á liðnu ári, heldur hespað af kosningar og slitið síðan fundi. Sem sagt, dræmur áhugi fyrir félagsstarfinu. En hver er orsökin? Jú, hún er að sjálfsögðu margþætt. Hana er m. a. að finna hjá einstaklingunum sjálfum. Þeir þykjast sumir hverjir of uppteknir til að mæta á fund- um, þó ekki sé nema tvisvar eða þrisvar á ári, aðrir eru í raun og veru uppteknir við vinnu og annað og enn aðrir hafa engan áhuga. Og flestir una því bezt, að nokkrir einstaklingar leggi á sig allt erfiði félagssam- takanna. Sumpart er sökin hjá deildarstjórnunum. í lögum F.Í.S. segir svo m. a. um starf deildarstjórnar: „Starf deildar- stjórnar er að hvetja félagana til fundarsóknar og þátt- töku í félagsstarfinu á öllum sviðum.“ Þetta hafa sum- ar deildarstjórnir að mestu vanrækt, jafnvel svo, að fyr- ir hefur komið að á fjölmennum vinnustöðum hafa hvorki fyrri né síðari hluti aðalfundar F.Í.S. verið auglýstir. Áhugi manna á fundarsókn og félagsstarfi 1 stéttar- félögum hlýtur að mjög miklu leyti að mótast af ástandi og hag einstaklingsins og þjóðfélagsins hverju sinni. Undanfarna áratugi hafa símamenn notið máttar félags- samtakanna í ríkum mæli. í dag vita þeir og finna,að þjóð- félagið er á heljarþröminni efnahagslega. Það er að vísu ekki þeirra sök. Þeim finnst því, eins og sakir standa, eðlilegra að unnið sé í kyrrþei að hinum ýmsu lagfær- ingum á kjörunum, eins og gert hefur verið að mestu undanfarin ár og í samráði við B.S.R.B. þegar þörf kref- ur, en að vera með háværar og áberandi kaupkröfur. Á meðan svo er, liggur félagsstarfið í láginni á vissum svið- um, en þá ber að lyfta því á öðrum. Stendur það sjálf- sagt allt til bóta, það, sem af er þessum vetri hefur félagsstarfið verið með mesta móti, og á Tafl- og spila- klúbburinn sinn þátt í því. Auka þarf þó á fjölbreytni skemmtanalífsins, hafa örlítið eftirlit með starfsemi deildanna, halda fræðslukvöld, gangast fyrir því, að starfsfólkinu sé gefinn kostur á að auka við menntun Hvað er það, sem hugur þinn helzt af öllu girnist? Því ég svara ei þetta sínn. Það er margt sem fyrnist. Legðu í bleyti hausinn, lagsi. láttu botninn koma strax. Heldur þú að vitið vaxi við að bleyta hausafax? >f Spurningar og svör í JOLABLAÐINU 1958 1. Hver var fyrsti bæjarsíma- stjóri í Reykjavík? 2. Hver var fyrsti ritsíma- stjóri í Reykjavík? 3. Hver var fyrsti formaður F.Í.S.? 4. Hver var fyrsti símaaf- greiðslumaður á íslandi? 5. Hvenær var ritsímamálið fyrst rætt á Alþingi? Enginn gat svarað. Svörin eru: 1. Olaf Forberg. 2. Olaf Forberg. 3. Ottó B. Arnar. 4. Pétur Guðmundsson. 5. 1891. >f Skífusamband við Yestmannaeyjar. var tekið í notkun i febrúar s.l. og bætir það mikið úr síma- sambandi milli Eyja og Rvik- ur. Fyrstu sambönd þessarar tegund’ar voru tekin upp 1952 milli Reykjavíkur og helztu nágrannabæja og kauptúna. En m. a. orða: Er orðið skífusamband heppilegt? SÍMABLAÐIÐ 9

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.