Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 15

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 15
Kristinn Eyjólfsson Kristinn fæddist að Sölvholti í Hraungerðishreppi hinn 13. júní 1895. Voru foreldrar hans Eyjólfur Kristjánsson og Margrét Magnús- dóttir. Ólst hann upp í Sölvholti með móður sinni og átti þar heima, þar til er hann fluttist til Reykjavíkur árið 1920. Sumarið og haustið 1922 vann Kristinn við símalagningu úti á landi, en 1925 hóf hann starf sitt við bæj- arsímann í Reykjavík, og var skip- aður þar línumaður 1941. Hjá bæjar- símanum starfaði Kristinn síðan til dauðadags. Kristinn tók mikinn og virkan þátt í félagsmálum símamanna. Þegar Fé- lag símlagningamanna var stofnað, varð Kristinn varaformaður þess og síðar formaður. Fyrstu hagsmuna- kröfur sínar knúði það félag fram með verkfalli, og reyndist stjórn þess þá starfi sínu fyllilega vaxinn. Þegar Kristinn varð fastur starfsmaður hjá bæjarsímanum, gerðist hann meðlim- ur í Félagi ísl. símamanna, og átti síðan sæti í stjórn þess um skeið og var auk þess oft kjörinn fulltrúi á landsfundi þess. Eitt hið bezta einkenni Kristins var glaðværðin, er ávallt fylgdi hon- um, og er óhætt að segja, að hann hafi notið vinsælda allra, er honum kynntust. Skyldurækinn var Krist- inn í bezta lagi og lagtækur við öll sín störf. Síðustu árin voru Kristni mjög þungbær, vegna sjúkdómsstríðs, er hann varð að heyja til hins síðasta. Eftirlifandi konu sinni, Katrínu Guðnadóttur frá Ásakoti í Hraun- gerðishreppi, kvæntist Kristinn 1920. Varð þeim þriggja barna auðið, er öll komust á legg. Einkasonur þeirra, Hörður, lézt snögglega haustið 1955. Dætur tvær, Margré.t og Sjöfn, eru báðar giftar hér í bæ. Hann lézt í Landsspítalanum 4. febrúar s.l. Samúðarkveðjur eru hér með flutt- ar ekkju hans og dætrum. Gamall félagi. SÍMAB LAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.