Símablaðið

Ukioqatigiit
Saqqummersitaq pingaarneq:

Símablaðið - 01.01.1959, Qupperneq 21

Símablaðið - 01.01.1959, Qupperneq 21
Aukavinna var greidd með kr. 1.50 á klst. hvenær sem hún var unnin, og samsvarar það ca. kr. 22.50 nú. Matar- og kaffihlé eftir geðþótta yfirmanns, — og ekkert á eft- irmiðdagsvakt. Ekkert sumarfrí fyrr en eftir 1% árs þjónustu, og þá 2 vikur. Mér er minnisstætt, þegar frídagur fékkst fyrir unn- inn helgidag og vinnuvikan styttist. Þar hafði F.Í.S. jafn- an forgöngu fyrir aðrar stéttir. Eða þegar 33% nætur- álagið fékkst, þá vann F.Í.S. mikinn sigur. Starfsmannareglurnar 1935, sem víða eru nú teknar til fyrirmyndar, veittu okkur mikil réttindi t. d. í veik- indaforföllum. Þær marka einn stærsta áfangann í bar- áttusögu F.Í.S. Hér er aðeins bent á nokkur atriði af hinum fjölmörgu, sem væru þess verð að rifja þau upp. Og ég held, að ekki væri betur varið nokkru af því fé, sem F.Í.S. á í sjóðum, en að kynna hinni yngri kynslóð baráttusögu félagsins og skipulag þess frá fyrstu tíð, — með útgáfu eins konar handbókar. Og svo hef ég verið að velta því fyrir mér, hvort ekki væri tímabært að F.Í.S. sendi erindreka út um land til að kynna félagsfólkinu í hinum dreifðu deildum lög félags- ins, reglugerðir stofnunarinnar og lög þau, er varða op- inbera starfsmenn. Ég er hrædd um, að sums staðar sé pottur brotinn þegar um framkvæmd þeirra er að ræða, t. d. reglur um vaktaplan, og úthlutun fría fyrir unninn helgidag. Koma þau alltaf niður á virka daga? Því miður er ég hrædd um að meginþorrinn kynni sér ekki þessar reglur, eða fái sig ekki til að kvarta und- an því sem miður fer, af hlífð við yfirmenn sína. En við verðum að ætlast til þess, að t. d. Umdæmisstjórarnir láti ekki hjá líða, að kynna sér allar þessar reglur, og forðist að brjóta þær. Annað mætti undarlegt heita, þar sem þeir hafa allir verið forystumenn í félagssamtökum okkar í eina tíð, jafnvel formenn F.Í.S., sem félagið stendur enn 1 þakk- arskuld við. Loks vil ég bjóða starfsstúlkurnar á 1. fl. B. stöðvum velkomnar í hóp okkar, innan vébanda F.Í.S. L. L. Einnig vil ég minnast á sunnu- dagavaktirnar. Þá þurfa þrjár stúlkur að mæta kl. 8 og þrjár kl. 9 og þurfa margar þeirra að kaupa sér bíl í vinnuna, og þá á hærri taxta en venjulega. Vitum við til þess, að mörg fyrirtæki .borga bíla fyrir starfsfólk sitt, ef það þarf að mæta í vinnu á þeim tíma, sem strætisvagnar ganga ekki. Því getur Landssíminn ekki gert slíkt hið sama? Óska ég þess eindregið fyrir hönd okkar talsímakvenna, að hlutaðeigandi aðilar taki þetta til greina. M. K. * Framleitt hefur verið í Bandaríkjunum sínmtalfæri með inni-byggðu áhaldi, sem drepur gerla og „virusa" nokkrum sekúndum eftir að talfærið hefur verið sett á, og fyrirbyggir þannig smitun. * Það sorglega við okkar tima er, að ef karlmaður ætlar að koma fram við dömu eins og reglulegur „gentlemaður", þá álitur hún að hann sé ekki vitund hrifinn af sér. * „Þegar ég var á þínum aldri,“ sagði móðirin ströng á svip, „dreymdi heiðarlegar stúlkur ekki um það, að halda i hendina á karlmönnum." „Já, en mamma,“ svaraði dóttirin, „nú á tímum neyðazt heiðarlegar stúlkur til að halda i hendina á karlmönnunum.“ óvimar 1 5ÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.