Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 12

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 12
þessarar kennslu, því var loftskeytamönn- um stofnunarinnar ekki líka gefinn kost- ur á þessari kennslu samtímis? En standi nú síminn ekki straum af kostnaðinum við þessa kennslu, (kannske er þar um sjálfboðavinnu að ræða?), lá þá ekki beint við að bjóða loftskeyta- mönnum stofnunarinnar hana með þeim skilyrðum, að þeir bæri kostnaðinn á sama hátt og hinn útvaldi? Eða er það orðið svo í þessari stofnun (sbr. fulltrúann hans Elíasar), að yfir- menn hennar komi hingað og þangað auga á slík ofurmenni utan símans, (innan gæsa- lappa), að til að krækja í þau, vilji þeir vinna það til, að lítilsvirða sína eigin starfsmenn og stofna til áhjákvæmilegrar úlfúðar milli hennar og starfsmannanna? Svo vil ég nota tækifærið og spyrja op- inberlega þeirrar spurningar, sem nú er á hvers manns vörum, sem nokkuð hugs- ar um félagsmál og hag stofnunarinnar: Er starfsmannaráð Landssímans dautt? Hver eða hverjir hafa áhuga á að drepa það? Er Landssímastjóra Ijóst, hvernig starfsemi ráðsins er komið? Ber honum ekki skylda til að grípa fram í, hér eins og alls staðar þar í stofnuninni, sem menn vanrækja að gera skyldu sína, og bregðast trúnaði? Eru okkar ágætu fulltrúar í starfs- mannaráði Landssímans, Jón Kárason, Andrés Þormar og Agnar Stefánsson orðn- ir það skaplausir, að þeir láti bjóða síma- mannastéttinni, og ég vil segja stofnun- inni, að starfsmannaráð Landssímans, sem var og á að vera öðrum opinberum stofn- unum til fyrirmyndar, sé látið deyja drottni sínum? Og út með það, þið, sem til þekkið: Hvað liggur á bak við þetta? Orri. 4 SÍMABLAÐIÐ AtkuqaAewd þá Atjórw Stjórn F. Í.S. þykir ástæða til að láta nokk- ur orð fylgja þessari grein. Það er rétt, að umsóknir um stöðu við Loftskeytastöðina i Reykjavik hafa ekki ver- ið lagðar fyrir starfsmannaráð Landssím- ans, og félagsstjórn hefur ekki borizt nein viðunandi skýring á þvi. Fundir i starfs- mannaráði hafa ekki verið haldnir mánuðum saman, svo ekki hefur gefizt tækifæri til að ræða málið þar. Hins vegar gerði stjórn F. Í.S. fyrirspurn til Landssimastjóra, skv. fyr- irmælum fálagsráðs í bréfi til hans 17. okt. s.l. um þetta mál. í því sama bréfi voru honum send mótmæli félagsráðs útaf setningu 1. fl. fulltrúa við Birgðavörzluna. Því bréfi hefur ekki verið formlega svarað, og -alls engu fyrirspurninni um veitingu stöðunn- ar við Tfa. Út af því, sem í greininni segir um starfsmannaráð Landssmans vill stjórn- in taka fram, að henni er það ljóst, að hún og fulltrúar félagsins í ráðinu bera nokkra ábyrgð á því, að fundir hafa ekki verið haldnir svo lengi, sem raun er á, að þvi leyti sem þessir aðilar hafa aðstöðu til að knýja fram regluleg fundarhöld, og máske kemur að því að svo verði að gera, þegar það liggur skýrara fyrir liver hin raunveru- lega orsök til niðurfellingar funda í ráðinu er. En í lengstu lög hafa þessir aðilar vilj- að forðast aðgerðir, sem gætu spillt varan- lega fyrir góðri samvinnu í ráðinu og sam- búð símastjórnarinnar og F. I. S. En umræður um þetta mál á aðalfundi F. Í.S. og á fundum Félagsráðs liafa leitt í ljós að félagsmenn vilja ekki una lengur þvi á- standi, sem nú er. Það síðasta, sem gerzt liefur í þessu er, að 4. þ. m. skrifaði framkvæmdastjórn for- manni starfsmannaráðs bréf það, sem fer hér á eftir, en við því hefur enn ekki bor- izt svar. Verður nú ekki dregið lengur að fara þær leiðir, sem nauðsyn krefur, til að tryggja eðlilega starfsemi starfsmannaráðs i framtíðinni. Stjórn F. í. S.

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.