Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 28

Símablaðið - 01.01.1959, Blaðsíða 28
sér að halda fund með fulltrúum frá póst- og símamálastjórninni og F. í. S., þar sem rædd væru ýmis framkvæmdaatriði málsins. Þessi fundur dróst mjög á langinn vegna fjarveru póst- og simamálastjóra og skrifstofustjóra Landssímans, en það voru einmitt þessir menn sem mæta áttu fyrir liönd stofnunarinnar. Ég rak eins og ég gat á eftir þessum fundi, þar sem mér var kunnugt um að póst- og síma- málastjóri var mjög mikið á móti þvi, að framkvæma þessa ákvörðun ráðuneytisins, enda lítt framkvæmanleg að hans áliti. Það var því ekki fyrr en í des. s.l., sem tókst að koma á þessum fundi. Þar var póst- og síma- málastjóra birtur úrskurður fjármálaráð- herra, Eysteins Jónssonar, um það, að starfs- fólk á 1. fl. B. stöðvum heyrði undir lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, svo fremi að starfið sé 2/3 af starfi þeirra. Ráðuneytið tjáði póst- og símam.stj. að það hefði leitað álits lögfræðinga um málið og álit þeirra hefði verið, að það þýddi ekki annað en að fallast á sjónarmið félagsins, þar sem mál útaf því myndi tapast fyrir dóm- stólunum. Réttindin verða látin gilda frá 1. jan. 1959. Viðurkenningin á réttindum þessa fólks færir þeim geysimikla réttarbót, því áður var þessi starfshópur svo til alveg rétt- indalaus og hafði engan aðila til að snúa sér til, varðandi málefni sín. Núverandi stjórn hefur ekki ennþá unnizt tími til að skrifa þessu fólki (þar á ég við símastúlkurnar, en þær eru á milli 70 og 80 talsins). En þeim mun verða boðið að gerast félagar F.Í.S. og þeim mun verða sent yfirlit í stuttu máli um þau réttindi, sem þeim falla nú i skaut. Málefni 1. fl. B. slöðvarstjóra. Sú deildin innan F.Í.S., sem harðast er nú vegið að, er deild 1. fl. B. st.stj. Þið hafið ekki komizt hjá þvi að heyra fundarboð i útvarp- inu um mjög áríðandi fund frá þessari deild. Mér finnst þvi full ástæða til að skýra nánar frá því, sem er að gerast í málefnum deild- arinnar, því þessi deild er hluti af félagi okkar og þegar ráðist er á hana, er um leið ráðist á samtök okkar símamanna. Tilefni fundarins var að ræða bréf, sem póst- og símamálastjóri var að senda út til þessara aðila. Mér, sem formanni F.Í.S., var allranáð- arsamlegast lofað að lesa bréfið yfir, áður en það var sent út, því samkvæmt fyrirmæl- um fjármálaráðuneytisins átti F.Í.S. að fylgj- ast með endanlegri afgreiðslu póst- og síma- málastjórnarinnar á réttindamáli starfsfólks- ins á 1. fl. B. st. Fyrri hluti bréfsins fjallar um réttindi starfsfólksins á umræddum stöðv- um, svo sem vinnutíma, sumarleyfi, veikinda- fri og fl. eins og lögin um réttindi og skyld- ur gera ráð fyrir. En í niðurlagi bréfsins er farið út í allt aðra sálma og komizt þannig að orði, að „vegna þess að búið er að viður- kenna ykkur, sem opinbera starfsmenn (þar er átt við stöðvarstjórana, ekki stúlkurnar) þá hafið þið ekki lengur rétt til neinna auka- greiðslna, sem þið hafið áður haft, svo sem 4% af seldum frímerkjum, orlofsfé, inn- heimtu afnotagjalda útvarpsins og fl., en þess í stað ákveðum við ykkur vissa þóknun fyrir ónæði, sem þið verðið fyrir, utan vinnu- tima ykkar.“ Ég mótmælti þessum kafla bréfs- ins, sem fjallaði um niðurfellingu á auka- greiðslu, og benti á að ég teldi þetta bæði brot á starfsmannareglunum og einnig brot á reglugerðinni um kaup og kjör þessa fólks. Ég fór fram á að fá afrit af bréfi þessu, til þess að geta tilkynnt deildarstjórninni um þessar ráðstafanir. Mér var lofað því, en þeg- ar ég fór að ganga eftir afritinu, þá var það ekki tilbúið. Ég hringdi samt í formann deild- arinnar og sagði honum frá efni bréfsins og það samtal varð tilefni til fundarboðsins. Rétt áður en fundurinn átti að hefjast fór ég á fund póst- og símamálastjóra og bað hann um að láta mig hafa afrit af umræddu bréfi, þar sem það væri tilefni fundarins. Þá tjáði hann mér að hann ætlaði að breyta bréfinu, þar sem hann væri búinn að fá ráðherraleyfi fyrir því að bæta umræddu fólki þá kjara- skerðingu, sem það yrði fyrir við þessar breytingar, á þann hátt að greiða þvi ákveðna %, frá 5 upp í 25% af föstum launum og yrði prósentan miðuð við það, hversu mörg % þessi hlunnindi hefðu numið áður miðað við föst laun. Þá lofaði hann að liann myndi haga þessari ráðstöfun þannig, að allir um- ræddir aðilar myndu hækka litils háttar i launum við þessar breytingar, nema st.st. á Selfossi, Akranesi og Keflavík, þeir myndu lækka, þar sem þeir væru þegar búnir að fá samningsbundna aukav. fyrir nokkrum ár- um, en þá hefði láðst að taka af þeim sölu-

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.