Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1959, Side 26

Símablaðið - 01.01.1959, Side 26
um m. a. var skattheimtan hér heima orðin aerið erfið viðfangs, en það hefði verið mjög æskilegt að geta unn- ið úti í nokkra mánuði eftir námið. Og þar sem Kristján er búinn að segja frá skólanum þá er ástæðulaust að forvitnast um meira. Ég þakka þess vegna greinargóð svör og held heim. V. Vs. M0R6UNPRÚGRAM SÍMASTÚLKUNNAR Sírena, sjúkrabíll, slys, je- minn, Æ-i nei, það er bara hel- v .... vekjaraklukkan. Ég vildi gjarnan hitta þann sem dirfð- ist að finna upp þessi viðbjóðs- legu verkfæri. Hryllilegasti galli þeirra er að hringja kl. 8 á morgnana, þegar eigandinn vildi gefa aleigu sína fyrir einn hænublund. Ég dregst undan sænginni, sezt upp og vef sænginni utan um mig, og reyni af öllum þeim sálar- kröftum, sem ein sofandi sál hefur yfir að ráða, að keyra augnalokin upp á við. Síðan teygi ég mig í útvarpið og opna fyrir morgunleikfimina. Ég beygi mig fram, aftur og út á hlið þar til andlit mitt hefur fengið varbláan litarhátt og hvaða illhveli sem væri gæti verið stolt af blástrinum í mér. 18 SÍMAB LAÐIÐ En ég vinn með Stjána, Dóra, Gissuri, Magga, Hansen og fleiri köppum, svo maður verð- ur að vera slank. Eftir þetta skjögra ég fram í eldhús, sting brauði i brauð- ristina og kolbrenni það með- an ég' klæði mig, eftir að hafa hent því, set ég kaffið upp og lvarðsýð það, meðan ég þvæ mér og sparzla. Endirinn er alltaf sá sami, ég rýk út með kópuna á handleggnum og hálfnagað epli i hendinni, og þreyti kapphlaup við strætis- vagninn. Yfirleitt vinn ég (vagninn er mjög gamall og hægfara og bílstjórinn hjarta- góður). Síðan reyni ég að koina mér í kápuna, þarna i vagninum, sem er góð eftirlík- ing af sardínudós. Þegar ég kem að stimpilklukkunni er hún nákvæmlega 8-59-57. Sem sagt, ég hefi sigrað. *'A' œ r v £ ' O <3= - — P.S. Stundum er klukkan 9-??-??. En það er allt önnur saga. Kráka. * „Ég held ábyggilega að hann Árni meini eitthvað með þessu,“ sagði unga stúlkan við vinkonu sína. „Hann gaf mér tvo náttborðslampa í jólagjöf.“ Ég var fluttur á slysavarð- stofuna eftir að hafa lent í bílslysi. Læknirinn rannsak- aði mig og setti annan fótinn í gibsmót, að því loknu sagði hann að ég myndi geta gengið heim næsta dag. En næsta morgun sagði hann. „Það er vissara að þér verðið hér enn einn dag ef eitthvað fleira kæmi í Ijós, ég vissi ekki fyrir hvað miklu hnjaski þér höfðuð orðið, fyrr en ég las um slysið í morgunblaðinu i morgun.“ * Freistinff Þú kemur svo oft og kallar kunnuglega og hátt, rödd þin rikir um allar rökkurstundir, þú mátt freista, og láta okkur falla fgrir þér, ef þú átt okkur alla. X.

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.