Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.01.1959, Side 23

Símablaðið - 01.01.1959, Side 23
Magnúsar Jochumssonar og Egils Sandholt. Þetta voru allt góðir leiðbeinendur ungum manni. Og eitt var merki- legt, aldurs og þekkingarmunurinn gleymdist í návist þeirra. Það munu vera einkenni hins þroskaða manns, í samskiptum við aðra. Þetta eru aðeins leiftur minninga, frá fyrstu kynnum við þá, er settu svip á þessa starfs- stétt, á þessum tíma. En þær minningar hljóta að hafa verið góðar, því þær eru svo ljósar enn. Það er lögmál lífsins, að hið erfiða og leiða fyrnist og gleymist, en það ljúfa og bjarta geymist Það er, sem betur fer, oft gaman að lifa á líðandi stund, en það getur líka verið skemmtilegt að lifa upp atburði liðna tímans, og virða þá fyrir sér í skini fjarlægðar- innar. Þá fæst líka oft réttara mat á lífinu heldur en yfirstandandi tími veitir. Þegar ég nú minnist samstarfs við póstmenn, hvort sem það hefur verið í Reykjavík, eða annars staðar, er mér þakklæti í huga, fyrir góða samvinnu, og fyrstu áhrifin móta sterkt. Þessi stutta grein átti að vera árnaðaróskir til Póstmannafélags Íslands og póstmanna yfirleitt í sambandi við þessi tímamót. Þær óskir fela í sér vonir mínar um, að félagið standi ætíð vörð um heill og hag stéttarinnar, þótt dreifð sé hún um okkar fámenna, en víðáttu-mikla land og að það megi verða traust undirstaða til velgengni stofnunarinn- ar sjálfrar og þjóðarinnar í heild. Karl Helgason. Núverandi stjórn Póstmanna- félagsins. Frá vinstri: Fremri röð: Tryggvi Haraldsson for- maður, Dýrmundur Ólafsson ritari. — Aftari röð: Sigurjón Björnsson gjaldkeri, Sigurður Ingason varaformaður og Lúð- vík Jónsson aðstoðar-gjaldkeri. Póstmannafélag islands 40 ára Póstmannafélagið minntist 40 ára afmælis síns, laugardag- inn 21. marz s.l., það er stofn- að 26. marz 1919, og var fyrsti formaður þess Þorleifur Jóns- son póstmeistari. Á árunum 1932—1944 að einu ári undanskildu (1936), gaf félagið út blað, er það nefndi Póstmannablaðið. Árið 1947 stofnuðu póstmenn bygg- ingarsamvinnufélag, og' munu margir af starfsmönnum pósts- ins hafa notið góðs þar af við að komast í eigið húsnæði. Eins og önnur félög starfs- manna hins opinbera, hefur Póstmannafélagið háð sleitu- lausa baráttu fyrir bættum kjörum félaga sinna, og hefur það náð miklum og góðum ánangri i þeirri baráttu. Núverandi formaður er Tryggvi Haraldsson. F. í. S. óskar Póstmannafé- laginu allra heilla í tilefni af þessum merka áfanga í sögu ffélagsins. BÍMABLAÐIÐ 15

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.